„Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 12:01 Lárus Orri og Kári ræddu um leiðtoga í íslenska landsliðinu eftir leikinn gegn Lúxemborg í gær. Vísir Fyrrum landsliðsmennirnir Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason kalla eftir að menn stígi upp innan íslenska landsliðsins og taki á sig leiðtogahlutverk. Þeir eiga erfitt með að benda á leiðtoga innan leikmannahópsins í dag. Lárus Orri og Kári voru sérfræðingar Stöð 2 Sport í umfjöllun um landsleik Íslands og Lúxemborg í gær. Ísland tapaði leiknum 3-1 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið bíður lægri hlut gegn Lúxemborg í keppnisleik. Í umræðuþætti eftir leikinn sem Kjartan Atli Kjartansson stýrði fór af stað umræða um leiðtoga í íslenska landsliðshópnum. Þeir Lárus Orri og Kári áttu erfitt með að sjá hver væri í leiðtogahlutverki innan landsliðsins. „Ef þú horfir á liðið í dag, liðið sem við stillum upp í dag. Hver er leiðtoginn í liðinu?“ spurði Lárus Orri. „Það er kannski ekki einn einhver bein leiðtogi. Eins og þetta var þá voru margir. Aron var alltaf með bandið og þvílíkur leiðtogi en það var hellingur af leikmönnum sem voru að hjálpa til við að leiða liðið áfram,“ svaraði Kári en hann lék með landsliðinu um árabil og fór með liðinu bæði á Evrópumótið árið 2016 sem og heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. „Í dag, ég veit ekki alveg hvern ég á að benda á. Það er svolítið erfitt. Þetta snýst líka bara um að taka ábyrgð á sínu.“ Lárus Orri tók undir þessi orð og bætti við að nú væru ekki leikmenn til staðar eins og Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst að leikmaður eins og Guðlaugur Victor Pálsson eigi að átta sig á þessari stöðu. Hann verður bara að stíga upp í þetta. Hann verður bara að taka ábyrgð og gerast leiðtogi þó það sé honum ekki blóð borið eða honum náttúrulegt. Sama með Jóhann Berg. Sama með Alfreð.“ „Það þýðir ekkert að segja bara að okkur vanti leiðtoga. Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Kára og Lárusar Orra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um leiðtoga í landsliðinu Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Lárus Orri og Kári voru sérfræðingar Stöð 2 Sport í umfjöllun um landsleik Íslands og Lúxemborg í gær. Ísland tapaði leiknum 3-1 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið bíður lægri hlut gegn Lúxemborg í keppnisleik. Í umræðuþætti eftir leikinn sem Kjartan Atli Kjartansson stýrði fór af stað umræða um leiðtoga í íslenska landsliðshópnum. Þeir Lárus Orri og Kári áttu erfitt með að sjá hver væri í leiðtogahlutverki innan landsliðsins. „Ef þú horfir á liðið í dag, liðið sem við stillum upp í dag. Hver er leiðtoginn í liðinu?“ spurði Lárus Orri. „Það er kannski ekki einn einhver bein leiðtogi. Eins og þetta var þá voru margir. Aron var alltaf með bandið og þvílíkur leiðtogi en það var hellingur af leikmönnum sem voru að hjálpa til við að leiða liðið áfram,“ svaraði Kári en hann lék með landsliðinu um árabil og fór með liðinu bæði á Evrópumótið árið 2016 sem og heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. „Í dag, ég veit ekki alveg hvern ég á að benda á. Það er svolítið erfitt. Þetta snýst líka bara um að taka ábyrgð á sínu.“ Lárus Orri tók undir þessi orð og bætti við að nú væru ekki leikmenn til staðar eins og Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst að leikmaður eins og Guðlaugur Victor Pálsson eigi að átta sig á þessari stöðu. Hann verður bara að stíga upp í þetta. Hann verður bara að taka ábyrgð og gerast leiðtogi þó það sé honum ekki blóð borið eða honum náttúrulegt. Sama með Jóhann Berg. Sama með Alfreð.“ „Það þýðir ekkert að segja bara að okkur vanti leiðtoga. Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Kára og Lárusar Orra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um leiðtoga í landsliðinu
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira