Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2023 08:49 Carles Puigdemont (t.v.) og Yolanda Díaz, starfandi varaforsætisráðherra Spánar, (t.h.) þegar þau hittust í Brussel á mánudag. Hann vildi ekki útiloka að Katalónar gripu aftur til einhliða aðgerða í sjálfstæðisbaráttu sinni. Vísir/EPA Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. Pattstaða ríkis í spænskum stjórnmálum eftir þingkosningar í júlí. Hvorki hægri né vinstri blokkin náði að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi og því hafa þreyfingar um framhald á minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins og kosningabandalags vinstriflokka átt sér stað. Skili þær ekki árangri blasa við nýja kosningar, þær sjöttu frá 2015. Til þess að eiga möguleika á að endurnýja minnihlutastjórnina þurfa flokkarnir sem að henni standa að tryggja sér stuðning Saman fyrir Katalóníu, róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna. Leiðtogi hans er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem fór í útlegð eftir að hann stóð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hefði sagt hana ólöglega árið 2017. Landsstjórnin, þá undir stjórn íhaldsmanna, tók yfir stjórn Katalóníu eftir atkvæðagreiðsluna. Fjöldi sjálfstæðissinna var í kjölfarið sóttur til saka fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hlutu sumir leiðtogar þeirra þunga fangelsisdóma. Stjórn Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, hefur veitt sumum þeirra sakaruppgjöf til þess að reyna að lægja öldurnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki skilyrði fyrir viðræðum Ljóst var að Puigdemont ætlar að selja sig dýrt þegar hann hitti Yolöndu Díaz, leiðtoga vinstribandalagsins Sumar, í Brussel, þar sem hann er í útlegð, á mánudag. Skilyrði hans fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina er að öll dómsmál á hendur katalónskra sjálfstæðissinna verði felld niður og þeim veitt sakaruppgjöf. Þó að Puigdemont segði að það væri löglegt og lýðræðislegt að láta greiða atkvæði um sjálfstæði Katalóníu og það eina sem skorti væri pólitískur vilji gerði hann það ekki að skilyrði fyrir því að ræða við fulltrúa minnihlutastjórnarinnar. „Verið tilbúin fyrir kosningar en einnig fyrir samningaviðræður sem gætu endað með sögulegu samkomulag. Við höfum ekki haldið út öll þessi ár til þess eins að bjarga þinginu,“ sagði Puigdemont á blaðamannafundi í gær. Þrátt fyrir umleitanirnar í Brussel verður það Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi stærsta hægriflokksins Lýðflokksins, sem gerir fyrstu atlögu að því að mynda stjórn í atkvæðagreiðslu í þinginu 27. september. Möguleikar hans á því eru þó hverfandi þar sem Lýðflokkurinn vekur ekki máls á neinum málamiðlunum við aðskilnaðarsinna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Pattstaða ríkis í spænskum stjórnmálum eftir þingkosningar í júlí. Hvorki hægri né vinstri blokkin náði að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi og því hafa þreyfingar um framhald á minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins og kosningabandalags vinstriflokka átt sér stað. Skili þær ekki árangri blasa við nýja kosningar, þær sjöttu frá 2015. Til þess að eiga möguleika á að endurnýja minnihlutastjórnina þurfa flokkarnir sem að henni standa að tryggja sér stuðning Saman fyrir Katalóníu, róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna. Leiðtogi hans er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem fór í útlegð eftir að hann stóð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hefði sagt hana ólöglega árið 2017. Landsstjórnin, þá undir stjórn íhaldsmanna, tók yfir stjórn Katalóníu eftir atkvæðagreiðsluna. Fjöldi sjálfstæðissinna var í kjölfarið sóttur til saka fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hlutu sumir leiðtogar þeirra þunga fangelsisdóma. Stjórn Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, hefur veitt sumum þeirra sakaruppgjöf til þess að reyna að lægja öldurnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki skilyrði fyrir viðræðum Ljóst var að Puigdemont ætlar að selja sig dýrt þegar hann hitti Yolöndu Díaz, leiðtoga vinstribandalagsins Sumar, í Brussel, þar sem hann er í útlegð, á mánudag. Skilyrði hans fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina er að öll dómsmál á hendur katalónskra sjálfstæðissinna verði felld niður og þeim veitt sakaruppgjöf. Þó að Puigdemont segði að það væri löglegt og lýðræðislegt að láta greiða atkvæði um sjálfstæði Katalóníu og það eina sem skorti væri pólitískur vilji gerði hann það ekki að skilyrði fyrir því að ræða við fulltrúa minnihlutastjórnarinnar. „Verið tilbúin fyrir kosningar en einnig fyrir samningaviðræður sem gætu endað með sögulegu samkomulag. Við höfum ekki haldið út öll þessi ár til þess eins að bjarga þinginu,“ sagði Puigdemont á blaðamannafundi í gær. Þrátt fyrir umleitanirnar í Brussel verður það Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi stærsta hægriflokksins Lýðflokksins, sem gerir fyrstu atlögu að því að mynda stjórn í atkvæðagreiðslu í þinginu 27. september. Möguleikar hans á því eru þó hverfandi þar sem Lýðflokkurinn vekur ekki máls á neinum málamiðlunum við aðskilnaðarsinna, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent