Eitt sveitarfélag á Suðurnesjum skilið eftir í heilbrigðismálum Anton Kristinn Guðmundsson skrifar 16. september 2023 11:30 Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið alls 4.011 nú í byrjun þessarar viku. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir 5 árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum 5 árum, eða um 17,5%. Uppbygging í heilbrigðismálum á íslandi hefur verið mikil á undanförum árum og hefur núverandi heilbrigðisráðherra verið vinnusamur þá daga sem hann hefur setið í embætti og lagt miklu vinnu í þau mikilvægu verkefni sem hann hefur verið að leysa hverju sinni, en með einhverju móti viðrist Suðurnesjabær verða undir í þeim efnum. Sú staðreynd blasir við að sveitarfélagið Suðurnesjabær er stærsta sveitarfélagið á íslandi sem hefur ekki neina heilsugæslu né hjúkrunarheimili og þurfa því íbúar að leita til annarra sveitarfélaga eftir heilbrigðisþjónustu. Ef mið er tekið af stærð er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á Íslandi sem stendur í þeim sporum. Sveitarfélagið er með stórt og mikið verkefni í fanginu sem snýr að vegalausum börnum þar sem flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ og fellur því þessi málaflokkur sjálfkrafa á barnavernd sveitarfélagsins með tilheyrandi kostnaði sem það hefur í för með sér. Einnig eru uppi áform Vinnumálastofnunar um að koma með í Suðurnesjabæ umsækjendur um alþjóðlega vernd sem telja 120 manns, þvert á samþykki sveitarstjórnar. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að Heilbrigðis þjónusta verði endurvakin í sveitarfélaginu líkt og hún var hér á árum áður til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Um er að ræða gríðarlega stórt réttlætismál fyrir íbúa Suðurnesjabæjar, að heilbrigðisþjónusta verði í boði í sveitarfélaginu líkt og í öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi af þessari stærð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ eru öll boðin og búin að hefja formlegar viðræður strax við heil-brigðisráðuneytið og forsvarsmenn HSS við fyrsta tækifæri svo að hægt sé að undirbúa húsnæðið sem Suðurnesjabær hefur upp á að bjóða undir slíka starfsemi. Ég skora á alla þingmenn í kjördæminu hvar í flokki sem þeir standa og ekki síst á heilbrigðisráðherra að beita sér að hörku svo að þetta réttlætismál fyrir íbúa suðurnesjabæjar nái fram að ganga sem allra fyrst, því ljóst þykir að málefnið er brýnt og þolir enga bið. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Heilbrigðismál Flóttafólk á Íslandi Anton Guðmundsson Tengdar fréttir Engin heilbrigðisþjónusta í fjögur þúsund manna bæjarfélagi Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vinna nú hörðu höndum að því að fá heilbrigðisþjónustu frá ríkinu í sveitarfélagið en staðreyndin er sú að það er enga heilbrigðisþjónustu að hafa í Suðurnesjabæ í dag þrátt fyrir að þar búi um fjögur þúsund manns. 6. ágúst 2023 23:05 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið alls 4.011 nú í byrjun þessarar viku. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir 5 árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum 5 árum, eða um 17,5%. Uppbygging í heilbrigðismálum á íslandi hefur verið mikil á undanförum árum og hefur núverandi heilbrigðisráðherra verið vinnusamur þá daga sem hann hefur setið í embætti og lagt miklu vinnu í þau mikilvægu verkefni sem hann hefur verið að leysa hverju sinni, en með einhverju móti viðrist Suðurnesjabær verða undir í þeim efnum. Sú staðreynd blasir við að sveitarfélagið Suðurnesjabær er stærsta sveitarfélagið á íslandi sem hefur ekki neina heilsugæslu né hjúkrunarheimili og þurfa því íbúar að leita til annarra sveitarfélaga eftir heilbrigðisþjónustu. Ef mið er tekið af stærð er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á Íslandi sem stendur í þeim sporum. Sveitarfélagið er með stórt og mikið verkefni í fanginu sem snýr að vegalausum börnum þar sem flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ og fellur því þessi málaflokkur sjálfkrafa á barnavernd sveitarfélagsins með tilheyrandi kostnaði sem það hefur í för með sér. Einnig eru uppi áform Vinnumálastofnunar um að koma með í Suðurnesjabæ umsækjendur um alþjóðlega vernd sem telja 120 manns, þvert á samþykki sveitarstjórnar. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að Heilbrigðis þjónusta verði endurvakin í sveitarfélaginu líkt og hún var hér á árum áður til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Um er að ræða gríðarlega stórt réttlætismál fyrir íbúa Suðurnesjabæjar, að heilbrigðisþjónusta verði í boði í sveitarfélaginu líkt og í öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi af þessari stærð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ eru öll boðin og búin að hefja formlegar viðræður strax við heil-brigðisráðuneytið og forsvarsmenn HSS við fyrsta tækifæri svo að hægt sé að undirbúa húsnæðið sem Suðurnesjabær hefur upp á að bjóða undir slíka starfsemi. Ég skora á alla þingmenn í kjördæminu hvar í flokki sem þeir standa og ekki síst á heilbrigðisráðherra að beita sér að hörku svo að þetta réttlætismál fyrir íbúa suðurnesjabæjar nái fram að ganga sem allra fyrst, því ljóst þykir að málefnið er brýnt og þolir enga bið. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Engin heilbrigðisþjónusta í fjögur þúsund manna bæjarfélagi Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vinna nú hörðu höndum að því að fá heilbrigðisþjónustu frá ríkinu í sveitarfélagið en staðreyndin er sú að það er enga heilbrigðisþjónustu að hafa í Suðurnesjabæ í dag þrátt fyrir að þar búi um fjögur þúsund manns. 6. ágúst 2023 23:05
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun