Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. september 2023 12:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar ríkisstjórnina um að slá met í útgjöldum. vísir/vilhelm Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu. „Þarna var verið að kynna tillögur sem við sáum í vor í tengslum við fjármálaáætlun. Þarna var verið að kynna tillögur sem við sáum þegar fjármálaráðherra lagði fram frumvarp sitt í fyrra. Það skiptir máli að ríkisstjórnin fari í það núna að sýna forystu, sýna á spilin um stefnu, að það séu aðgerðir sem eru í samræmi við markmið. Ég hef áhyggjur af því að ef þær aðgerðir sem ekki reyndust nægilegar í sumar og í fyrra eru nú aftur lagðar á borð þá verði niðurstaðan sú sama,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir innt eftir viðbrögðum um fjárlagafrumvarpið. „Auðvitað er þetta sagt með þeim fyrirvara að við fengum bara grófa kynningu á frumvarpinu sjálfu og maður á eftir að rýna tölurnar og gögnin betur en í stóra samhenginu eru tölurnar óbreyttar.“ Hún óttast að frumvarpið skili ekki tilætluðum árangri. „Ég hef vissar áhyggjur af því að þarna hafi ríkisstjórnin komið sér saman um einhverjar tillögur sem þessir þrír ofboðslega ólíku flokkar gátu sammælst um og fyrir vikið verði þetta eitthvað moð sem skili ekki árangri. Ég held að allir séu sammála um það á Alþingi að það eigi að standa vörð um heilbrigðiskerfið og innviðina en að fara til dæmis í tillögur sem snúast um flatan niðurskurð í staðinn fyrir að skoða einstök verkefni og hvernig þetta hefur áhrif á þjónustu sé ekki vænleg leið.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar.Stöð 2/Arnar „Nýtt met slegið“ Þingmaður Miðflokks segir fjármálaráðherra taka nokkuð stórt til orða þegar hann minnist á aðhald í tengslum við fjárlög. „Þessi ríkisstjórn var áður búin að slá öll met í ríkisútgjöldum en nú kynnir hún fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi halla og enn nýju meti í útgjöldum ríkisins en segist vera að beita aðhaldi. Og hvers vegna er það? Jú því hún ætli ekki að eyða eins miklu og hún hefði kannski getað hugsað sér og það er kallað aðhald og jafnvel sparnaður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þér finnst þá ekki mikið um aðhald í þessum tillögum? „Þessi aðhaldspæling hefur væntanlega áhrif miðað við það ef þau hefðu eytt enn meiri pening og rekið ríkið með enn meiri halla. Mér finnst dálítið langt seilst að kalla það aðhald eða sparnað að menn skuli ekki eyða alveg eins miklu og menn hefðu getað hugsað sér.“ Þá segir hann fjármálaráðherra skauta fram hjá heildarmyndinni. „Hún er sú að ríkið verður áfram rekið með halla þrátt fyrir þessa miklu tekjuaukningu og nýtt met slegið í ríkisútgjöldum á verðbólgutímum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Fjárlagafrumvarp 2024 Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
„Þarna var verið að kynna tillögur sem við sáum í vor í tengslum við fjármálaáætlun. Þarna var verið að kynna tillögur sem við sáum þegar fjármálaráðherra lagði fram frumvarp sitt í fyrra. Það skiptir máli að ríkisstjórnin fari í það núna að sýna forystu, sýna á spilin um stefnu, að það séu aðgerðir sem eru í samræmi við markmið. Ég hef áhyggjur af því að ef þær aðgerðir sem ekki reyndust nægilegar í sumar og í fyrra eru nú aftur lagðar á borð þá verði niðurstaðan sú sama,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir innt eftir viðbrögðum um fjárlagafrumvarpið. „Auðvitað er þetta sagt með þeim fyrirvara að við fengum bara grófa kynningu á frumvarpinu sjálfu og maður á eftir að rýna tölurnar og gögnin betur en í stóra samhenginu eru tölurnar óbreyttar.“ Hún óttast að frumvarpið skili ekki tilætluðum árangri. „Ég hef vissar áhyggjur af því að þarna hafi ríkisstjórnin komið sér saman um einhverjar tillögur sem þessir þrír ofboðslega ólíku flokkar gátu sammælst um og fyrir vikið verði þetta eitthvað moð sem skili ekki árangri. Ég held að allir séu sammála um það á Alþingi að það eigi að standa vörð um heilbrigðiskerfið og innviðina en að fara til dæmis í tillögur sem snúast um flatan niðurskurð í staðinn fyrir að skoða einstök verkefni og hvernig þetta hefur áhrif á þjónustu sé ekki vænleg leið.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar.Stöð 2/Arnar „Nýtt met slegið“ Þingmaður Miðflokks segir fjármálaráðherra taka nokkuð stórt til orða þegar hann minnist á aðhald í tengslum við fjárlög. „Þessi ríkisstjórn var áður búin að slá öll met í ríkisútgjöldum en nú kynnir hún fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi halla og enn nýju meti í útgjöldum ríkisins en segist vera að beita aðhaldi. Og hvers vegna er það? Jú því hún ætli ekki að eyða eins miklu og hún hefði kannski getað hugsað sér og það er kallað aðhald og jafnvel sparnaður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þér finnst þá ekki mikið um aðhald í þessum tillögum? „Þessi aðhaldspæling hefur væntanlega áhrif miðað við það ef þau hefðu eytt enn meiri pening og rekið ríkið með enn meiri halla. Mér finnst dálítið langt seilst að kalla það aðhald eða sparnað að menn skuli ekki eyða alveg eins miklu og menn hefðu getað hugsað sér.“ Þá segir hann fjármálaráðherra skauta fram hjá heildarmyndinni. „Hún er sú að ríkið verður áfram rekið með halla þrátt fyrir þessa miklu tekjuaukningu og nýtt met slegið í ríkisútgjöldum á verðbólgutímum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Fjárlagafrumvarp 2024 Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25
Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43
Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30