Áttaði sig á því að börnin höfðu ekki fengið sömu upplifanir Máni Snær Þorláksson skrifar 31. ágúst 2023 20:38 Haraldur Þorleifsson segist spenntur fyrir því að sýna börnunum sínum Ísland. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, athafnamaður og forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, vígði ramp númer átta hundruð á Egilsstöðum í dag. Hann segist hlakka til að geta sýnt börnunum sínum Ísland, það hafi ekki verið auðvelt áður en verkefnið hófst. „Ég á mjög fallegar minningar um að ferðast um landið með fjölskyldunni minni þegar ég var yngri,“ er haft eftir Haraldi í tilkynningu. Haraldur minnist þess til að mynda að upplifa langar sumarnætur í fallegri náttúru og fá sér pylsu í bæjarsjoppum landsins. „Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að börnin mín hafa ekki fengið þessar upplifanir,“ segir hann. „Við fjölskyldan höfum ekki getað ferðast um landið þar sem aðgengið hefur ekki verið nógu gott. Þúsundir aðrir einstaklingar og fjölskyldur eru í sömu stöðu. Mig hlakkar mikið til að byrja að sýna krökkunum fallega landið okkar.“ Frá vígslu átta hundraðasta rampsins á Egilsstöðum í dag.Aðsend „Ótrúlegur árangur“ Sem fyrr segir var átta hundraðasti rampurinn vígður á Egilsstöðum í dag. Ríkisstjórnin fundaði þar í dag og mætti á athöfnina að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræður. „Römpum upp Ísland er dæmi um þann kraft sem hægt er að framkalla með samstarfi allra aðila en 800 rampar eru auðvitað ótrúlegur árangur,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu. Átakið hafi ekki síður vakið fólk til meðvitundar um alla þá þröskulda sem finna má í samfélaginu. „Bæði áþreifanlega og óáþreifanlega, og hvernig við getum saman rutt þeim úr vegi til að tryggja jafnt aðgengi okkar allra.“ Fyrstu þúsund ramparnir á undan áætlun Verkefnið Römpum upp Ísland fór af stað árið 2022 með það að markmiði að bæta aðgengi um allt land. Upphaflega stóð til að byggja þúsund rampa á fjórum árum en nú stefnir í að fyrstu þúsund ramparnir verði kláraðir á næstu mánuðum. Sökum þess hve vel hefur gengið var ákveðið að hækka markmiðið um fimm hundruð rampa. Það var tilkynnt á blaðamannafundi í fyrra þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti stal senunni. Haraldur segir að lokum að það sé frábært að sjá móttökurnar við verkefninu eftir að það fór af stað. „Allt samfélagið hefur komið saman og það hefur skilað sér í þessum frábæra árangri.“ Félagsmál Múlaþing Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég á mjög fallegar minningar um að ferðast um landið með fjölskyldunni minni þegar ég var yngri,“ er haft eftir Haraldi í tilkynningu. Haraldur minnist þess til að mynda að upplifa langar sumarnætur í fallegri náttúru og fá sér pylsu í bæjarsjoppum landsins. „Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að börnin mín hafa ekki fengið þessar upplifanir,“ segir hann. „Við fjölskyldan höfum ekki getað ferðast um landið þar sem aðgengið hefur ekki verið nógu gott. Þúsundir aðrir einstaklingar og fjölskyldur eru í sömu stöðu. Mig hlakkar mikið til að byrja að sýna krökkunum fallega landið okkar.“ Frá vígslu átta hundraðasta rampsins á Egilsstöðum í dag.Aðsend „Ótrúlegur árangur“ Sem fyrr segir var átta hundraðasti rampurinn vígður á Egilsstöðum í dag. Ríkisstjórnin fundaði þar í dag og mætti á athöfnina að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræður. „Römpum upp Ísland er dæmi um þann kraft sem hægt er að framkalla með samstarfi allra aðila en 800 rampar eru auðvitað ótrúlegur árangur,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu. Átakið hafi ekki síður vakið fólk til meðvitundar um alla þá þröskulda sem finna má í samfélaginu. „Bæði áþreifanlega og óáþreifanlega, og hvernig við getum saman rutt þeim úr vegi til að tryggja jafnt aðgengi okkar allra.“ Fyrstu þúsund ramparnir á undan áætlun Verkefnið Römpum upp Ísland fór af stað árið 2022 með það að markmiði að bæta aðgengi um allt land. Upphaflega stóð til að byggja þúsund rampa á fjórum árum en nú stefnir í að fyrstu þúsund ramparnir verði kláraðir á næstu mánuðum. Sökum þess hve vel hefur gengið var ákveðið að hækka markmiðið um fimm hundruð rampa. Það var tilkynnt á blaðamannafundi í fyrra þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti stal senunni. Haraldur segir að lokum að það sé frábært að sjá móttökurnar við verkefninu eftir að það fór af stað. „Allt samfélagið hefur komið saman og það hefur skilað sér í þessum frábæra árangri.“
Félagsmál Múlaþing Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira