Krefjast fyrirvara ef átt er við hljóð eða mynd í kosningaauglýsingum Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 14:38 Merki Google á snjallsímaskjá. Fyrirtækið ætlar að auka gegnsæi í kosningaauglýsingum með því að gera kröfur um að áhorfendur séu upplýstir um að gervigreind sé notuð til þess að eiga við mynd eða hljóð. AP/Matt Slocum Tæknirisinn Google ætlar að skikka þá sem kaupa kosningaauglýsingar á Google eða Youtube til þess að merkja þær skilmerkilega ef átt er við hljóð eða myndefni með gervigreind í þeim. Gervigreindarmyndefni er þegar byrjað að birtast í kosningaauglýsingum vestanhafs. Breytingar sem Google segist ætla að gera á notendaskilmálum leitarvélarinnar og myndbandasíðunnar Youtube í nóvember fela það í sér að auglýsendur verða að gera áhorfendum morgunljóst að átt hafi verið við myndefni. Fyrirvara um það verði að setja á áberandi stað í auglýsingarnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Tækni sem byggist á gervigreind hefur gert það enn auðveldara áður að búa til falsaðar myndir, myndbönd og hljóðbúta. Falsanir sem gervigreindarforrit búa til þykja meira sannfærandi en þær sem þekkst hafa til þessa í kosningaauglýsingum í Bandaríkjunum. Landsnefnd Repúblikanaflokksins birti auglýsingu í apríl sem byggðist alfarið á myndefni sem gervigreindarefni bjó til. Það átti að sýna hvernig Bandaríkin litu út í framtíðinni ef Joe Biden næði endurkjöri. Þar sáust brynvarðir herbílar á götum úti, gluggar verslana sem búið var að byrgja fyrir og innrás innflytjenda. Ron DeSantis, einn frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, lét gervigreind búa til myndir af Donald Trump faðma Anthony Fauci, fyrrverandi yfirmann sóttvarna í Bandaríkjunum, innilega í auglýsingu sem hann birti í júní. Fauci var andlit sóttvarna í kórónuveirufaraldrinum og er fyrir vikið grýla á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hann hefur sætt hatrömmum árásum Trump og stuðningsmanna hans, jafnvel líflátshótunum. Nokkur ríki hafa þegar samþykkt lög um tækni sem er notuð til þess að búa til sannfærandi falsanir á myndefni. Sumir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa einnig lýst áhuga á því að semja lög um blekkingar með gervigreindartólum. Alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna vinnur nú að reglum um blekkjandi myndefni sem er framleitt með gervigreind í kosningaauglýsingum fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Google Gervigreind Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Breytingar sem Google segist ætla að gera á notendaskilmálum leitarvélarinnar og myndbandasíðunnar Youtube í nóvember fela það í sér að auglýsendur verða að gera áhorfendum morgunljóst að átt hafi verið við myndefni. Fyrirvara um það verði að setja á áberandi stað í auglýsingarnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Tækni sem byggist á gervigreind hefur gert það enn auðveldara áður að búa til falsaðar myndir, myndbönd og hljóðbúta. Falsanir sem gervigreindarforrit búa til þykja meira sannfærandi en þær sem þekkst hafa til þessa í kosningaauglýsingum í Bandaríkjunum. Landsnefnd Repúblikanaflokksins birti auglýsingu í apríl sem byggðist alfarið á myndefni sem gervigreindarefni bjó til. Það átti að sýna hvernig Bandaríkin litu út í framtíðinni ef Joe Biden næði endurkjöri. Þar sáust brynvarðir herbílar á götum úti, gluggar verslana sem búið var að byrgja fyrir og innrás innflytjenda. Ron DeSantis, einn frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, lét gervigreind búa til myndir af Donald Trump faðma Anthony Fauci, fyrrverandi yfirmann sóttvarna í Bandaríkjunum, innilega í auglýsingu sem hann birti í júní. Fauci var andlit sóttvarna í kórónuveirufaraldrinum og er fyrir vikið grýla á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hann hefur sætt hatrömmum árásum Trump og stuðningsmanna hans, jafnvel líflátshótunum. Nokkur ríki hafa þegar samþykkt lög um tækni sem er notuð til þess að búa til sannfærandi falsanir á myndefni. Sumir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa einnig lýst áhuga á því að semja lög um blekkingar með gervigreindartólum. Alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna vinnur nú að reglum um blekkjandi myndefni sem er framleitt með gervigreind í kosningaauglýsingum fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram á næsta ári.
Google Gervigreind Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira