Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason settust niður í morgun og ræddu leikinn sem framundan er. Þeir fóru vel yfir mögulegt byrjunarlið, ræddu völlinn í Lúxemborg sem er einstaklega fallegt mannvirki.
Eitt atvik setti svip sinn á upptöku þáttarins en þremenningarnir fengu að heyra það frá konu sem býr í borginni, þeir voru nefnilega staddir á einkalóð og voru reknir í burtu. Þátturinn er því tekinn upp á tveimur stöðum eins og sjá má hér að neðan.