Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. september 2023 10:06 Nýtt tekjuöflunarkerfi vegna bíla og notkunar á vegakerfi verður innleitt í tveimur áföngum. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. Í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í morgun kemur fram að nýju heildarkerfi fyrir skattlagningu á ökutæki og eldsneyti sé ætlað að auka tekjur ríkissjóðs um 7,5 milljarða árið 2024. Tekjur ríkissjóðs af þeirri skattlagningu hafi rýrnað mikið á undanförnum árum samhliða breytingum á bílaflota landsmanna. Komið verði á nýju, einföldu og sanngjarnara kerfi um áramótin þar sem greiðslur bílaeigenda verði í auknum mæli tengdar notkun þeirra á vegakerfinu auk þess sem lágmark bifreiðagjalds verður hækkað. Áætlað er að tekjur af ökutækjum og eldsneyti verði 63,3 milljarðar króna. Nýja tekjuöflunarkerfið verður innleitt í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga verður um að ræða kílómetragjald vegna notkunar hreinorkubíla á vegakerfinu og í þeim síðari vegna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Augljóst að allir þurfi að greiða fyrir notkun „Við sjáum fyrir okkur að rafbílar muni í auknum mæli taka þátt í því að greiða fyrir notkun á vegakerfinu. Það hafa verið í gildi mjög miklar ívilnanir fyrir umhverfisvæna bíla og við höfum séð orkuskiptin eiga sér stað, sérstaklega fyrir heimilin í landinu og mörg fyrirtæki,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Við viljum auðvitað sjá þessa þróun áfram en heildar tekjur ríkisins af ökutækjum og umferð hafa gefið of mikið eftir. Þessar ívilnanir voru skynsamlegar til þess að fá breytinguna af stað en augljóst er að þegar upp er staðið þá verða allir að greiða fyrir þátttöku eða fyrir notkun á vegakerfinu og við erum að stíga ákveðin skref á næsta ári þar sem rafbílar munu fara að greiða fyrir notkun á vegakerfinu.“ Er komin einhver tala þar? „Ég get bara sagt að það verður áfram mun hagkvæmara að eiga og reka rafmagnsbíl.“ Fjárlagafrumvarp 2024 Vistvænir bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Bílar Tengdar fréttir Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12. september 2023 11:04 Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í morgun kemur fram að nýju heildarkerfi fyrir skattlagningu á ökutæki og eldsneyti sé ætlað að auka tekjur ríkissjóðs um 7,5 milljarða árið 2024. Tekjur ríkissjóðs af þeirri skattlagningu hafi rýrnað mikið á undanförnum árum samhliða breytingum á bílaflota landsmanna. Komið verði á nýju, einföldu og sanngjarnara kerfi um áramótin þar sem greiðslur bílaeigenda verði í auknum mæli tengdar notkun þeirra á vegakerfinu auk þess sem lágmark bifreiðagjalds verður hækkað. Áætlað er að tekjur af ökutækjum og eldsneyti verði 63,3 milljarðar króna. Nýja tekjuöflunarkerfið verður innleitt í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga verður um að ræða kílómetragjald vegna notkunar hreinorkubíla á vegakerfinu og í þeim síðari vegna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Augljóst að allir þurfi að greiða fyrir notkun „Við sjáum fyrir okkur að rafbílar muni í auknum mæli taka þátt í því að greiða fyrir notkun á vegakerfinu. Það hafa verið í gildi mjög miklar ívilnanir fyrir umhverfisvæna bíla og við höfum séð orkuskiptin eiga sér stað, sérstaklega fyrir heimilin í landinu og mörg fyrirtæki,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Við viljum auðvitað sjá þessa þróun áfram en heildar tekjur ríkisins af ökutækjum og umferð hafa gefið of mikið eftir. Þessar ívilnanir voru skynsamlegar til þess að fá breytinguna af stað en augljóst er að þegar upp er staðið þá verða allir að greiða fyrir þátttöku eða fyrir notkun á vegakerfinu og við erum að stíga ákveðin skref á næsta ári þar sem rafbílar munu fara að greiða fyrir notkun á vegakerfinu.“ Er komin einhver tala þar? „Ég get bara sagt að það verður áfram mun hagkvæmara að eiga og reka rafmagnsbíl.“
Fjárlagafrumvarp 2024 Vistvænir bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Bílar Tengdar fréttir Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12. september 2023 11:04 Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43
Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12. september 2023 11:04
Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41