Vildu að Solskjær tæki við landsliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 12:00 Ole Gunnar Solskjær virðist ekki vera tilbúinn að snúa aftur í stöðu knattspyrnustjóra. Vísir/Getty Ole Gunnar Solskjær hefur staðfest að hann hafi rætt við norska knattspyrnusambandið um að taka við norska kvennalandsliðinu. Hege Riise hætti þjálfun liðsins á dögunum eftir erfitt HM. Norska kvennalandsliðið bjó til margar fyrirsagnir á meðan á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja Sjálandi stóð. Þær voru reyndar flestar af neikvæðum toga. Gengið inni á vellinum var undir væntingum og þá bárust líka fregnir af ósætti í landsliðshópnum Þjálfarinn Hege Riise lét af störfum af dögunum en hún hafði aðeins verið við stjórnvölinn síðan á síðasta ári. Nú greinir norska TV2 frá því að norska knattspyrnusambandið hafi haft samband við Ole Gunnar Solskjær um möguleikann á að hann taki við liðinu. Solskjær staðfestir að hafa átt samtal við knattspyrnusambandið. „Hvort ég hafi talað við sambandið um landsliðið? Já, það hef ég gert. Að sjálfsögðu hef ég gert það. Þau spurðu mig,“ sagði Solskjær sem staðfesti jafnframt að hann hafi neitað sambandinu. „Ég er enn ekki tilbúinn,“ sagði Solskjær sem sömuleiðis neitaði norska úrvalsdeildarliðinu Álasund í vor. Þá reyndi franska félagið Nice sömuleiðis að fá hann til að taka við stjórn liðsins. TV2 greinir jafnframt frá því að norska knattspyrnusambandið sé búið að greina heimsmeistaramótið í þaula. Samkvæmt heimildum miðilsins hefur komið fram mikil óánægja með Monica Knudsen sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Leikmenn segja að Riise hafi látið Knudsen sjá um meirihluta samskipta við leikmennina og að samskiptin hafi gengið illa. Knudsen hafi talað við þær eins og þær væru börn og samskiptin á mörkunum að flokkast sem einelti. Knudsen er enn starfandi aðstoðarþjálfari liðsins. Það er því ljóst að norska knattspyrnusambandið þarf að vinna að ýmsum málum á næstu vikum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Noregur Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Norska kvennalandsliðið bjó til margar fyrirsagnir á meðan á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja Sjálandi stóð. Þær voru reyndar flestar af neikvæðum toga. Gengið inni á vellinum var undir væntingum og þá bárust líka fregnir af ósætti í landsliðshópnum Þjálfarinn Hege Riise lét af störfum af dögunum en hún hafði aðeins verið við stjórnvölinn síðan á síðasta ári. Nú greinir norska TV2 frá því að norska knattspyrnusambandið hafi haft samband við Ole Gunnar Solskjær um möguleikann á að hann taki við liðinu. Solskjær staðfestir að hafa átt samtal við knattspyrnusambandið. „Hvort ég hafi talað við sambandið um landsliðið? Já, það hef ég gert. Að sjálfsögðu hef ég gert það. Þau spurðu mig,“ sagði Solskjær sem staðfesti jafnframt að hann hafi neitað sambandinu. „Ég er enn ekki tilbúinn,“ sagði Solskjær sem sömuleiðis neitaði norska úrvalsdeildarliðinu Álasund í vor. Þá reyndi franska félagið Nice sömuleiðis að fá hann til að taka við stjórn liðsins. TV2 greinir jafnframt frá því að norska knattspyrnusambandið sé búið að greina heimsmeistaramótið í þaula. Samkvæmt heimildum miðilsins hefur komið fram mikil óánægja með Monica Knudsen sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Leikmenn segja að Riise hafi látið Knudsen sjá um meirihluta samskipta við leikmennina og að samskiptin hafi gengið illa. Knudsen hafi talað við þær eins og þær væru börn og samskiptin á mörkunum að flokkast sem einelti. Knudsen er enn starfandi aðstoðarþjálfari liðsins. Það er því ljóst að norska knattspyrnusambandið þarf að vinna að ýmsum málum á næstu vikum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Noregur Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira