Laurent Blanc er fyrrum landsliðsmaður Frakklands og vann bæði Evrópu- og heimsmeistaratitil fyrir landið. Hann var ráðinn til starfa hjá Lyon í október í fyrra og stýrði liðinu til 7. sætis í deildinni. Það dugði ekki til að ná sæti í Evrópukeppni, sem var mikið áfall fyrir liðið og gerði slæma fjárhagsstöðu félagsins enn verri.
Lyon neyddist til að selja fjölda leikmanna í sumar og misstu frítt frá sér stjörnur á borð við Hassem Aouar, Moussa Dembelé og Toko-Ekambi. Liðið fór því mjög laskað inn í þetta tímabil, hefur aðeins náð 1 stigi í fyrstu fjórum leikjum sínum og situr í neðsta sæti frönsku deildarinnar.
Beðið er eftir formlegri tilkynningu frá félaginu en Fabrizio Romano staðfestir á Twitter síðu sinni að fyrrum landsliðsmaður Ítala, Fabio Grosso, sé að taka við liðinu.
Fabio Grosso to Olympique Lyon as new head coach, here we go! Agreement in place tonight, now waiting to prepare documents, formal details and get it signed 🔵🔴🇮🇹 #OL
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2023
John Textor wanted Grosso as surprise candidate — 1st call by @hugoguillemet, now almost done. pic.twitter.com/m6k7uuOEc2
Fabio Grosso var hetja Ítala á HM 2006, setti sigurmarkið í undanúrslitaleik og skoraði svo úr vítaspyrnunni sem tryggði þeim heimsmeistaratitilinn. Grosso spilaði svo með Lyon árin 2007–2009. Hann þjálfaði Frosinone á síðasta tímabili og tókst að stýra þeim upp í efstu deild á Ítalíu.