Perlan fer á sölu Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 13:39 Perlan er föl. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. Í fréttatilkynningu um ákvörðunina segir að Hitaveita Reykjavíkur hafi byggt Perluna og hún opnuð árið 1991. Reykjavíkurborg hafi keypt Perluna árið 2013 og síðar tvo vatnstanka af Orkuveitu Reykjavíkur. Á þeim tíma sem kaupin fóru fram hafi rekstur hússins ekki staðið undir sér og tekjur rétt nægjanlegar fyrir fasteignagjöldum og lóðarleigu. Sneri rekstrinum við Á þeim tíu árum sem liðin eru frá kaupum borgarinnar á Perlunni hafi orðið algjör viðsnúningur á rekstrinum og tekjur standi vel undir kostnaði. Húsnæðið hafi verið auglýst til leigu og núverandi leigutaki sé Perla norðursins ehf., sem hafi þróað hana sem áhugaverðan áfangastað í Reykjavík. Perlan hafi síðustu ár tekið miklum breytingum og hýsi núna sýningar auk veitingastaða. Perlan sé einn af aðaláfangastöðum ferðamanna í borginni, og frá útsýnispallinum sé magnað útsýni yfir höfuðborgarsvæðið og fjallahringinn. Í Perlunni sé fjöldi sýninga, þar á meðal íshellir, stjörnuver og gagnvirkar sýningar um íslenska náttúru og menningu. Þessar eignir bjóði upp á aukin tækifæri og möguleika til áframhaldandi þróunar og ekki sjálfgefið að Reykjavíkurborg sé besti aðilinn til að þróa þessar eignir áfram. Stærð hússins og tanka sé um 5.800 fermetrar og fasteignamat 3.942.440.000 krónur. Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Ferðamennska á Íslandi Salan á Perlunni Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ákvörðunina segir að Hitaveita Reykjavíkur hafi byggt Perluna og hún opnuð árið 1991. Reykjavíkurborg hafi keypt Perluna árið 2013 og síðar tvo vatnstanka af Orkuveitu Reykjavíkur. Á þeim tíma sem kaupin fóru fram hafi rekstur hússins ekki staðið undir sér og tekjur rétt nægjanlegar fyrir fasteignagjöldum og lóðarleigu. Sneri rekstrinum við Á þeim tíu árum sem liðin eru frá kaupum borgarinnar á Perlunni hafi orðið algjör viðsnúningur á rekstrinum og tekjur standi vel undir kostnaði. Húsnæðið hafi verið auglýst til leigu og núverandi leigutaki sé Perla norðursins ehf., sem hafi þróað hana sem áhugaverðan áfangastað í Reykjavík. Perlan hafi síðustu ár tekið miklum breytingum og hýsi núna sýningar auk veitingastaða. Perlan sé einn af aðaláfangastöðum ferðamanna í borginni, og frá útsýnispallinum sé magnað útsýni yfir höfuðborgarsvæðið og fjallahringinn. Í Perlunni sé fjöldi sýninga, þar á meðal íshellir, stjörnuver og gagnvirkar sýningar um íslenska náttúru og menningu. Þessar eignir bjóði upp á aukin tækifæri og möguleika til áframhaldandi þróunar og ekki sjálfgefið að Reykjavíkurborg sé besti aðilinn til að þróa þessar eignir áfram. Stærð hússins og tanka sé um 5.800 fermetrar og fasteignamat 3.942.440.000 krónur.
Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Ferðamennska á Íslandi Salan á Perlunni Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira