Sameiginleg ást okkar DiCaprio Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 2. september 2023 12:01 Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög. Íslendingar hafa lengi dregið fram lífið með því að nýta þessar auðlindir. Atvinnuréttindi við veiðar eru aukinheldur tryggð í stjórnarskrá. Þegar stjórnvöld hrófla við þessum stjórnarskrárvörðu réttindum þarf mikið að koma til. Meðalhófs þarf að gæta svo fótunum sé ekki kippt undan fólki og velsæld þjóðar í skiptum fyrir pólitíska skammtímahagsmuni. Hvalveiðar lúta meðal annars þessum skýru og sanngjörnu lögmálum. Nú hafa erlendar stórstjörnur stigið inn á sviðið í umræðu umliðinna vikna um þessar veiðar Íslendinga. Og það á að refsa Íslendingum. Okkur er sagt að við munum hafa verra af, ef við förum ekki að kröfum þeirra um að hætta hvalveiðum. Úti í hinum stóra heimi hefur nokkuð verið rætt og ritað um þátttöku þeirra frægu í baráttu fyrir hinum ýmsu málum, líkt og jafnréttis- og loftslagsmálum. Orð þeirra hafa vægi vegna þess mikla fylgis og velvildar sem þau hafa hjá almenningi. En baráttan hefur líka leitt aðrar og óheppilegri athafnir þeirra í ljós. Af handahófi má meðal annars nefna Leonadro DiCaprio, sem nú hótar Íslendingum vegna hvalveiða. Hann hefur í gegnum tíðina lagt mikilvæg lóð á vogarskálar í því að vekja fólk til umhugsunar um loftslagsbreytingar. Það er að sjálfsögðu vel. Mikilvægast af öllu hlýtur þó að vera að hugur fylgi máli þess sem berst svo ötullega fyrir tilteknum málstað. Þar hefur nefnilega misbrestur orðið á í tilviki DiCaprio. Þannig hefur hann ítrekað verið gagnrýndur fyrir mikla notkun á einkaflugvélum, auk þess að flatmaga mánuðum saman á lúxusnekkju sinni á siglingum um heimsins höf, allt með óhóflegri og ónauðsynlegri notkun á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur í erlendum miðlum verið kallað hræsni. En loftslagsmálin hafa ekki verið einu baráttumál DiCaprio. Hann hefur einnig barist ötullega fyrir virku lýðræði, ekki bara í heimalandi sínu Bandaríkjunum, heldur einnig nýverið í Brasilíu. Þar hefur hann hvatt fylgjendur sína til að nýta kosningarétt sinn og hafa þannig áhrif á framtíð sína. Það er virðingarvert að brenna fyrir grundvallarréttindum fólks. Ég vona innilega að DiCaprio haldi þeirri baráttu áfram að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og grundvallarreglur réttarríkis, ekki bara í heimalandi sínu heldur um allan heim – og það þrátt fyrir að hafa um stundarsakir gleymt þeirri baráttu gagnvart Íslendingum. Nú hef ég mikið dálæti á hæfileikum margra þeirra leikara sem hafa í hótunum við Íslendinga. En þetta leikrit hugnast mér ekki. Þrátt fyrir dálæti heimsins á þessu fólki, þá eru völd þeirra blessunarlega ekki þess háttar að þau víki til hliðar meginreglum lýðræðis og réttarríkis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Hvalveiðar Hollywood Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög. Íslendingar hafa lengi dregið fram lífið með því að nýta þessar auðlindir. Atvinnuréttindi við veiðar eru aukinheldur tryggð í stjórnarskrá. Þegar stjórnvöld hrófla við þessum stjórnarskrárvörðu réttindum þarf mikið að koma til. Meðalhófs þarf að gæta svo fótunum sé ekki kippt undan fólki og velsæld þjóðar í skiptum fyrir pólitíska skammtímahagsmuni. Hvalveiðar lúta meðal annars þessum skýru og sanngjörnu lögmálum. Nú hafa erlendar stórstjörnur stigið inn á sviðið í umræðu umliðinna vikna um þessar veiðar Íslendinga. Og það á að refsa Íslendingum. Okkur er sagt að við munum hafa verra af, ef við förum ekki að kröfum þeirra um að hætta hvalveiðum. Úti í hinum stóra heimi hefur nokkuð verið rætt og ritað um þátttöku þeirra frægu í baráttu fyrir hinum ýmsu málum, líkt og jafnréttis- og loftslagsmálum. Orð þeirra hafa vægi vegna þess mikla fylgis og velvildar sem þau hafa hjá almenningi. En baráttan hefur líka leitt aðrar og óheppilegri athafnir þeirra í ljós. Af handahófi má meðal annars nefna Leonadro DiCaprio, sem nú hótar Íslendingum vegna hvalveiða. Hann hefur í gegnum tíðina lagt mikilvæg lóð á vogarskálar í því að vekja fólk til umhugsunar um loftslagsbreytingar. Það er að sjálfsögðu vel. Mikilvægast af öllu hlýtur þó að vera að hugur fylgi máli þess sem berst svo ötullega fyrir tilteknum málstað. Þar hefur nefnilega misbrestur orðið á í tilviki DiCaprio. Þannig hefur hann ítrekað verið gagnrýndur fyrir mikla notkun á einkaflugvélum, auk þess að flatmaga mánuðum saman á lúxusnekkju sinni á siglingum um heimsins höf, allt með óhóflegri og ónauðsynlegri notkun á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur í erlendum miðlum verið kallað hræsni. En loftslagsmálin hafa ekki verið einu baráttumál DiCaprio. Hann hefur einnig barist ötullega fyrir virku lýðræði, ekki bara í heimalandi sínu Bandaríkjunum, heldur einnig nýverið í Brasilíu. Þar hefur hann hvatt fylgjendur sína til að nýta kosningarétt sinn og hafa þannig áhrif á framtíð sína. Það er virðingarvert að brenna fyrir grundvallarréttindum fólks. Ég vona innilega að DiCaprio haldi þeirri baráttu áfram að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og grundvallarreglur réttarríkis, ekki bara í heimalandi sínu heldur um allan heim – og það þrátt fyrir að hafa um stundarsakir gleymt þeirri baráttu gagnvart Íslendingum. Nú hef ég mikið dálæti á hæfileikum margra þeirra leikara sem hafa í hótunum við Íslendinga. En þetta leikrit hugnast mér ekki. Þrátt fyrir dálæti heimsins á þessu fólki, þá eru völd þeirra blessunarlega ekki þess háttar að þau víki til hliðar meginreglum lýðræðis og réttarríkis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar