Við förum einnig yfir nýjar vendingar í stóra samráðsmálinu. IKEA og Innnes bætast í hóp stórra fyrirtækja sem skoða nú möguleikann á skaðabótum vegna samráðs Samskipa og Eimskipa. Forstjóri Innness segir skipafélögin tvö rúin trausti.
Þá sýnum við frá fjölmennum mótmælum nemenda Menntaskólans á Akureyri í dag. Nemendurnir gengu fylktu liði niður að Ráðhústorgi bæjarins og mótmæltu fyrirhugaðri sameiningu MA og VMA. Hart var sótt að menntamálaráðherra vegna málsins.
Stígur sem verður til milli Sólvallagötu og Hringbrautar, verður kenndur við skáldið Elísabetu Jökulsdóttur. Elísabet sjálf hafði safnað rúmlega þúsund undirskriftum til stuðnings þessu, sem hún afhenti oddvita Framsóknarflokksins í borginni í morgun. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.