Skógareldarnir á Tenerife í rénun Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. september 2023 15:08 Skógareldarnir á Tenerife hófust þann 16. ágúst en 9 dagar liðu áður en náðist að hemja þá. AP Skógareldarnir á Tenerife eru skæðustu skógareldar ársins á Spáni og þeir skæðustu á Kanaríeyjum í meira en 40 ár. Stjórnvöld á Tenerife hafa gefið út að slökkvilið hafi náð valdi á skógareldunum á norðanverðri eyjunni og að þeir muni ekki dreifast frekar. Enn loga þó eldar víða innan svæðisins. Skæðustu skógareldar ársins Þetta eru skæðustu skógareldar sumarsins á Spáni og þeir skæðustu á eyjunni í meira en 4 áratugi. Alls loguðu eldar á 14.700 hekturum lands, það eru 6% flatarmáls á Tenerife og samsvarar því að 25% flatarmáls í Madrid, höfuðborg Spánar hefði orðið eldi að bráð. Til að setja þetta í íslenskt samhengi, þá er þetta stærra svæði en allt flatarmál Akureyrar eða Kópavogs, og 70 sinnum stærra en Seltjarnarnes. Skemmdir á þriðjungi alls skóglendis Eldarnir hófust þann 16. ágúst og það liðu 9 dagar áður en náðist að hemja þá. Þá höfðu þeir skemmt 30% af öllu skóglendi Tenerife. Sérfræðingar segja að ein helsta ástæða þess að eldarnir breiddust svo hratt út, sé hin svokallaða Kanaríeyjafura sem sé eins og bensín fyrir eldinn. Til að bæta gráu ofan á svart þá springi könglar furunnar eins og poppmaís og hraði þar með útbreiðslu eldsins. Þá hefur lítið rignt á eyjunni, eins og reyndar alls staðar á Spáni og því breiddust eldarnir enn hraðar út en ella. Enginn mannskaði af völdum eldanna Þrátt fyrir gríðarlega eyðileggingu geta eyjaskeggjar engu að síður verið þakklátir örlaganornunum. Alls þurftu um 13.000 manns að yfirgefa heimili sín og 2.000 dýr voru flutt á brott. Engu að síður eyðilögðu eldarnir ekki eitt einasta hús og enginn mannskaði varð af völdum eldanna. Sérfræðingar segja að það taki náttúruna nokkra áratugi að ná sér að fullu, sem dæmi má nefna að í þjóðgarðinum í kringum eldfjallið Teide á miðri eyjunni urðu 18 plöntur sem eru í útrýmingarhættu fyrir miklum skemmdum. Sömuleiðis var skarð hoggið í um 25 fuglategundir á eyjunni og 5 til 6 leðurblökutegundir. Spánn Kanaríeyjar Gróðureldar Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Stjórnvöld á Tenerife hafa gefið út að slökkvilið hafi náð valdi á skógareldunum á norðanverðri eyjunni og að þeir muni ekki dreifast frekar. Enn loga þó eldar víða innan svæðisins. Skæðustu skógareldar ársins Þetta eru skæðustu skógareldar sumarsins á Spáni og þeir skæðustu á eyjunni í meira en 4 áratugi. Alls loguðu eldar á 14.700 hekturum lands, það eru 6% flatarmáls á Tenerife og samsvarar því að 25% flatarmáls í Madrid, höfuðborg Spánar hefði orðið eldi að bráð. Til að setja þetta í íslenskt samhengi, þá er þetta stærra svæði en allt flatarmál Akureyrar eða Kópavogs, og 70 sinnum stærra en Seltjarnarnes. Skemmdir á þriðjungi alls skóglendis Eldarnir hófust þann 16. ágúst og það liðu 9 dagar áður en náðist að hemja þá. Þá höfðu þeir skemmt 30% af öllu skóglendi Tenerife. Sérfræðingar segja að ein helsta ástæða þess að eldarnir breiddust svo hratt út, sé hin svokallaða Kanaríeyjafura sem sé eins og bensín fyrir eldinn. Til að bæta gráu ofan á svart þá springi könglar furunnar eins og poppmaís og hraði þar með útbreiðslu eldsins. Þá hefur lítið rignt á eyjunni, eins og reyndar alls staðar á Spáni og því breiddust eldarnir enn hraðar út en ella. Enginn mannskaði af völdum eldanna Þrátt fyrir gríðarlega eyðileggingu geta eyjaskeggjar engu að síður verið þakklátir örlaganornunum. Alls þurftu um 13.000 manns að yfirgefa heimili sín og 2.000 dýr voru flutt á brott. Engu að síður eyðilögðu eldarnir ekki eitt einasta hús og enginn mannskaði varð af völdum eldanna. Sérfræðingar segja að það taki náttúruna nokkra áratugi að ná sér að fullu, sem dæmi má nefna að í þjóðgarðinum í kringum eldfjallið Teide á miðri eyjunni urðu 18 plöntur sem eru í útrýmingarhættu fyrir miklum skemmdum. Sömuleiðis var skarð hoggið í um 25 fuglategundir á eyjunni og 5 til 6 leðurblökutegundir.
Spánn Kanaríeyjar Gróðureldar Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira