Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 14:56 Á myndinni má sjá eyðilegginguna í kjölfar flóðanna í Derna. Myndinni var dreift á fjölmiðla af ríkisstjórninni í Líbíu í gær. Vísir/AP Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. Tíu þúsund eru týnd og þúsundir látin og slösuð í kjölfar flóða í Líbíu á sunnudag. Stormurinn Daniel gekk þá yfir austurhluta landsins. Borgin Derna hefur orðið hvað verst úti. Íbúar segjast margir hafa heyrt gífurleg læti og sprengingar og gert sér þá grein fyrir því að stíflurnar utan borgarinnar hefðu brostið og hleypt vatni niður ánna Wadi Derna. Áin liggur frá fjöllum, í gegnum borgina og út í sjó. Alls búa um hundrað þúsund í borginni Dernu en meirihluti hennar er nú undir vatni eftir að tvær stíflur brustu og fjórar brýr hrundu í storminum. Haft er eftir Mr Chkiouat, flugmálaráðherra landsins, að þegar önnur stíflan hafi brostið hafi heilu hverfin horfið með ofan í haf. „Heilt hverfi er ónýtt. Það eru mörg fórnarlömb og þeim fjölgar með hverjum klukkutímanum sem líður. Núna eru 1.500 látin og 2.000 týnd. Við erum ekki með nákvæmar tölur en þetta er hörmung,“ er haft eftir honum á vef BBC en hann bætti því við að viðhald hafi verið takmarkað síðustu ár við stíflurnar. Vegur við ströndina í Derna er gjöreyðilagður í kjölfar flóðanna á sunnudag. Vísir/AP Fram kemur á vef AP að þegar sé búið að jarða um 700 manns í Derna en heilbrigðisyfirvöld í Austur-Líbíu telja að tala látinna sé í kringum 2.300 eins og stendur. Talið er líklegt að mikill fjöldi látinna hafi horfið út í haf þegar stíflurnar brustu. Stormurinn hefur einnig haft mikil áhrif í borgunum Benghazi, Soussa and Al-Marj austar í landinu. Tamer Ramadan, yfirmaður Rauða krossins í Líbíu, segir í samtali við BBC að fjöldi látinna sé líklega gífurlegur. Hann sagði viðbragðsteymi frá Rauða krossinum á vettvangi og séu að meta stöðuna. Staðan í Líbíu hefur verið afar erfið síðasta áratuginn, eða allt frá því að Muammar Gaddafi var steypt af stóli. Tvær ríkisstjórnir hafa í raun verið við völd, önnur í vestri og hin í austri. Báðar eru þær studdar af ólíkum uppreisnarherjum og erlendum ríkisstjórnum. Dernu er stjórnað af hernaðarhöfðingjanum Khalifa Hifter en hann tilheyrir ríkisstjórninni í austri sem hefur aðsetur í Benghazi. Í erlendum miðlum segir að þessi staða geri björgunaraðgerðir jafnvel erfiðari og hægi á þeim. Haft er eftir Mr Chkiouat á vef BBC að hjálpargögn séu á leiðinni en ríkisstjórnin í Trípóli, sú vestari, hefur sent austur flugvél með sjúkragögnum, líkpokum og um 80 læknum og sjúkraliðum. Hann fullyrðir að ríkisstjórnin í austri muni þiggja aðstoð frá þeirri í Trípólí. Fjölmörg lönd hafa þegar sent teymi og hjálpargögn en það eru til dæmis Bandaríkin, Egyptaland, Þýskaland og Íran sem hafa gert það. Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01 Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Sjá meira
Tíu þúsund eru týnd og þúsundir látin og slösuð í kjölfar flóða í Líbíu á sunnudag. Stormurinn Daniel gekk þá yfir austurhluta landsins. Borgin Derna hefur orðið hvað verst úti. Íbúar segjast margir hafa heyrt gífurleg læti og sprengingar og gert sér þá grein fyrir því að stíflurnar utan borgarinnar hefðu brostið og hleypt vatni niður ánna Wadi Derna. Áin liggur frá fjöllum, í gegnum borgina og út í sjó. Alls búa um hundrað þúsund í borginni Dernu en meirihluti hennar er nú undir vatni eftir að tvær stíflur brustu og fjórar brýr hrundu í storminum. Haft er eftir Mr Chkiouat, flugmálaráðherra landsins, að þegar önnur stíflan hafi brostið hafi heilu hverfin horfið með ofan í haf. „Heilt hverfi er ónýtt. Það eru mörg fórnarlömb og þeim fjölgar með hverjum klukkutímanum sem líður. Núna eru 1.500 látin og 2.000 týnd. Við erum ekki með nákvæmar tölur en þetta er hörmung,“ er haft eftir honum á vef BBC en hann bætti því við að viðhald hafi verið takmarkað síðustu ár við stíflurnar. Vegur við ströndina í Derna er gjöreyðilagður í kjölfar flóðanna á sunnudag. Vísir/AP Fram kemur á vef AP að þegar sé búið að jarða um 700 manns í Derna en heilbrigðisyfirvöld í Austur-Líbíu telja að tala látinna sé í kringum 2.300 eins og stendur. Talið er líklegt að mikill fjöldi látinna hafi horfið út í haf þegar stíflurnar brustu. Stormurinn hefur einnig haft mikil áhrif í borgunum Benghazi, Soussa and Al-Marj austar í landinu. Tamer Ramadan, yfirmaður Rauða krossins í Líbíu, segir í samtali við BBC að fjöldi látinna sé líklega gífurlegur. Hann sagði viðbragðsteymi frá Rauða krossinum á vettvangi og séu að meta stöðuna. Staðan í Líbíu hefur verið afar erfið síðasta áratuginn, eða allt frá því að Muammar Gaddafi var steypt af stóli. Tvær ríkisstjórnir hafa í raun verið við völd, önnur í vestri og hin í austri. Báðar eru þær studdar af ólíkum uppreisnarherjum og erlendum ríkisstjórnum. Dernu er stjórnað af hernaðarhöfðingjanum Khalifa Hifter en hann tilheyrir ríkisstjórninni í austri sem hefur aðsetur í Benghazi. Í erlendum miðlum segir að þessi staða geri björgunaraðgerðir jafnvel erfiðari og hægi á þeim. Haft er eftir Mr Chkiouat á vef BBC að hjálpargögn séu á leiðinni en ríkisstjórnin í Trípóli, sú vestari, hefur sent austur flugvél með sjúkragögnum, líkpokum og um 80 læknum og sjúkraliðum. Hann fullyrðir að ríkisstjórnin í austri muni þiggja aðstoð frá þeirri í Trípólí. Fjölmörg lönd hafa þegar sent teymi og hjálpargögn en það eru til dæmis Bandaríkin, Egyptaland, Þýskaland og Íran sem hafa gert það.
Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01 Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Sjá meira
Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01
Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09