Flokkun úrgangs við heimili gengur vonum framar! Valdimar Víðisson skrifar 15. september 2023 08:30 Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi. Stærstu breytingarnar fyrir almenning snúa að meðhöndlun úrgangs við heimili en nú þurfa öll heimili að flokka pappír, plast, matarleifar og svokallaðan blandaðan úrgang sem ekki er hægt að endurvinna. Þeir sem ekki vita hvað á nákvæmlega að fara í blandaðan úrgang geta nálgast þær upplýsingar á heimasíðu SORPU. Auk þessara fjóra flokka við heimili þá ber okkur einnig að flokka textíl, málma, gler og spilliefni sem við förum þá með á grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Sveitarfélög hófu innleiðingu á þessu breytta verklagi í samræmi við ný lög í upphafi árs. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur innleiðing gengið vonum framar. Sveitarfélög hafa staðið vel að upplýsingagjöf til íbúa og einnig komið tunnum vel og örugglega til þeirra. Starfsmenn sveitarfélaga eiga hrós skilið fyrir hversu vel hefur verið staðið að þessu. Í raun unnið þrekvirki á ekki lengri tíma en þetta. Innleiðingu er ekki lokið því enn á víðast hvar eftir að koma upp grenndarstöðvum fyrir málma og gler. Árangur hér á höfuðborgarsvæðinu í magntölum Þegar borin eru saman tímabilin frá janúar – ágúst í ár og á síðasta ári kemur í ljós að íbúar höfuðborgarsvæðinu hafa heldur betur tekið vel í þessar breytingar. Það ber að hafa í huga að tunnur fóru fyrst að berast íbúum höfuðborgarsvæðisins í maí. Magn blandaðs úrgangs hefur dregist saman um rúmlega 2500 tonn. Tæplega 1200 tonn af matarleifum hafa safnast við heimili íbúa. Plastsöfnun við heimili hefur tæplega tvöfaldast, var 580 tonn á tímabilinu. Pappír og pappi hefur dregist saman um 250 tonn á tímabilinu. Stór áhrifaþáttur er væntanlega að útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt. Þetta er algjörlega frábær árangur. Næsta verkefni er svo að byggja upp og efla grenndarstöðvar. Hafa losun þeirra samræmda og skilvirka. Einnig að tryggja að umgengni sé góð og það verður meðal annars gert með því að núna verður skylda að hafa skynjara í gámunum á grenndarstöðvum sem láta vita þegar þeir eru að verða fullir. Með hringrásarlögunum hefur orðið vitundarvakning meðal landsmanna. Við erum að standa okkur vel eins og magntölurnar sýna. Og við ætlum að sjálfsögðu að gera enn betur. Verum öll áfram samtaka í þessu verkefni. Höfundur er stjórnarformaður SORPU og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Sorpa Sorphirða Umhverfismál Reykjavík Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi. Stærstu breytingarnar fyrir almenning snúa að meðhöndlun úrgangs við heimili en nú þurfa öll heimili að flokka pappír, plast, matarleifar og svokallaðan blandaðan úrgang sem ekki er hægt að endurvinna. Þeir sem ekki vita hvað á nákvæmlega að fara í blandaðan úrgang geta nálgast þær upplýsingar á heimasíðu SORPU. Auk þessara fjóra flokka við heimili þá ber okkur einnig að flokka textíl, málma, gler og spilliefni sem við förum þá með á grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Sveitarfélög hófu innleiðingu á þessu breytta verklagi í samræmi við ný lög í upphafi árs. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur innleiðing gengið vonum framar. Sveitarfélög hafa staðið vel að upplýsingagjöf til íbúa og einnig komið tunnum vel og örugglega til þeirra. Starfsmenn sveitarfélaga eiga hrós skilið fyrir hversu vel hefur verið staðið að þessu. Í raun unnið þrekvirki á ekki lengri tíma en þetta. Innleiðingu er ekki lokið því enn á víðast hvar eftir að koma upp grenndarstöðvum fyrir málma og gler. Árangur hér á höfuðborgarsvæðinu í magntölum Þegar borin eru saman tímabilin frá janúar – ágúst í ár og á síðasta ári kemur í ljós að íbúar höfuðborgarsvæðinu hafa heldur betur tekið vel í þessar breytingar. Það ber að hafa í huga að tunnur fóru fyrst að berast íbúum höfuðborgarsvæðisins í maí. Magn blandaðs úrgangs hefur dregist saman um rúmlega 2500 tonn. Tæplega 1200 tonn af matarleifum hafa safnast við heimili íbúa. Plastsöfnun við heimili hefur tæplega tvöfaldast, var 580 tonn á tímabilinu. Pappír og pappi hefur dregist saman um 250 tonn á tímabilinu. Stór áhrifaþáttur er væntanlega að útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt. Þetta er algjörlega frábær árangur. Næsta verkefni er svo að byggja upp og efla grenndarstöðvar. Hafa losun þeirra samræmda og skilvirka. Einnig að tryggja að umgengni sé góð og það verður meðal annars gert með því að núna verður skylda að hafa skynjara í gámunum á grenndarstöðvum sem láta vita þegar þeir eru að verða fullir. Með hringrásarlögunum hefur orðið vitundarvakning meðal landsmanna. Við erum að standa okkur vel eins og magntölurnar sýna. Og við ætlum að sjálfsögðu að gera enn betur. Verum öll áfram samtaka í þessu verkefni. Höfundur er stjórnarformaður SORPU og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun