Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2023 06:39 Myndir sem Vísir fékk sendar sýna mennina hátt uppi í möstrum skipanna. Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. Fréttastofa náði sambandi við slökkviliðið í morgun en var tjáð að verið væri að aðstoða lögreglu í ákveðnu verkefni og benti á hana. Ekki hefur náðst samband við lögreglu. Mótmælandi fylgist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sagði fyrir helgi að haldið yrði til veiða um leið og veður leyfði en eins og kunnugt er heimilaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra veiðarnar í síðustu viku. Paul Watson, sem hefur barist gegn hvalveiðum í áratugi, hefur hins vegar á sama tíma lýst því yfir að hann muni gera allt í sínu valdi til að stöðva veiðarnar. Unnið er að því að reyna að ná mönnunum úr möstrunum.Vísir/Vilhelm Uppfært: Slökkviliðið og lögregla eru farin af vettvangi en mótmælendurnir enn uppi í möstrunum. Fréttastofa hefur undir höndum yfirlýsingu sem virðist vera skrifuð af öðrum mótmælandanum. Samkvæmt sjónarvottum tók lögregla símann af honum þegar reynt var að ná honum niður. „Hinn 4. september 2023 kleif Anahita Babaei í hreiður mastursins á Hval 8 í friðsamlegum mótmælum til að koma í veg fyrir dráp á dýri í útrýmingarhættu; langreyð,“ segir í yfirlýsingunni en rétt er að geta þess að Babaei virðist vera í Hval 9. Þá segir að veiðarnar sé brot á bæði íslenskum og alþjóðlegum lögum. Vísað er til þeirrar niðurstöðu sérfræðinefndar að ekki sé hægt að standa mannúðlega að veiðunum og til þess að vinnuhópurinn sem var að störfum í sumar hafi ekki horft til niðurstöðu sérfræðingahópsins. Þær niðurstöður standi því óhaggaðar. View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) „Nærri 600 þúsund einstaklingar um allan heim hafa undirritað áskorun þar sem skorað er á Ísland að binda enda á hvalveiðar og yfir 80 einstaklingar í kvikmyndaiðnaðinum hafa heitið því að starfa ekki á Íslandi ef veiðarnar halda áfram,“ segir einnig. Heimurinn glími nú við loftslagsvanda og hvalirnir séu þáttur í því að mannkynið lifi af. Engar skynsamlegar ástæður liggi því til grundvallar að halda veiðunum áfram. Veiðar stundaðar í ágóðaskyni hafi stuðlað að því að tegundir séu nú í útrýmingarhættu. Babaei segir ákvörðun matvælaráðherra hryggilega og að ekkert annað sé í stöðunni en að grípa til þessara úrræða. Ljósmyndari Vísis er á vettvangi.Vísir/Vilhelm Tengd skjöl Climb_the_mast_2PDF52KBSækja skjal Hvalveiðar Hvalir Dýr Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Fréttastofa náði sambandi við slökkviliðið í morgun en var tjáð að verið væri að aðstoða lögreglu í ákveðnu verkefni og benti á hana. Ekki hefur náðst samband við lögreglu. Mótmælandi fylgist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sagði fyrir helgi að haldið yrði til veiða um leið og veður leyfði en eins og kunnugt er heimilaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra veiðarnar í síðustu viku. Paul Watson, sem hefur barist gegn hvalveiðum í áratugi, hefur hins vegar á sama tíma lýst því yfir að hann muni gera allt í sínu valdi til að stöðva veiðarnar. Unnið er að því að reyna að ná mönnunum úr möstrunum.Vísir/Vilhelm Uppfært: Slökkviliðið og lögregla eru farin af vettvangi en mótmælendurnir enn uppi í möstrunum. Fréttastofa hefur undir höndum yfirlýsingu sem virðist vera skrifuð af öðrum mótmælandanum. Samkvæmt sjónarvottum tók lögregla símann af honum þegar reynt var að ná honum niður. „Hinn 4. september 2023 kleif Anahita Babaei í hreiður mastursins á Hval 8 í friðsamlegum mótmælum til að koma í veg fyrir dráp á dýri í útrýmingarhættu; langreyð,“ segir í yfirlýsingunni en rétt er að geta þess að Babaei virðist vera í Hval 9. Þá segir að veiðarnar sé brot á bæði íslenskum og alþjóðlegum lögum. Vísað er til þeirrar niðurstöðu sérfræðinefndar að ekki sé hægt að standa mannúðlega að veiðunum og til þess að vinnuhópurinn sem var að störfum í sumar hafi ekki horft til niðurstöðu sérfræðingahópsins. Þær niðurstöður standi því óhaggaðar. View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) „Nærri 600 þúsund einstaklingar um allan heim hafa undirritað áskorun þar sem skorað er á Ísland að binda enda á hvalveiðar og yfir 80 einstaklingar í kvikmyndaiðnaðinum hafa heitið því að starfa ekki á Íslandi ef veiðarnar halda áfram,“ segir einnig. Heimurinn glími nú við loftslagsvanda og hvalirnir séu þáttur í því að mannkynið lifi af. Engar skynsamlegar ástæður liggi því til grundvallar að halda veiðunum áfram. Veiðar stundaðar í ágóðaskyni hafi stuðlað að því að tegundir séu nú í útrýmingarhættu. Babaei segir ákvörðun matvælaráðherra hryggilega og að ekkert annað sé í stöðunni en að grípa til þessara úrræða. Ljósmyndari Vísis er á vettvangi.Vísir/Vilhelm Tengd skjöl Climb_the_mast_2PDF52KBSækja skjal
Hvalveiðar Hvalir Dýr Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent