Gjallgígur gægist undan ís á Hvannadalshnjúki Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2023 13:52 Svört rönd gengur skáhallt upp jökulinn frá því sem virðist vera forn gjallgígur á tindi Hvannadalshnjúks. Myndin var tekin 25. ágúst 2023. Vísir/RAX Forn gjallgígur virðist vera að koma í ljós eftir því sem snjór og ís hopa á toppi Hvannadalshnjúks. Jarðfræðingur telur að gígurinn hafi eflaust myndast löngu fyrir landnám. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, tók myndir af Hvannadalshnjúk úr lofti í síðasta mánuði. Á þeim sést mikill berghamar á austurhlið hnjúksins og snjóþekjan á toppi hnjúksins. Þegar myndirnar eru bornar saman við aðrar sem RAX tók af sama stað í ágúst árið 2016 sést hvernig snjórinn og ísinn á þessum hæsta tindi Íslands hefur minnkað nokkuð. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir breytingarnar á toppi jökulsins ekki sérlega miklar og að þær séu í samræmi við það sem vænta megi í ljósi hlýnunar loftslags á jörðinni. Austurhlið Hvannadalshjúks. Myndin vinstra megin var tekin 19. ágúst árið 2016 en sú hægra megin 25. ágúst í sumar.Vísir/RAX Honum sýnist þó gjallgígur koma í ljós undan snjónum þegar hann ber saman myndirnar sem voru teknar með sjö ára millibili. Gjall úr honum virðist ennfremur hafa dreifst yfir fönnina næst honum. „Ég held að það sé gjallgígur sem hefur verið þakinn snjó lengst af. Núna þegar hefur tekið af honum snjóinn meira en var fyrir sjö árum þá hafi farið að skafa gjallið úr þessum gíg og myndast svört rönd upp á jökulinn,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Gígurinn hefur eflaust verið þar frá örófi alda, eflaust frá því löngu fyrir landnám, að mati Odds. „Hann gæti hafa myndast í gosinu 1362 en það er ekkert sem bendir sérstaklega til að hann hafi myndast þá, en ekki eftir það,“ segir hann en leggur áherslu á að það séu aðeins ágiskanir. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem RAX tók af Hvannadalshnjúki í flugferð sinni á dögunum. Hvannadalshnjúkur. 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Svört rönd gengur skáhallt upp jökulinn frá því sem virðist vera forn gjallgígur á tindi Hvannadalshnjúks. Myndin var tekin 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Annað sjónarhorn á austurhamar Hvannadalshnjúks. Mynd tekin 25. ágúst 2013.Vísir/RAX Svona leit Hvannadalshnjúkur út þegar RAX myndaði hann 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX Nærmynd af því sem Oddur jöklafræðingur telur mögulega gjallgíg á Hvannadalshnjúk 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður RAX Loftslagsmál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, tók myndir af Hvannadalshnjúk úr lofti í síðasta mánuði. Á þeim sést mikill berghamar á austurhlið hnjúksins og snjóþekjan á toppi hnjúksins. Þegar myndirnar eru bornar saman við aðrar sem RAX tók af sama stað í ágúst árið 2016 sést hvernig snjórinn og ísinn á þessum hæsta tindi Íslands hefur minnkað nokkuð. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir breytingarnar á toppi jökulsins ekki sérlega miklar og að þær séu í samræmi við það sem vænta megi í ljósi hlýnunar loftslags á jörðinni. Austurhlið Hvannadalshjúks. Myndin vinstra megin var tekin 19. ágúst árið 2016 en sú hægra megin 25. ágúst í sumar.Vísir/RAX Honum sýnist þó gjallgígur koma í ljós undan snjónum þegar hann ber saman myndirnar sem voru teknar með sjö ára millibili. Gjall úr honum virðist ennfremur hafa dreifst yfir fönnina næst honum. „Ég held að það sé gjallgígur sem hefur verið þakinn snjó lengst af. Núna þegar hefur tekið af honum snjóinn meira en var fyrir sjö árum þá hafi farið að skafa gjallið úr þessum gíg og myndast svört rönd upp á jökulinn,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Gígurinn hefur eflaust verið þar frá örófi alda, eflaust frá því löngu fyrir landnám, að mati Odds. „Hann gæti hafa myndast í gosinu 1362 en það er ekkert sem bendir sérstaklega til að hann hafi myndast þá, en ekki eftir það,“ segir hann en leggur áherslu á að það séu aðeins ágiskanir. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem RAX tók af Hvannadalshnjúki í flugferð sinni á dögunum. Hvannadalshnjúkur. 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Svört rönd gengur skáhallt upp jökulinn frá því sem virðist vera forn gjallgígur á tindi Hvannadalshnjúks. Myndin var tekin 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Annað sjónarhorn á austurhamar Hvannadalshnjúks. Mynd tekin 25. ágúst 2013.Vísir/RAX Svona leit Hvannadalshnjúkur út þegar RAX myndaði hann 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX Nærmynd af því sem Oddur jöklafræðingur telur mögulega gjallgíg á Hvannadalshnjúk 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX
Hvannadalshnjúkur Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður RAX Loftslagsmál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira