LeBron og stjörnurnar ætla á Ólympíuleikana í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 16:00 Þessir tveir stefna á enn eitt Ólympíugullið í París. Christian Petersen/Getty Images) LeBron James og flestar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta hafa gefið til kynna að þær vilji taka þátt á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Kemur tilkynningin skömmu eftir að Bandaríkin fóru heim af HM í körfubolta með skottið á milli fótanna. Bandaríkin töpuðu gegn Kanada í leiknum um bronsið á HM í körfubolta sem fram fór í Filipseyjum, Japan og Indónesíu. Bandaríkin töpuðu þremur leikjum á mótinu, þar af síðustu tveimur og enduðu í 4. sæti. Þó margar af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar hafi vantað þá var liðið stútfullt af hæfileikaríkum leikmönnum. Margir þeirra munu ekki fá tækifæri á Ólympíuleikunum í París þar sem LeBron, Stephen Curry, Kevin Durant, Anthony Davis, Jayson Tatum og Draymond Green ætla allir að gefa kost á sér. LeBron wants to represent Team USA at 2024 Paris Olympics and is leading a group of players including Steph, KD, Anthony Davis, Jayson Tatum and Draymond per @ShamsCharania, @joevardonDevin Booker, Dame, De'Aaron Fox, and Kyrie also have "serious interest" pic.twitter.com/IDOEOSOP1s— Bleacher Report (@BleacherReport) September 11, 2023 Einnig er talið að Devin Booker, Damian Lillard, De‘Aaron Fox og Kyrie Irving ætli sér að spila á leikunum. Þetta staðfestir körfuboltaofvitinn Shams Charania í dag en hann starfar fyrir íþróttamiðilinn The Athletic. Ef af þessu verður er ljóst að liðið er mjög líklegt til að vinna gullið fimmtu Ólympíuleikana í röð. Raunar hafa Bandaríkin hrósað sigri í sjö skipti af síðustu átta síðan Draumaliðið mætti til Barcelona árið 1992. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Þjóðverjar heimsmeistarar í fyrsta sinn Þjóðverjar eru heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum í úrslitaleik. Þetta eru önnur verðlaun Þjóðverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en þeir unnu alla leiki sína á mótinu. 10. september 2023 14:44 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Bandaríkin töpuðu gegn Kanada í leiknum um bronsið á HM í körfubolta sem fram fór í Filipseyjum, Japan og Indónesíu. Bandaríkin töpuðu þremur leikjum á mótinu, þar af síðustu tveimur og enduðu í 4. sæti. Þó margar af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar hafi vantað þá var liðið stútfullt af hæfileikaríkum leikmönnum. Margir þeirra munu ekki fá tækifæri á Ólympíuleikunum í París þar sem LeBron, Stephen Curry, Kevin Durant, Anthony Davis, Jayson Tatum og Draymond Green ætla allir að gefa kost á sér. LeBron wants to represent Team USA at 2024 Paris Olympics and is leading a group of players including Steph, KD, Anthony Davis, Jayson Tatum and Draymond per @ShamsCharania, @joevardonDevin Booker, Dame, De'Aaron Fox, and Kyrie also have "serious interest" pic.twitter.com/IDOEOSOP1s— Bleacher Report (@BleacherReport) September 11, 2023 Einnig er talið að Devin Booker, Damian Lillard, De‘Aaron Fox og Kyrie Irving ætli sér að spila á leikunum. Þetta staðfestir körfuboltaofvitinn Shams Charania í dag en hann starfar fyrir íþróttamiðilinn The Athletic. Ef af þessu verður er ljóst að liðið er mjög líklegt til að vinna gullið fimmtu Ólympíuleikana í röð. Raunar hafa Bandaríkin hrósað sigri í sjö skipti af síðustu átta síðan Draumaliðið mætti til Barcelona árið 1992.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Þjóðverjar heimsmeistarar í fyrsta sinn Þjóðverjar eru heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum í úrslitaleik. Þetta eru önnur verðlaun Þjóðverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en þeir unnu alla leiki sína á mótinu. 10. september 2023 14:44 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Þjóðverjar heimsmeistarar í fyrsta sinn Þjóðverjar eru heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum í úrslitaleik. Þetta eru önnur verðlaun Þjóðverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en þeir unnu alla leiki sína á mótinu. 10. september 2023 14:44