Segir það rangt að fólki hafi verið sagt að halda sig heima Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2023 07:46 Mikill fjöldi er við leit í Derna en alþjóðleg teymi virðast, samkvæmt erlendum miðlum, ekki partur af leitinni. Mikill fjöldi er talinn fastur undir rústum enn þó margir hafi horfið líka horfið með flóðunum út í haf þegar stíflurnar brustu. Vísir/EPA Íbúar í hafnarborginni Derna segjast engar viðvaranir hafa fengið áður en stormur skall á síðasta sunnudag. Allt að ellefu þúsund eru látin og þúsundir enn týnd. Embættismenn segjast hafa skipað rýmingu og varað fólk við. Othman Abdul Jalil, talsmaður ríkisstjórnar Líbíu í Benghazi, þvertekur fyrir ásakanir um að margir sem létust í flóðum í síðustu viku í kjölfar storms hafi verið sagt að halda sig heima. Íbúar í Derna hafa sagt blaðamönnum breska ríkisútvarpsins að þau hafi fengið misvísandi skilaboð frá þeim tveimur ólíku ríkisstjórnum sem starfandi eru í landinu um það hvenær þau hefðu átt að yfirgefa heimili sín og koma sér í skjól. Á vef AP segja íbúar svipaða sögu en þar segir að íbúar hafi í raun ekki vitað af hættu fyrr en þau heyrðu í stíflunum bresta. Tæp vika er frá hamfaraflóðunum í hafnarborginni Derna í Líbíu en tvær stíflur brustu í kjölfar storms sem gekk yfir austurhluta landsins á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram frá því að þær brustu um að viðhaldi hafi ekki verið sinnt nægilega vel og hefur verið kallað eftir ítarlegri rannsókn á því hvað gerðist. Mikilvægir innviðir eins og vegir og samskiptakerfi eyðilögðust í flóðunum sem hafa gert björgunaraðgerðir afar erfiðar. Talið er að allt frá sex til ellefu þúsund séu látin og þúsundir enn týnd. Borgarstjóri borgarinnar hefur varað við því að tala látinna gæti náð allt að 20 þúsund. Borgarstjórinn segist hafa skipað rýmingu þremur eða fjórum dögum fyrir flóðin en ekki hefur verið hægt að staðfesta það að sögn fréttar BBC. Othman Abdul Jalil segir þetta ekki rétt og að hermenn hafi beðið fólk að fara en viðurkennir að fólk hafi mögulega ekki tekið viðvaranir þeirra alvarlega. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Ekki fleiri fjöldagrafir Alls bjuggu um hundrað þúsund í borginni fyrir hamfarirnar. Búið er að jarða um þúsund í fjöldagröfum en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur beðið yfirvöld að jarða ekki fleiri með þeim hætti. Það geti haft alvarleg andleg áhrif til langs tíma fyrir syrgjandi fjölskyldur. Fram kemur í umfjöllun BBC, sem er á vettvangi, að mikill fjöldi sé við leit og björgun í borginni en að alþjóðleg teymi virðist ekki vera partur af því. Vitnað er í talsmann Rauða Krossins sem segir það „martröð“ að samhæfa aðgerðir í landinu. Aðstæður eru erfiðar þar, og hafa verið í um áratug, vegna átaka. Tvær ríkisstjórnir eru starfandi í landinu, önnur í vestri og hin í austri. Aðeins önnur, sú í vestri, er viðurkennd alþjóðlega. Jens Laerke hjá Sameinuðu þjóðunum segir í samtali við BBC að þau reyni nú að koma í veg fyrir að önnur neyð taki við af flóðunum en mikil hætta er á að ýmsir sjúkdómar fari á kreik þegar erfitt er að gæta að hreinlæti. Þá líða margir vatns- og matarskort sem hafa misst heimili sín. Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Othman Abdul Jalil, talsmaður ríkisstjórnar Líbíu í Benghazi, þvertekur fyrir ásakanir um að margir sem létust í flóðum í síðustu viku í kjölfar storms hafi verið sagt að halda sig heima. Íbúar í Derna hafa sagt blaðamönnum breska ríkisútvarpsins að þau hafi fengið misvísandi skilaboð frá þeim tveimur ólíku ríkisstjórnum sem starfandi eru í landinu um það hvenær þau hefðu átt að yfirgefa heimili sín og koma sér í skjól. Á vef AP segja íbúar svipaða sögu en þar segir að íbúar hafi í raun ekki vitað af hættu fyrr en þau heyrðu í stíflunum bresta. Tæp vika er frá hamfaraflóðunum í hafnarborginni Derna í Líbíu en tvær stíflur brustu í kjölfar storms sem gekk yfir austurhluta landsins á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram frá því að þær brustu um að viðhaldi hafi ekki verið sinnt nægilega vel og hefur verið kallað eftir ítarlegri rannsókn á því hvað gerðist. Mikilvægir innviðir eins og vegir og samskiptakerfi eyðilögðust í flóðunum sem hafa gert björgunaraðgerðir afar erfiðar. Talið er að allt frá sex til ellefu þúsund séu látin og þúsundir enn týnd. Borgarstjóri borgarinnar hefur varað við því að tala látinna gæti náð allt að 20 þúsund. Borgarstjórinn segist hafa skipað rýmingu þremur eða fjórum dögum fyrir flóðin en ekki hefur verið hægt að staðfesta það að sögn fréttar BBC. Othman Abdul Jalil segir þetta ekki rétt og að hermenn hafi beðið fólk að fara en viðurkennir að fólk hafi mögulega ekki tekið viðvaranir þeirra alvarlega. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Ekki fleiri fjöldagrafir Alls bjuggu um hundrað þúsund í borginni fyrir hamfarirnar. Búið er að jarða um þúsund í fjöldagröfum en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur beðið yfirvöld að jarða ekki fleiri með þeim hætti. Það geti haft alvarleg andleg áhrif til langs tíma fyrir syrgjandi fjölskyldur. Fram kemur í umfjöllun BBC, sem er á vettvangi, að mikill fjöldi sé við leit og björgun í borginni en að alþjóðleg teymi virðist ekki vera partur af því. Vitnað er í talsmann Rauða Krossins sem segir það „martröð“ að samhæfa aðgerðir í landinu. Aðstæður eru erfiðar þar, og hafa verið í um áratug, vegna átaka. Tvær ríkisstjórnir eru starfandi í landinu, önnur í vestri og hin í austri. Aðeins önnur, sú í vestri, er viðurkennd alþjóðlega. Jens Laerke hjá Sameinuðu þjóðunum segir í samtali við BBC að þau reyni nú að koma í veg fyrir að önnur neyð taki við af flóðunum en mikil hætta er á að ýmsir sjúkdómar fari á kreik þegar erfitt er að gæta að hreinlæti. Þá líða margir vatns- og matarskort sem hafa misst heimili sín.
Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34
Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56