„Auðvitað gerum við kröfu á sigur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2023 12:01 Ísak Andri Sigurgeirsson fagnaði tvítugsafmæli sínu í gær. vísir/sigurjón Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta, segir að krafan sé sett á sigur gegn Tékklandi í fyrsta leik undankeppni EM í dag. Hann segir fyrstu mánuðina í atvinnumennsku hafa gengið vel. „Þetta leggst mjög vel í mig. Undirbúningurinn hjá okkur er búinn að vera mjög góður, líka þessi leikur gegn Finnlandi. Hann var mjög góður,“ sagði Ísak og vísaði til 3-2 sigur Íslendinga á Finnum í vináttulandsleik í Finnlandi á föstudaginn. Í hópi U-21 árs liðsins eru nokkrir leikmenn sem tóku þátt á EM U-19 ára í sumar auk eldri leikmanna. Ísak segir að þeir nái vel saman. „Ég myndi segja að þetta væri góð blanda af nýliðum og reynslumeiri leikmönnum sem hafa verið hérna. Það eru nokkrir sem voru í síðustu undankeppni þannig það er mikil reynsla í liðinu. Þetta er mjög góð blanda,“ sagði Ísak. Ætla sér á EM Ísland er í I-riðli undankeppni EM ásamt Tékklandi, Danmörku, Wales og Litáen. Sigurvegarar riðlanna níu í undankeppninni auk þeirra þriggja liða sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna komast beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti riðlanna fara í umspil. Frá æfingu U-21 árs landsliðsins í Víkinni í gær.vísir/sigurjón „Þetta er heilt yfir mjög jafn riðill en auðvitað er markmiðið hjá okkur að komast beint upp úr honum,“ sagði Ísak. „Ég hef heyrt að Danir og Tékkar séu mjög góðir. En við einbeitum okkur bara að okkur og ætlum upp úr þessum riðli.“ Garðbæingurinn segir íslenska liðið stefna á sigur í Víkinni í dag. „Auðvitað setjum við kröfu á það, að ná góðri byrjun í riðlinum og vinna leikinn á morgun (í dag),“ sagði Ísak. Um mitt sumar gekk Ísak í raðir Norrköping í Svíþjóð frá Stjörnunni. Hann nýtur sín vel í atvinnumennskunni. Viðbrigði í atvinnumennskunni „Lífið hefur verið geggjað. Þetta er mjög skemmtilegt en allt annað en heima,“ sagði Ísak og bætti við að lífið í atvinnumennsku hafi staðist allar væntingar þótt það sé ansi frábrugðið því sem hann er vanur. „Já, stundum getur manni leiðst mikið á daginn en maður finnur sér eitthvað að gera. Það eru smá viðbrigði að búa einn en þetta er mjög fínt.“ Öfugt við það sem margir spáðu hefur Stjörnunni gengið vel eftir að Ísak fór utan og er í 4. sæti Bestu deildarinnar. Ísak skoraði sex mörk í ellefu deildarleikjum með Stjörnunni áður en hann fór til Norrköping.vísir/hulda margrét „Jökull (Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar) er búinn að gera geggjaða hluti þarna. Það er ekkert eðlilega margir ungir leikmenn sem eru að koma upp og standa sig ekkert eðlilega vel. Það er gaman að fylgjast með þessu.“ Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 16:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Undirbúningurinn hjá okkur er búinn að vera mjög góður, líka þessi leikur gegn Finnlandi. Hann var mjög góður,“ sagði Ísak og vísaði til 3-2 sigur Íslendinga á Finnum í vináttulandsleik í Finnlandi á föstudaginn. Í hópi U-21 árs liðsins eru nokkrir leikmenn sem tóku þátt á EM U-19 ára í sumar auk eldri leikmanna. Ísak segir að þeir nái vel saman. „Ég myndi segja að þetta væri góð blanda af nýliðum og reynslumeiri leikmönnum sem hafa verið hérna. Það eru nokkrir sem voru í síðustu undankeppni þannig það er mikil reynsla í liðinu. Þetta er mjög góð blanda,“ sagði Ísak. Ætla sér á EM Ísland er í I-riðli undankeppni EM ásamt Tékklandi, Danmörku, Wales og Litáen. Sigurvegarar riðlanna níu í undankeppninni auk þeirra þriggja liða sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna komast beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti riðlanna fara í umspil. Frá æfingu U-21 árs landsliðsins í Víkinni í gær.vísir/sigurjón „Þetta er heilt yfir mjög jafn riðill en auðvitað er markmiðið hjá okkur að komast beint upp úr honum,“ sagði Ísak. „Ég hef heyrt að Danir og Tékkar séu mjög góðir. En við einbeitum okkur bara að okkur og ætlum upp úr þessum riðli.“ Garðbæingurinn segir íslenska liðið stefna á sigur í Víkinni í dag. „Auðvitað setjum við kröfu á það, að ná góðri byrjun í riðlinum og vinna leikinn á morgun (í dag),“ sagði Ísak. Um mitt sumar gekk Ísak í raðir Norrköping í Svíþjóð frá Stjörnunni. Hann nýtur sín vel í atvinnumennskunni. Viðbrigði í atvinnumennskunni „Lífið hefur verið geggjað. Þetta er mjög skemmtilegt en allt annað en heima,“ sagði Ísak og bætti við að lífið í atvinnumennsku hafi staðist allar væntingar þótt það sé ansi frábrugðið því sem hann er vanur. „Já, stundum getur manni leiðst mikið á daginn en maður finnur sér eitthvað að gera. Það eru smá viðbrigði að búa einn en þetta er mjög fínt.“ Öfugt við það sem margir spáðu hefur Stjörnunni gengið vel eftir að Ísak fór utan og er í 4. sæti Bestu deildarinnar. Ísak skoraði sex mörk í ellefu deildarleikjum með Stjörnunni áður en hann fór til Norrköping.vísir/hulda margrét „Jökull (Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar) er búinn að gera geggjaða hluti þarna. Það er ekkert eðlilega margir ungir leikmenn sem eru að koma upp og standa sig ekkert eðlilega vel. Það er gaman að fylgjast með þessu.“ Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 16:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira