„Það er ekki endalaust til, háttvirtur þingmaður“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2023 11:37 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina setja velferðina á ís með nýju fjárlagafrumvarpi. Fjármálaráðherra segir hana tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Á þingi í dag mælti fjármálaráðherra fyrir fjárlagafrumvarpi sínu. Frumvarpið fyrir næsta ár var kynnt opinberlega á þriðjudag en meðal þess sem kom þar fram var að fleiri fjölskyldur fengi barnabætur, ríkari áhersla væri lögð á aðhald í rekstri og hækkun á áfengis- og tóbaksgjöldum. Hófst þingfundurinn á því að fjármálaráðherra kynnti helstu punkta frumvarpsins. Segir hann verðbólguna vera ástand sem snertir alla í landinu. „Markmiðið liggur því augum uppi. Við þurfum að vinna okkur í átt að meiri stöðugleika að nýju og með skynsamlegri hagstjórn er hægt að ná því markmiði,“ segir Bjarni. Þingmenn úr hverjum þingflokki höfðu raðað sér á mælendaskrá áður en umræðurnar hófust og var Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sú fyrsta til að tjá sig um frumvarpið. Sagði hún velferðarkerfið vera vannært. „Það er til einskis að setja velferðina á ís til að hagræða í rekstri. Ríkið fær þetta bara í fangið í hærri launakröfum og verðlagshækkunum. Eftir situr hinn almenni launamaður með verri velferð og illa rekið ríki,“ segir Kristrún. Bjarni sagði málflutning Kristrúnar ekki vera sannan. „Við förum hins vegar fram á það að ríkissjóður finni leiðir til þess að gera betur, til þess að nýta fjármagn betur, á hverju ári. Líkt og heimilin eru að gera og allt atvinnulífið á Íslandi. Það er gert lítið úr því að hér sé komið fram með sautján milljarða hagræðingaaðgerðir. Þetta er jafngildi þess að segja sautján milljarðar skipta bara engu máli í stóra samhengi hlutanna. Þetta er að tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Það er ekki endalaust til háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni í andsvörum sínum. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14 Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Á þingi í dag mælti fjármálaráðherra fyrir fjárlagafrumvarpi sínu. Frumvarpið fyrir næsta ár var kynnt opinberlega á þriðjudag en meðal þess sem kom þar fram var að fleiri fjölskyldur fengi barnabætur, ríkari áhersla væri lögð á aðhald í rekstri og hækkun á áfengis- og tóbaksgjöldum. Hófst þingfundurinn á því að fjármálaráðherra kynnti helstu punkta frumvarpsins. Segir hann verðbólguna vera ástand sem snertir alla í landinu. „Markmiðið liggur því augum uppi. Við þurfum að vinna okkur í átt að meiri stöðugleika að nýju og með skynsamlegri hagstjórn er hægt að ná því markmiði,“ segir Bjarni. Þingmenn úr hverjum þingflokki höfðu raðað sér á mælendaskrá áður en umræðurnar hófust og var Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sú fyrsta til að tjá sig um frumvarpið. Sagði hún velferðarkerfið vera vannært. „Það er til einskis að setja velferðina á ís til að hagræða í rekstri. Ríkið fær þetta bara í fangið í hærri launakröfum og verðlagshækkunum. Eftir situr hinn almenni launamaður með verri velferð og illa rekið ríki,“ segir Kristrún. Bjarni sagði málflutning Kristrúnar ekki vera sannan. „Við förum hins vegar fram á það að ríkissjóður finni leiðir til þess að gera betur, til þess að nýta fjármagn betur, á hverju ári. Líkt og heimilin eru að gera og allt atvinnulífið á Íslandi. Það er gert lítið úr því að hér sé komið fram með sautján milljarða hagræðingaaðgerðir. Þetta er jafngildi þess að segja sautján milljarðar skipta bara engu máli í stóra samhengi hlutanna. Þetta er að tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Það er ekki endalaust til háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni í andsvörum sínum.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14 Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25
Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14
Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent