„Risastór“ skemmtiferðaskipadagur í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2023 12:05 Þéttsetinn Skarfabakki í morgun. Alls eru fimm skemmtiferðaskip í borginni í dag. Vísir/Arnar Fimm skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavík og dagurinn einn sá allra stærsti á vertíðinni, að sögn hafnarstjóra. Hann telur að um tíu þúsund manns gætu streymt inn í borgina úr skipunum í dag. Skemmtiferðaskipin við Skarfabakka eru orðin nær órjúfanlegur hluti borgarlandslagsins yfir sumarmánuðina, þar sem þau gnæfa tröllvaxin og reykspúandi yfir lágreista byggðina. Og nú er sumarið ekki eitt undir - vertíðin er sífellt að lengjast, að sögn Gunnars Tryggvasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. „Þetta hjálpar okkur að dreifa álaginu, að fá traffík inn á axlirnar svokölluðu, apríl og september, en við höfum líka önnur sjónarmið sem valda því að þetta dragist of lengi inn í haustið. Það eru öryggissjónarmið vegna veðurs og vinda. Það hefur gerst að undanförnu að það hefur teygst á vertíðinni. Við höfum verið að fá þetta meira inn í septembermánuð,“ segir Gunnar. Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.Vísir/Arnar Og í dag, 7. september, er örtröð. Þrjú skemmtiferðaskip liggja niðri við Skarfabakka, fjórða er úti á akkeri að bíða eftir að pláss losni og hið fimmta við Miðbakka niðri í bæ. Gunnar segir að stærstu skemmtiferðaskipadagana beri oftast upp í júlímánuði. „Við beitum ýmsum ráðum til að jafna þetta sem mest en stundum hafa komið [stærri] dagar. Ég man ekki hvort það hafi komið sex skip í sumar. Það getur þó hafa verið, en ef ekki væri þessi dagur í dag þá væntanlega sá stærsti,“ segir Gunnar. Hann er ekki með það nákvæmlega á takteinunum hversu margir farþegar koma með skipunum í dag en það séu væntanlega ansi margir. „En ef þetta eru fimm skip og meðaltalið er svona tvö þúsund manns per skip, þá geta þetta verið um tíu þúsund manns sem eru að koma inn í borgina með þessum hætti, á svona risastórum dögum.“ Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Skemmtiferðaskipin við Skarfabakka eru orðin nær órjúfanlegur hluti borgarlandslagsins yfir sumarmánuðina, þar sem þau gnæfa tröllvaxin og reykspúandi yfir lágreista byggðina. Og nú er sumarið ekki eitt undir - vertíðin er sífellt að lengjast, að sögn Gunnars Tryggvasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. „Þetta hjálpar okkur að dreifa álaginu, að fá traffík inn á axlirnar svokölluðu, apríl og september, en við höfum líka önnur sjónarmið sem valda því að þetta dragist of lengi inn í haustið. Það eru öryggissjónarmið vegna veðurs og vinda. Það hefur gerst að undanförnu að það hefur teygst á vertíðinni. Við höfum verið að fá þetta meira inn í septembermánuð,“ segir Gunnar. Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.Vísir/Arnar Og í dag, 7. september, er örtröð. Þrjú skemmtiferðaskip liggja niðri við Skarfabakka, fjórða er úti á akkeri að bíða eftir að pláss losni og hið fimmta við Miðbakka niðri í bæ. Gunnar segir að stærstu skemmtiferðaskipadagana beri oftast upp í júlímánuði. „Við beitum ýmsum ráðum til að jafna þetta sem mest en stundum hafa komið [stærri] dagar. Ég man ekki hvort það hafi komið sex skip í sumar. Það getur þó hafa verið, en ef ekki væri þessi dagur í dag þá væntanlega sá stærsti,“ segir Gunnar. Hann er ekki með það nákvæmlega á takteinunum hversu margir farþegar koma með skipunum í dag en það séu væntanlega ansi margir. „En ef þetta eru fimm skip og meðaltalið er svona tvö þúsund manns per skip, þá geta þetta verið um tíu þúsund manns sem eru að koma inn í borgina með þessum hætti, á svona risastórum dögum.“
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira