Vildu að Solskjær tæki við landsliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 12:00 Ole Gunnar Solskjær virðist ekki vera tilbúinn að snúa aftur í stöðu knattspyrnustjóra. Vísir/Getty Ole Gunnar Solskjær hefur staðfest að hann hafi rætt við norska knattspyrnusambandið um að taka við norska kvennalandsliðinu. Hege Riise hætti þjálfun liðsins á dögunum eftir erfitt HM. Norska kvennalandsliðið bjó til margar fyrirsagnir á meðan á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja Sjálandi stóð. Þær voru reyndar flestar af neikvæðum toga. Gengið inni á vellinum var undir væntingum og þá bárust líka fregnir af ósætti í landsliðshópnum Þjálfarinn Hege Riise lét af störfum af dögunum en hún hafði aðeins verið við stjórnvölinn síðan á síðasta ári. Nú greinir norska TV2 frá því að norska knattspyrnusambandið hafi haft samband við Ole Gunnar Solskjær um möguleikann á að hann taki við liðinu. Solskjær staðfestir að hafa átt samtal við knattspyrnusambandið. „Hvort ég hafi talað við sambandið um landsliðið? Já, það hef ég gert. Að sjálfsögðu hef ég gert það. Þau spurðu mig,“ sagði Solskjær sem staðfesti jafnframt að hann hafi neitað sambandinu. „Ég er enn ekki tilbúinn,“ sagði Solskjær sem sömuleiðis neitaði norska úrvalsdeildarliðinu Álasund í vor. Þá reyndi franska félagið Nice sömuleiðis að fá hann til að taka við stjórn liðsins. TV2 greinir jafnframt frá því að norska knattspyrnusambandið sé búið að greina heimsmeistaramótið í þaula. Samkvæmt heimildum miðilsins hefur komið fram mikil óánægja með Monica Knudsen sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Leikmenn segja að Riise hafi látið Knudsen sjá um meirihluta samskipta við leikmennina og að samskiptin hafi gengið illa. Knudsen hafi talað við þær eins og þær væru börn og samskiptin á mörkunum að flokkast sem einelti. Knudsen er enn starfandi aðstoðarþjálfari liðsins. Það er því ljóst að norska knattspyrnusambandið þarf að vinna að ýmsum málum á næstu vikum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Noregur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Norska kvennalandsliðið bjó til margar fyrirsagnir á meðan á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja Sjálandi stóð. Þær voru reyndar flestar af neikvæðum toga. Gengið inni á vellinum var undir væntingum og þá bárust líka fregnir af ósætti í landsliðshópnum Þjálfarinn Hege Riise lét af störfum af dögunum en hún hafði aðeins verið við stjórnvölinn síðan á síðasta ári. Nú greinir norska TV2 frá því að norska knattspyrnusambandið hafi haft samband við Ole Gunnar Solskjær um möguleikann á að hann taki við liðinu. Solskjær staðfestir að hafa átt samtal við knattspyrnusambandið. „Hvort ég hafi talað við sambandið um landsliðið? Já, það hef ég gert. Að sjálfsögðu hef ég gert það. Þau spurðu mig,“ sagði Solskjær sem staðfesti jafnframt að hann hafi neitað sambandinu. „Ég er enn ekki tilbúinn,“ sagði Solskjær sem sömuleiðis neitaði norska úrvalsdeildarliðinu Álasund í vor. Þá reyndi franska félagið Nice sömuleiðis að fá hann til að taka við stjórn liðsins. TV2 greinir jafnframt frá því að norska knattspyrnusambandið sé búið að greina heimsmeistaramótið í þaula. Samkvæmt heimildum miðilsins hefur komið fram mikil óánægja með Monica Knudsen sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Leikmenn segja að Riise hafi látið Knudsen sjá um meirihluta samskipta við leikmennina og að samskiptin hafi gengið illa. Knudsen hafi talað við þær eins og þær væru börn og samskiptin á mörkunum að flokkast sem einelti. Knudsen er enn starfandi aðstoðarþjálfari liðsins. Það er því ljóst að norska knattspyrnusambandið þarf að vinna að ýmsum málum á næstu vikum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Noregur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira