Egypski auðkýfingurinn Al Fayed látinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. september 2023 21:57 Mohammed al-Fayed. visir Egypski auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed, sem var meðal annars eigandi Harrods verslunarinnar og enska knattspyrnuliðslins Fulham FC, er látinn 94 ára að aldri. Al Fayed lætur lífið rétt rúmlega 26 árum eftir að sonur hans Dodi Fayed og Díana prinsessa fórust í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Fayed hélt því fram að dauði þeirra hafi verið skipulagður af bresku leyniþjónustunni. Fayed fæddist í Alexandríu árið 1929 og stofnaði ungur flutningafyrirtæki áður en hann tók að sér ráðgjöf fyrir soldán Brúnei. Á áttunda áratugnum flutti hann til Bretlands þar sem hann náði eftirtektaverðum árangri í viðskiptalífi Lundúna. Árið 1985 eignaðist hann deildaverslunina Harrods sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópuálfu. Eignarhaldinu hélt hann til ársins 2010 þegar eignarhaldsfélag á vegum katarska ríkisins keypti Harrods fyrir 1,5 milljarða punda eða sem svarar til rúmlega 280 milljarða króna. Þá eignaðist hann ásamt bróður sínum Ritz hótelið árið 1979. Árið 1997 keypti Fayed enska knattspyrnuliðið Fulham FC fyrir 6,25 milljónir sterlingspunda og bauð poppgoðsögninni Michael Jackson á leik á heimavelli liðsins Craven Cottage tveimur árum síðar. Heimsóknin vakti mikla athygli og í kjölfar andláts Jackson árið 2010 lét Fayed reisa styttu af goðsögninni fyrir utan heimavöll liðsins. Styttan vakti ekki beint lukku meðal stuðningsmanna og var tekin niður þegar milljarðaræringurinn Shahid Khan keypti félagið af Fayed árið 2013. Fayed hefur lengi verið áberandi í viðskiptalífi Bretlands en ævi hans var ekki laus við hneykslismál. Árið 1994 komst upp um mútugreiðslur Fayeds til breskra þingmanna sem höfðu þegið mútur gegn því að spyrja ákveðinna spurninga á breska þinginu. Leiddi hneykslismálið til afsagnar tveggja þingmanna. Eins og áður segir var Fayed faðir Dodi Fayed sem átti í ástarsambandi við Díönu prinsessu í nokkra mánuði áður en þau fórust bæði í bílslysinu fræga í París árið 1997. Fayed hélt því staðfastlega fram í kjölfar slyssins að það hafi átt sér stað með atbeina bresku leyniþjónustunnar. Því hefur verið hafnað af frönskum lögregluyfirvöldum. Hann dró sig úr sviðsljósinu síðustu ár ævi sinnar. „Hann naut sín í ellinni innan um ástvini sína. Fjölskyldan óskar þess að friðhelgi einkalífs þeirra sé virt,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Bretland Andlát Egyptaland Enski boltinn Tengdar fréttir Al Fayed: Hodgson notfærði sér félagið Mohamed Al Fayed, eigandi Fulham, segir að Roy Hodgson hafi nýtt sér félagið til að koma sér áfram í knattspyrnuheiminum. 4. ágúst 2010 10:15 Aldarfjórðungur frá dauða Díönu Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar. 31. ágúst 2022 09:28 Harrods rauf milljarðs punda múrinn í fyrra Hin þekkta stórverslun Harrods í London rauf milljarðs punda múrinn á síðasta ári. Veltan í versluninni fór yfir milljarð punda eða 187 milljarða kr. Þetta er mesta veltan hjá stakri verslun í Bretlandi í sögunni. 24. janúar 2011 10:13 Dauði Díönu var manndráp af gáleysi Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði hennar hafi verið morð af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri paparazzi ljósmyndara og einkabílstjóra hennar. 7. apríl 2008 15:50 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fayed fæddist í Alexandríu árið 1929 og stofnaði ungur flutningafyrirtæki áður en hann tók að sér ráðgjöf fyrir soldán Brúnei. Á áttunda áratugnum flutti hann til Bretlands þar sem hann náði eftirtektaverðum árangri í viðskiptalífi Lundúna. Árið 1985 eignaðist hann deildaverslunina Harrods sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópuálfu. Eignarhaldinu hélt hann til ársins 2010 þegar eignarhaldsfélag á vegum katarska ríkisins keypti Harrods fyrir 1,5 milljarða punda eða sem svarar til rúmlega 280 milljarða króna. Þá eignaðist hann ásamt bróður sínum Ritz hótelið árið 1979. Árið 1997 keypti Fayed enska knattspyrnuliðið Fulham FC fyrir 6,25 milljónir sterlingspunda og bauð poppgoðsögninni Michael Jackson á leik á heimavelli liðsins Craven Cottage tveimur árum síðar. Heimsóknin vakti mikla athygli og í kjölfar andláts Jackson árið 2010 lét Fayed reisa styttu af goðsögninni fyrir utan heimavöll liðsins. Styttan vakti ekki beint lukku meðal stuðningsmanna og var tekin niður þegar milljarðaræringurinn Shahid Khan keypti félagið af Fayed árið 2013. Fayed hefur lengi verið áberandi í viðskiptalífi Bretlands en ævi hans var ekki laus við hneykslismál. Árið 1994 komst upp um mútugreiðslur Fayeds til breskra þingmanna sem höfðu þegið mútur gegn því að spyrja ákveðinna spurninga á breska þinginu. Leiddi hneykslismálið til afsagnar tveggja þingmanna. Eins og áður segir var Fayed faðir Dodi Fayed sem átti í ástarsambandi við Díönu prinsessu í nokkra mánuði áður en þau fórust bæði í bílslysinu fræga í París árið 1997. Fayed hélt því staðfastlega fram í kjölfar slyssins að það hafi átt sér stað með atbeina bresku leyniþjónustunnar. Því hefur verið hafnað af frönskum lögregluyfirvöldum. Hann dró sig úr sviðsljósinu síðustu ár ævi sinnar. „Hann naut sín í ellinni innan um ástvini sína. Fjölskyldan óskar þess að friðhelgi einkalífs þeirra sé virt,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar.
Bretland Andlát Egyptaland Enski boltinn Tengdar fréttir Al Fayed: Hodgson notfærði sér félagið Mohamed Al Fayed, eigandi Fulham, segir að Roy Hodgson hafi nýtt sér félagið til að koma sér áfram í knattspyrnuheiminum. 4. ágúst 2010 10:15 Aldarfjórðungur frá dauða Díönu Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar. 31. ágúst 2022 09:28 Harrods rauf milljarðs punda múrinn í fyrra Hin þekkta stórverslun Harrods í London rauf milljarðs punda múrinn á síðasta ári. Veltan í versluninni fór yfir milljarð punda eða 187 milljarða kr. Þetta er mesta veltan hjá stakri verslun í Bretlandi í sögunni. 24. janúar 2011 10:13 Dauði Díönu var manndráp af gáleysi Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði hennar hafi verið morð af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri paparazzi ljósmyndara og einkabílstjóra hennar. 7. apríl 2008 15:50 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Al Fayed: Hodgson notfærði sér félagið Mohamed Al Fayed, eigandi Fulham, segir að Roy Hodgson hafi nýtt sér félagið til að koma sér áfram í knattspyrnuheiminum. 4. ágúst 2010 10:15
Aldarfjórðungur frá dauða Díönu Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar. 31. ágúst 2022 09:28
Harrods rauf milljarðs punda múrinn í fyrra Hin þekkta stórverslun Harrods í London rauf milljarðs punda múrinn á síðasta ári. Veltan í versluninni fór yfir milljarð punda eða 187 milljarða kr. Þetta er mesta veltan hjá stakri verslun í Bretlandi í sögunni. 24. janúar 2011 10:13
Dauði Díönu var manndráp af gáleysi Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði hennar hafi verið morð af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri paparazzi ljósmyndara og einkabílstjóra hennar. 7. apríl 2008 15:50