Nýr þjóðarleikvangur Guðni Bergsson skrifar 7. september 2023 10:31 Í tilefni umræðu undanfarinna daga, um aðsteðjandi vanda bæði félags- og landsliða okkar við að leika fótbolta hérlendis að vetri til ,langaði mig til þess að fara yfir málið sem stendur mér nærri. Nú stefnir í að bæði karla- og kvennalandslið okkar í fótbolta þurfi að leika heimaleiki okkar erlendis að vetri til. Þessi staðreynd ásamt því að við getum ekki hafið riðlakeppni eða lokið henni á okkar heimavelli eða spilað umspilsleiki um vetur skerðir verulega möguleika okkar á að komast á stórmót. Enn fremur er líklegt að félagslið okkar í Evrópukeppni í framtíðinni verði að leika einhverja heimaleiki í riðlakeppni félagsliða á erlendum vettvangi. Við eigum einfaldlega ekki boðlegan eða nýtanlegan heimavöll að vetri til og engin áform virðast vera um byggingu slíks þjóðarleikvangs. Þetta er nú staðan þrátt fyrir að markviss undirbúningur, kostnaðar- og þarfagreiningar á byggingu og rekstri nýs þjóðarleikvangs hafi staðið yfir í rúmlega 7 ár, með fjórum ítarlegum skýrslum og aðkomu fremstu alþjóðlegra sérfræðinga m.a. ásamt kostnaði upp á annað hundrað milljónir króna. Vorið 2018 þegar stutt var í að karlalandsliðið okkar færi á HM í Rússlandi var skýrsla starfshóps ,sem skipaður var af Reykjavíkurborg , ríki og KSÍ ,gefin út og kynningarfundur haldinn með pompi og prakt með sérstakri yfirlýsingu Reykjavíkurborgar og ríkisins en þar var m.a. tilkynnt: „Undirbúningur um byggingu þjóðarleikvangs verður hafinn og stefnt er að þeirri vinnu verði lokið og útboð fari fram um byggingu vallarins í árslok 2018“ Við þetta hefur því miður ekki verið staðið af stjórnvöldum. Félagið ,Þjóðarleikvangur ehf., var stofnað sérstaklega til undirbúnings byggingu þjóðarleikvangs en hér erum við nú rúmum fimm árum síðar með nýútgefna fjórðu skýrslu undir stól einhvers staðar og útboðið enn ekki í sjónmáli. En hvers vegna þurfum við nýjan þjóðarleikvang og hver eru helstu rökin fyrir byggingu hans? Veigamikil rök fyrir byggingu Þjóðarleikvangs: Laugardalsvöllur er að upplagi 65 ára gamall og uppfyllir engan veginn nútímakröfur, enda hefur hann verið um langt árabil á margþættri undanþágu hjá UEFA. Nýr Þjóðarleikvangur myndi stórbæta alla aðstöðu fyrir leikmenn sem og áhorfendur. Við getum ekki , eins og áður segir, leikið landsleiki okkar á heimavelli í byrjun eða upphafi riðlakeppna sem skerðir okkar möguleika að ná árangri og komast í úrslitakeppni stórmóta. Við gætum líka neyðst til að spila heimaleiki og mikilvæga umspilsleiki um sæti á stórmótum í mars og nóvember erlendis á næstu árum. Nýr Þjóðarleikvangur myndi í því tilliti hjálpa okkur að ná árangri og komast inn á stórmót með því að geta spilað á vellinum árið um kring. Þjóðarleikvangur myndi nýtast félagsliðum í Evrópukeppni að vetrarlagi og einnig hjálpa til við lengingu keppnistímabilsins og með bikarúrslitaleiki í lok tímabils AFL Skýrsla 2020 (skýrsla nr.3) Búast má við 40% aukinni aðsókn skv. reynslu erlendis frá með nýjum þjóðarleikvangi og með því auknum stuðningi áhorfenda „New Stadium Effect“ – AFL Skýrsla 2020 Ríkisvaldið fengi til baka 55% af byggingarkostnaði í formi skatta og gjalda vegna framkvæmdarinnar... AFL Skýrsla 2020 Virðisauki samfélagsins eða þjóðhagslegur ábati (Gross Value Added-GVA) með nýjum þjóðarleikvangi var áætlaður 1,1 milljarður kr. á ári.í AFL Skýrsla 2020 Möguleiki að halda hér 25.000+ manna stórtónleika hér á landi allt árið um kring. Væri ekki frábært fyrir okkur sem samfélag að fá alla vinsælustu tónlistarmenn veraldar reglulega hingað til lands með stórtónleika sem einungis geta rúmast á stórum leikvangi. AFL Skýrsla 2020 Verðmæt markaðsáhrif góðs árangurs : Þetta er mikilvæg staðreynd sem við eigum að horfa til. Brooklyn Brothers, bandarísk markaðsstofa, gerðu úttekt á því fyrir Íslandsstofu hvers virði góður árangur karlalandsliðsins á EM 2016 hefði verið varðandi fjölmiðlaumfjöllun og aukins áhuga í leitarvélum á Íslandi. Var landkynningin metin á 20 milljarða kr. AFL skýrsla 2020 Umfjöllunin og umferð á leitarvélum um Ísland var enn meiri á HM 2018 og má því færa rök fyrir því að árangur karlaliðsins hafi skilað amk. 40 milljarða kr. virði í landkynningu. Til samanburðar var netumferðin (Google leit) um Ísland í kringum þessar tvær keppnir samtals helmingi meiri (50%) en vegna Eyjafjallagossins árið 2010. Hvað gerist næst? Að þessu sögðu þurfum við ekki að fara að standa við gefin fyrirheit og horfa til framtíðar? Nóg er búið að rýna þetta og velta þessu fyrir sér og við erum svo sannarlega áratugum á eftir öðrum Evrópuþjóðum í þessum efnum sem er okkur til vansa. Við erum með einn allra lélegasta þjóðarleikvang í Evrópu í dag með tilliti til aðstöðu og notagildis. Þetta er innviðaverkefni sem að eðlilegt að fara í sem samfélag á 50-60 ára fresti og eigum við að horfa til þess þegar við metum fjárfestinguna að hún verður okkur til heilla í áratugi. Afreksíþróttirnar eru órjúfanlegur hluti grasrótarstarfsins og mikil hvatning fyrir yngri iðkendur íþrótta. Almenn íþróttaiðkun er samtvinnuð góðri lýðheilsu sem er okkur svo mikilvæg og þá ekki síst okkar yngri kynslóðum og skapar raunverulega hagsæld fyrir þjóðfelagið í heild sinni. Íþróttalífið er ein órjúfanleg heild og við verðum að hlúa bæði að grasrótar- og afreksstarfinu ef það á að blómstra og þegar kemur að stuðningi og uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Við getum ekki ætlast til þess að ná góðum árangri í íþróttum ef við viljum ekki kosta nægu til. Tökum okkur nú loks taki í þessum málum og gerum þetta í sameiningu. Ég skora á stjórnvöld ,bæði ríkisvaldið og Reykjavíkurborg að fara að standa undir nafni og taka ákvörðun um byggingu nýs þjóðarleikvangs. Byggjum þjóðarleikvang sem sómi er að og mun hjálpa okkur að ná árangri í framtíðinni og með því stuðlað áfram að öflugu íþróttalífi sem við getum verið stolt af. Áfram Ísland! Höfundur er lögmaður og fv. formaður KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýr þjóðarleikvangur KSÍ Fótbolti Laugardalsvöllur Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni umræðu undanfarinna daga, um aðsteðjandi vanda bæði félags- og landsliða okkar við að leika fótbolta hérlendis að vetri til ,langaði mig til þess að fara yfir málið sem stendur mér nærri. Nú stefnir í að bæði karla- og kvennalandslið okkar í fótbolta þurfi að leika heimaleiki okkar erlendis að vetri til. Þessi staðreynd ásamt því að við getum ekki hafið riðlakeppni eða lokið henni á okkar heimavelli eða spilað umspilsleiki um vetur skerðir verulega möguleika okkar á að komast á stórmót. Enn fremur er líklegt að félagslið okkar í Evrópukeppni í framtíðinni verði að leika einhverja heimaleiki í riðlakeppni félagsliða á erlendum vettvangi. Við eigum einfaldlega ekki boðlegan eða nýtanlegan heimavöll að vetri til og engin áform virðast vera um byggingu slíks þjóðarleikvangs. Þetta er nú staðan þrátt fyrir að markviss undirbúningur, kostnaðar- og þarfagreiningar á byggingu og rekstri nýs þjóðarleikvangs hafi staðið yfir í rúmlega 7 ár, með fjórum ítarlegum skýrslum og aðkomu fremstu alþjóðlegra sérfræðinga m.a. ásamt kostnaði upp á annað hundrað milljónir króna. Vorið 2018 þegar stutt var í að karlalandsliðið okkar færi á HM í Rússlandi var skýrsla starfshóps ,sem skipaður var af Reykjavíkurborg , ríki og KSÍ ,gefin út og kynningarfundur haldinn með pompi og prakt með sérstakri yfirlýsingu Reykjavíkurborgar og ríkisins en þar var m.a. tilkynnt: „Undirbúningur um byggingu þjóðarleikvangs verður hafinn og stefnt er að þeirri vinnu verði lokið og útboð fari fram um byggingu vallarins í árslok 2018“ Við þetta hefur því miður ekki verið staðið af stjórnvöldum. Félagið ,Þjóðarleikvangur ehf., var stofnað sérstaklega til undirbúnings byggingu þjóðarleikvangs en hér erum við nú rúmum fimm árum síðar með nýútgefna fjórðu skýrslu undir stól einhvers staðar og útboðið enn ekki í sjónmáli. En hvers vegna þurfum við nýjan þjóðarleikvang og hver eru helstu rökin fyrir byggingu hans? Veigamikil rök fyrir byggingu Þjóðarleikvangs: Laugardalsvöllur er að upplagi 65 ára gamall og uppfyllir engan veginn nútímakröfur, enda hefur hann verið um langt árabil á margþættri undanþágu hjá UEFA. Nýr Þjóðarleikvangur myndi stórbæta alla aðstöðu fyrir leikmenn sem og áhorfendur. Við getum ekki , eins og áður segir, leikið landsleiki okkar á heimavelli í byrjun eða upphafi riðlakeppna sem skerðir okkar möguleika að ná árangri og komast í úrslitakeppni stórmóta. Við gætum líka neyðst til að spila heimaleiki og mikilvæga umspilsleiki um sæti á stórmótum í mars og nóvember erlendis á næstu árum. Nýr Þjóðarleikvangur myndi í því tilliti hjálpa okkur að ná árangri og komast inn á stórmót með því að geta spilað á vellinum árið um kring. Þjóðarleikvangur myndi nýtast félagsliðum í Evrópukeppni að vetrarlagi og einnig hjálpa til við lengingu keppnistímabilsins og með bikarúrslitaleiki í lok tímabils AFL Skýrsla 2020 (skýrsla nr.3) Búast má við 40% aukinni aðsókn skv. reynslu erlendis frá með nýjum þjóðarleikvangi og með því auknum stuðningi áhorfenda „New Stadium Effect“ – AFL Skýrsla 2020 Ríkisvaldið fengi til baka 55% af byggingarkostnaði í formi skatta og gjalda vegna framkvæmdarinnar... AFL Skýrsla 2020 Virðisauki samfélagsins eða þjóðhagslegur ábati (Gross Value Added-GVA) með nýjum þjóðarleikvangi var áætlaður 1,1 milljarður kr. á ári.í AFL Skýrsla 2020 Möguleiki að halda hér 25.000+ manna stórtónleika hér á landi allt árið um kring. Væri ekki frábært fyrir okkur sem samfélag að fá alla vinsælustu tónlistarmenn veraldar reglulega hingað til lands með stórtónleika sem einungis geta rúmast á stórum leikvangi. AFL Skýrsla 2020 Verðmæt markaðsáhrif góðs árangurs : Þetta er mikilvæg staðreynd sem við eigum að horfa til. Brooklyn Brothers, bandarísk markaðsstofa, gerðu úttekt á því fyrir Íslandsstofu hvers virði góður árangur karlalandsliðsins á EM 2016 hefði verið varðandi fjölmiðlaumfjöllun og aukins áhuga í leitarvélum á Íslandi. Var landkynningin metin á 20 milljarða kr. AFL skýrsla 2020 Umfjöllunin og umferð á leitarvélum um Ísland var enn meiri á HM 2018 og má því færa rök fyrir því að árangur karlaliðsins hafi skilað amk. 40 milljarða kr. virði í landkynningu. Til samanburðar var netumferðin (Google leit) um Ísland í kringum þessar tvær keppnir samtals helmingi meiri (50%) en vegna Eyjafjallagossins árið 2010. Hvað gerist næst? Að þessu sögðu þurfum við ekki að fara að standa við gefin fyrirheit og horfa til framtíðar? Nóg er búið að rýna þetta og velta þessu fyrir sér og við erum svo sannarlega áratugum á eftir öðrum Evrópuþjóðum í þessum efnum sem er okkur til vansa. Við erum með einn allra lélegasta þjóðarleikvang í Evrópu í dag með tilliti til aðstöðu og notagildis. Þetta er innviðaverkefni sem að eðlilegt að fara í sem samfélag á 50-60 ára fresti og eigum við að horfa til þess þegar við metum fjárfestinguna að hún verður okkur til heilla í áratugi. Afreksíþróttirnar eru órjúfanlegur hluti grasrótarstarfsins og mikil hvatning fyrir yngri iðkendur íþrótta. Almenn íþróttaiðkun er samtvinnuð góðri lýðheilsu sem er okkur svo mikilvæg og þá ekki síst okkar yngri kynslóðum og skapar raunverulega hagsæld fyrir þjóðfelagið í heild sinni. Íþróttalífið er ein órjúfanleg heild og við verðum að hlúa bæði að grasrótar- og afreksstarfinu ef það á að blómstra og þegar kemur að stuðningi og uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Við getum ekki ætlast til þess að ná góðum árangri í íþróttum ef við viljum ekki kosta nægu til. Tökum okkur nú loks taki í þessum málum og gerum þetta í sameiningu. Ég skora á stjórnvöld ,bæði ríkisvaldið og Reykjavíkurborg að fara að standa undir nafni og taka ákvörðun um byggingu nýs þjóðarleikvangs. Byggjum þjóðarleikvang sem sómi er að og mun hjálpa okkur að ná árangri í framtíðinni og með því stuðlað áfram að öflugu íþróttalífi sem við getum verið stolt af. Áfram Ísland! Höfundur er lögmaður og fv. formaður KSÍ.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun