Bosnía setur lykilleikmann í bann fyrir leikinn gegn Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 6. september 2023 19:31 Anel Ahmedhodzic í baráttunn við Erling Haaland í leik Sheffield United og Manchester City á dögunum. Vísir/Getty Landslið Bosníu og Hersegóvínu verður án lykilleikmanns í landsleiknum gegn Íslandi í næstu viku. Knattspyrnusamband landsins hefur sett leikmanninn í bann og trúir ekki útskýringum hans um meiðsli. Ísland og Bosnía og Hersegóvína mætast á Laugardalsvelli á mánudaginn kemur. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári en Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda í leiknum eftir misjafnt gengi í riðlinum til þessa. Liðin mættust í Bosníu í mars þar sem heimamenn fóru með 3-0 sigur af hólmi. Síðan þá er búið að skipta um landsliðsþjálfara hjá íslenska liðinu og Åge Hareide tekinn við af Arnari Þór Viðarssyni. Bosnía og Hersegóvína verður hins vegar án lykilmanns síns í leiknum á Laugardalsvelli. Anel Ahmedhodzic, sem leikur sem miðvörður með Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið settur í bann af eigin knattspyrnusambandi. Ahmedhodzic boðaði forföll þegar hann var valinn í landsliðshópinn fyrir leiki Bosníu og Hersegóvinu fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Lichtenstein. Hann lék níutíu mínútur með Sheffield United gegn Everton á laugardag og en boðaði forföll í kjölfarið vegna meiðsla. Trúa ekki meiðslasögunni Knattspyrnusambandið fékk skýrslu vegna meiðslanna frá Sheffield United þar sem fram kom að meiðslin væru ekki alvarleg. Sambandið tók í kjölfarið ákvörðun um að setja Ahmedhodzic í bann. „Enginn leikmaður getur skorast undan þeirri ábyrgð að mæta þegar landsliðið hittist, nema við sérstakar aðstæður eða vegna meiðsla. Þar sem þessi meiðsli eru ekki það alvarleg að þau hindra hann í að taka þátt með landsliðinu höfum við ákveðið að setja hann í bann og hefur rannsókn á málinu verið sett í gang,“ skrifar knattspyrnusamband Bosníu og Hersegóvínu. Í yfirlýsingu sambandsins kemur einnig fram að reynt hafi verið að ná sambandi við Ahmedhodzic án árangurs. Ahmedhodzic gekk til liðs við Sheffield United frá sænska liðinu Malmö FF árið 2022 en hann er uppalinn hjá sænska liðinu. Hann lék allan fyrri leik Íslands og Bosníu og Hersegóvinu í mars og hefur verið lykilmaður í vörn liðsins síðustu mánuðina. Landslið karla í fótbolta Bosnía og Hersegóvína EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Ísland og Bosnía og Hersegóvína mætast á Laugardalsvelli á mánudaginn kemur. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári en Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda í leiknum eftir misjafnt gengi í riðlinum til þessa. Liðin mættust í Bosníu í mars þar sem heimamenn fóru með 3-0 sigur af hólmi. Síðan þá er búið að skipta um landsliðsþjálfara hjá íslenska liðinu og Åge Hareide tekinn við af Arnari Þór Viðarssyni. Bosnía og Hersegóvína verður hins vegar án lykilmanns síns í leiknum á Laugardalsvelli. Anel Ahmedhodzic, sem leikur sem miðvörður með Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið settur í bann af eigin knattspyrnusambandi. Ahmedhodzic boðaði forföll þegar hann var valinn í landsliðshópinn fyrir leiki Bosníu og Hersegóvinu fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Lichtenstein. Hann lék níutíu mínútur með Sheffield United gegn Everton á laugardag og en boðaði forföll í kjölfarið vegna meiðsla. Trúa ekki meiðslasögunni Knattspyrnusambandið fékk skýrslu vegna meiðslanna frá Sheffield United þar sem fram kom að meiðslin væru ekki alvarleg. Sambandið tók í kjölfarið ákvörðun um að setja Ahmedhodzic í bann. „Enginn leikmaður getur skorast undan þeirri ábyrgð að mæta þegar landsliðið hittist, nema við sérstakar aðstæður eða vegna meiðsla. Þar sem þessi meiðsli eru ekki það alvarleg að þau hindra hann í að taka þátt með landsliðinu höfum við ákveðið að setja hann í bann og hefur rannsókn á málinu verið sett í gang,“ skrifar knattspyrnusamband Bosníu og Hersegóvínu. Í yfirlýsingu sambandsins kemur einnig fram að reynt hafi verið að ná sambandi við Ahmedhodzic án árangurs. Ahmedhodzic gekk til liðs við Sheffield United frá sænska liðinu Malmö FF árið 2022 en hann er uppalinn hjá sænska liðinu. Hann lék allan fyrri leik Íslands og Bosníu og Hersegóvinu í mars og hefur verið lykilmaður í vörn liðsins síðustu mánuðina.
Landslið karla í fótbolta Bosnía og Hersegóvína EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira