Verður fyrsta lota Borgarlínunnar banabiti hennar eða loka áfangi? Hilmar Þór Björnsson skrifar 5. september 2023 13:00 Frá fyrstu tíð hef ég verið 100% sammála því að rétt sé að ráðast í lagningu Borgarlínunnar sem fyrst. Þegar AR2010-2030 var gefið út fagnaði ég því vegna þess að þar var Borgarlínan og samgönguásinn lykilatriði sem batt höfuðborgina saman í línulega heild. Ég sá fyrir mér að línan yrði austur og vestur á Nesinu frá Eiðistorgi, framhjá HÍ um Miðbæ Reykjavíkur og inn Suðurlandsbraut að Keldum, þar sem nýr Landspítain hefði átt að rísa. Þannig samgönguás með Borgarlínu sem væri studd með öflugu strætó- göngu- og hjólastígakerfi og væri viðurkenning í verki á þeirri þróun sem átt sér stað í borgarskipulaginu siðastliðna öld. Þetta er auðveld framkvæmd sem mundi strax þjóna miklum fjölda fólks væri sjálfbær og vistvæn og hefði getað verið komið í gagnið í dag. Í framhaldinu yrði svo höfuðborgarsvæðið bundið saman með sama hætti með öðrum áfanga Borgarlínunnar sem gengi frá Borgartúni um Kringlumýrarbraut og framhjá Kringlunni, Borgarsjúkrahúsinu, 1400 metra hjóla- eða göngutúr um fallegt svæði til HR, í gegnum miðbæ Kópavogs og Garðabæjar og alla leið suður í Hafnarfjörð. Þessir tveir áfangar mynda heildstæða lausn Borgarlínukerfis alls höfuðborgarsvæðisins sem gæti staðið ein og sér og líklega þyrfti ekki meiri BL í langan tíma. Samgönguás sem gengi frá Borgrtúni eftir Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg er líka í samræmi við sögulega þróun höfuðborgarsvæðisins til suðurs frá stríðsárum. Þessar línur væri hægt reka með hagkvæmum hætti með góðri tíðni, 100 % í sérrými án málamiðlanna og forgang á umferðaljósum og snjallvæðingu umferðaljósa almennt. Þarna yrði skýr og augljós munur á strætókerfinu og Borgarlínunni. Þessi lausn yrði líklega vel tekið og af borgurunum og hvati til áframhaldandi þróun kerfisins upp í Mosfellsveit og víðar þegar fram líða stundir og ef þörf verður á. Í núverandi áætlun er svo ruglingsleg og óskýr að fáir skilja hana og er óhemju dýr. Rekstrarkostnaður liggur ekki fyrir. Ekki eru skýr mörk milli strætó og Borgarlínu. Borgarlínan er að verulegum hluta ætlað að ganga í blandaðri umferð samkvæmt áætlunum. Þessi fyrsta lota er svo illa rökstudd að líklegt er að hún verði banabiti allrar áætlunarinar, haldi menn fram sem horfir. Þetta segi ég vegna þess að í fyrstu lotu er kostnaður hvað mestur og hann þjónar ekki nægjanlega mörgum og er ekki heildstæð, heldur ófullburða áfangi. Ekki er ólíklegt að fyrsta lota kosti jafnmikið eða meira en sú hugmynd sem ég mæli hér með. Gert er ráð fyrir að fyrsta lota Borgarlínu verði um óbyggt svæði undir Öskjuhlíð, yfir rándýra Fossvogsbrú og í gegn um þrönga íbúðargötu í fullbyggðu, rótgrónu íbúðarhverfi, Borgarholtsbraut, að Hamraborg. Ég átta mig ekki á af hverju maður vill kosta svona miklu til þess að koma fólki Í Hamraborg. Hvað er svona mikilvægt þar og af hverju á Hamraborg að vera endastöð? Ef áætlanir Aðalskipulags Reykjavíkur ganga eftir og þjónusta, verslun, menntun og atvinnutækifæri verði dreift um borgarhlutana og inn í ibúðahverfin þá munu öflugir hverfiskjarnar myndast. Flest verður í göngufæri og ferðum með einkabíl mun fækka verulega. Það veit engin hvað framtiðin ber í skauti sér og því er óabyrgt að byrja á plani sem engin veit hvað kostar að reka og hvorki eru fjármunir né almenn sannfæring eða sátt um. Það er líklegt að í framtíðinni verði kynntar nýjar lausnir eins og sjálfkeyrandi deilibílar með 10-15 manns sem safar með hjálpsnjallsíma, farþegum saman sem eru á svipaðri leið og skapar þá samgöngunet í stað línu. Það þarf að endurskoða Samgöngusáttmálann og gera á honum róttækar breytingar, Höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínunni og almenningssamgöngum til heilla. Höfundur er arkitekt FAÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Björnsson Samgöngur Seltjarnarnes Reykjavík Borgarlína Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Frá fyrstu tíð hef ég verið 100% sammála því að rétt sé að ráðast í lagningu Borgarlínunnar sem fyrst. Þegar AR2010-2030 var gefið út fagnaði ég því vegna þess að þar var Borgarlínan og samgönguásinn lykilatriði sem batt höfuðborgina saman í línulega heild. Ég sá fyrir mér að línan yrði austur og vestur á Nesinu frá Eiðistorgi, framhjá HÍ um Miðbæ Reykjavíkur og inn Suðurlandsbraut að Keldum, þar sem nýr Landspítain hefði átt að rísa. Þannig samgönguás með Borgarlínu sem væri studd með öflugu strætó- göngu- og hjólastígakerfi og væri viðurkenning í verki á þeirri þróun sem átt sér stað í borgarskipulaginu siðastliðna öld. Þetta er auðveld framkvæmd sem mundi strax þjóna miklum fjölda fólks væri sjálfbær og vistvæn og hefði getað verið komið í gagnið í dag. Í framhaldinu yrði svo höfuðborgarsvæðið bundið saman með sama hætti með öðrum áfanga Borgarlínunnar sem gengi frá Borgartúni um Kringlumýrarbraut og framhjá Kringlunni, Borgarsjúkrahúsinu, 1400 metra hjóla- eða göngutúr um fallegt svæði til HR, í gegnum miðbæ Kópavogs og Garðabæjar og alla leið suður í Hafnarfjörð. Þessir tveir áfangar mynda heildstæða lausn Borgarlínukerfis alls höfuðborgarsvæðisins sem gæti staðið ein og sér og líklega þyrfti ekki meiri BL í langan tíma. Samgönguás sem gengi frá Borgrtúni eftir Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg er líka í samræmi við sögulega þróun höfuðborgarsvæðisins til suðurs frá stríðsárum. Þessar línur væri hægt reka með hagkvæmum hætti með góðri tíðni, 100 % í sérrými án málamiðlanna og forgang á umferðaljósum og snjallvæðingu umferðaljósa almennt. Þarna yrði skýr og augljós munur á strætókerfinu og Borgarlínunni. Þessi lausn yrði líklega vel tekið og af borgurunum og hvati til áframhaldandi þróun kerfisins upp í Mosfellsveit og víðar þegar fram líða stundir og ef þörf verður á. Í núverandi áætlun er svo ruglingsleg og óskýr að fáir skilja hana og er óhemju dýr. Rekstrarkostnaður liggur ekki fyrir. Ekki eru skýr mörk milli strætó og Borgarlínu. Borgarlínan er að verulegum hluta ætlað að ganga í blandaðri umferð samkvæmt áætlunum. Þessi fyrsta lota er svo illa rökstudd að líklegt er að hún verði banabiti allrar áætlunarinar, haldi menn fram sem horfir. Þetta segi ég vegna þess að í fyrstu lotu er kostnaður hvað mestur og hann þjónar ekki nægjanlega mörgum og er ekki heildstæð, heldur ófullburða áfangi. Ekki er ólíklegt að fyrsta lota kosti jafnmikið eða meira en sú hugmynd sem ég mæli hér með. Gert er ráð fyrir að fyrsta lota Borgarlínu verði um óbyggt svæði undir Öskjuhlíð, yfir rándýra Fossvogsbrú og í gegn um þrönga íbúðargötu í fullbyggðu, rótgrónu íbúðarhverfi, Borgarholtsbraut, að Hamraborg. Ég átta mig ekki á af hverju maður vill kosta svona miklu til þess að koma fólki Í Hamraborg. Hvað er svona mikilvægt þar og af hverju á Hamraborg að vera endastöð? Ef áætlanir Aðalskipulags Reykjavíkur ganga eftir og þjónusta, verslun, menntun og atvinnutækifæri verði dreift um borgarhlutana og inn í ibúðahverfin þá munu öflugir hverfiskjarnar myndast. Flest verður í göngufæri og ferðum með einkabíl mun fækka verulega. Það veit engin hvað framtiðin ber í skauti sér og því er óabyrgt að byrja á plani sem engin veit hvað kostar að reka og hvorki eru fjármunir né almenn sannfæring eða sátt um. Það er líklegt að í framtíðinni verði kynntar nýjar lausnir eins og sjálfkeyrandi deilibílar með 10-15 manns sem safar með hjálpsnjallsíma, farþegum saman sem eru á svipaðri leið og skapar þá samgöngunet í stað línu. Það þarf að endurskoða Samgöngusáttmálann og gera á honum róttækar breytingar, Höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínunni og almenningssamgöngum til heilla. Höfundur er arkitekt FAÍ.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar