Ráðgjafi Trump dæmdur fyrir að óhlýðnast þinginu Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2023 08:38 Peter Navarro ræðir við fréttamenn fryir utan alríkisdómshús í Washington-borg. Fyrir aftan hann standa tveir mótmælendur með spjöld sem á stendur annars vegar „Tugthúslimirnir“ og hins vegar „Hættið að hata hvert annað vegna þess að þið eruð ósammála“. AP/Mark Schiefelbein Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump. Peter Navarro var viðskiptaráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu. Hann tók undir stoðlausar samsæriskenningar repúblikana um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör í forsetakosningunum 2020. Þegar sérstök þingnefnd fulltrúadeildarinnar rannsakaði árásina á þinghúsið neitaði hann að verða við stefnu hennar um gögn og vitnisburð. Refsing Navarro verður ákveðin í janúar en hann gæti átt yfir höfði sér allt að árs fangelsi. Navarro hefur þegar sagst ætla að áfrýja dómnum. Málið eigi eftir að rata alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarinn hafnað málsvörn hans um að hann væri bundinn trúnaði við þáverandi froseta þar sem hann hefði ekki sýnt nægilega fram á að Trump hefði farið fram á slíkan trúnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Navarro er annar náni ráðgjafi Trump sem er sakfelldur fyrir að óhlýðnast Bandaríkjaþingi í tengslum við rannsóknina á árásinni á þinghúsið. Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu þingnefndar. Hann gengur enn laus á meðan áfrýjun á dómnum er til meðferðar. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Peter Navarro var viðskiptaráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu. Hann tók undir stoðlausar samsæriskenningar repúblikana um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör í forsetakosningunum 2020. Þegar sérstök þingnefnd fulltrúadeildarinnar rannsakaði árásina á þinghúsið neitaði hann að verða við stefnu hennar um gögn og vitnisburð. Refsing Navarro verður ákveðin í janúar en hann gæti átt yfir höfði sér allt að árs fangelsi. Navarro hefur þegar sagst ætla að áfrýja dómnum. Málið eigi eftir að rata alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarinn hafnað málsvörn hans um að hann væri bundinn trúnaði við þáverandi froseta þar sem hann hefði ekki sýnt nægilega fram á að Trump hefði farið fram á slíkan trúnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Navarro er annar náni ráðgjafi Trump sem er sakfelldur fyrir að óhlýðnast Bandaríkjaþingi í tengslum við rannsóknina á árásinni á þinghúsið. Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu þingnefndar. Hann gengur enn laus á meðan áfrýjun á dómnum er til meðferðar.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49