Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við forsætisráðherra sem flytur stefnuræðu sína í kvöld.
Verkalýðshreyfingin er gagnrýnin á ný fjárlög. Forseti ASÍ mætir í myndverið og ræðir áherslur þeirra fyrir komandi kjaravetur.
Eldislaxar finnast í sífellt fleiri ám. Við skoðum eldislax hjá Hafrannsóknarstofnun og heyrum í breskum veiðimanni sem veiddi tvo strokulaxa um helgina og efast um að hann komi aftur til Íslands að veiða ef fram heldur sem horfir.
Þá kynnum við okkur umdeilt kennsluefni í kynfræðslu og ræðum einnig við formann Samtakanna 78 um upplýsingaóreiðu sem hefur einkennt umræðu um hinsegin fræðslu samtakanna. Auk þess skoðum við vegaframkvæmdir í Teigsskógi og hittum eldhressar konur á tíræðisaldri sem stunda golf á hverjum degi.
Í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum hittir Vala Matt ævintýrakonu sem flutti inn einingahús og byggði sér griðastað í náttúrunni í Mosfellsbæ.