„Helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2023 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, vill ekki gera of miklar kröfur til nýs leikmanns liðsins – Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann þekkir þó gæði hans og er fullviss um að hann reynist liðinu vel. Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Hann samdi við Lyngby í vikunni og mun því endurvekja feril sinn. Freyr er afar ánægður að hafa fengið Gylfa Þór til danska liðsins en vill stilla væntingum í hóf vegna langrar pásu Gylfa frá fótboltavellinum. „Ég vil ekki setja neinar rosalegar væntingar á hann Gylfa annað en að við vitum hversu stórkostlegur fótboltamaður hann er. Hann hefur ekki gleymt því,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Hann þarf að fá að komast í takt aftur inn á vellinum, komast í leikform. Þegar við erum komnir þangað mun hann veita okkur gríðarleg gæði. Leikskilningur á allra hæsta stigi, hann getur klárað leiki upp á einsdæmi.“ „Það sem mér hefur alltaf fundist helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri. Það er eiginleiki sem ekki allir hafa. Hann nær því besta út úr liðsfélögum sínum og það mun lyfta liðinu gríðarlega.“ „Það er mjög erfitt að finna leikmenn sem geta klárað leiki upp á einsdæmi en það getur hann svo sannarlega. Það er ekki sú pressa sem ég set á hann en ég veit að það er þarna og það kemur á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr að endingu. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1. september 2023 10:01 Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31. ágúst 2023 14:37 Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31. ágúst 2023 14:19 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Hann samdi við Lyngby í vikunni og mun því endurvekja feril sinn. Freyr er afar ánægður að hafa fengið Gylfa Þór til danska liðsins en vill stilla væntingum í hóf vegna langrar pásu Gylfa frá fótboltavellinum. „Ég vil ekki setja neinar rosalegar væntingar á hann Gylfa annað en að við vitum hversu stórkostlegur fótboltamaður hann er. Hann hefur ekki gleymt því,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Hann þarf að fá að komast í takt aftur inn á vellinum, komast í leikform. Þegar við erum komnir þangað mun hann veita okkur gríðarleg gæði. Leikskilningur á allra hæsta stigi, hann getur klárað leiki upp á einsdæmi.“ „Það sem mér hefur alltaf fundist helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri. Það er eiginleiki sem ekki allir hafa. Hann nær því besta út úr liðsfélögum sínum og það mun lyfta liðinu gríðarlega.“ „Það er mjög erfitt að finna leikmenn sem geta klárað leiki upp á einsdæmi en það getur hann svo sannarlega. Það er ekki sú pressa sem ég set á hann en ég veit að það er þarna og það kemur á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr að endingu.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1. september 2023 10:01 Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31. ágúst 2023 14:37 Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31. ágúst 2023 14:19 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1. september 2023 10:01
Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31. ágúst 2023 14:37
Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31. ágúst 2023 14:19