Sakar eiganda fasteignafélags um að reyna að kaupa greiða Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2023 09:12 Sigtún á nýja miðbæinn á Selfossi. Félagið keypti einnig Landsbankahúsið sem sést ofarlega á miðri myndinni. Vísir/Egill Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg sakar forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hefur eftir Tómasi Ellert Tómassyni, fyrrverandi bæjarfulltrúa Miðflokksins, að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ segir Tómas við Heimildina í dag. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Með fréttinni fylgir mynd sem Tómas tók af Leó við skjá sem sýnir glæru þar sem á stendur meðal annars: „Kosningabarátta skipulögð s.s. skoðanakönnun, fjölmiðlaumfjöllun, ráðgjöf og kostnaður. Sv. Árborg fellur frá kaupum“. Tómas birti mynd af glæruskjánum með grein sem birtist á Vísi í ágúst þar sem hann gagnrýndi launahækkanir æðstu stjórnenda sveitarfélagsins. Hann skýrði ekki hvað myndin sýndi eða tengsl hennar við efni greinarinnar. Glæran sem Tómas birti mynd af í skoðanagrein á Vísi í ágúst.Tómas Ellert Leó hafnaði því við Heimildina að hann hefði reynt að múta Tómasi. Hann hafi aldrei gert stjórnmálamanni eða frambjóðanda skilyrt tilboð af því tagi sem Tómas lýsir. Fram kemur í frétt Heimildarinnar að sveitarstjórnin hafi verið búin að hætta við að kaupa Landsbankahúsið daginn sem þeir Tómas og Leó funduðu en ákvöðunin hafi ekki verið gerð opinber. Leó fullyrti að hann hefði vitað af því á þessum tímapunkti. Tómas sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í morgun. Hann sagði Heimildinni að hann kysi að segja frá tilboði Leós nú til þess að vekja athygli á því hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni í íslenskum stjórnmálum. Árborg Stjórnsýsla Miðflokkurinn Landsbankinn Fasteignamarkaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Heimildin hefur eftir Tómasi Ellert Tómassyni, fyrrverandi bæjarfulltrúa Miðflokksins, að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ segir Tómas við Heimildina í dag. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Með fréttinni fylgir mynd sem Tómas tók af Leó við skjá sem sýnir glæru þar sem á stendur meðal annars: „Kosningabarátta skipulögð s.s. skoðanakönnun, fjölmiðlaumfjöllun, ráðgjöf og kostnaður. Sv. Árborg fellur frá kaupum“. Tómas birti mynd af glæruskjánum með grein sem birtist á Vísi í ágúst þar sem hann gagnrýndi launahækkanir æðstu stjórnenda sveitarfélagsins. Hann skýrði ekki hvað myndin sýndi eða tengsl hennar við efni greinarinnar. Glæran sem Tómas birti mynd af í skoðanagrein á Vísi í ágúst.Tómas Ellert Leó hafnaði því við Heimildina að hann hefði reynt að múta Tómasi. Hann hafi aldrei gert stjórnmálamanni eða frambjóðanda skilyrt tilboð af því tagi sem Tómas lýsir. Fram kemur í frétt Heimildarinnar að sveitarstjórnin hafi verið búin að hætta við að kaupa Landsbankahúsið daginn sem þeir Tómas og Leó funduðu en ákvöðunin hafi ekki verið gerð opinber. Leó fullyrti að hann hefði vitað af því á þessum tímapunkti. Tómas sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í morgun. Hann sagði Heimildinni að hann kysi að segja frá tilboði Leós nú til þess að vekja athygli á því hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni í íslenskum stjórnmálum.
Árborg Stjórnsýsla Miðflokkurinn Landsbankinn Fasteignamarkaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira