Íslendingar að renna út á tíma í málum aldraðra Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 16. september 2023 23:01 Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir Íslendinga vera að renna út á tíma í málefnum aldraðra. Stöð 2 Fimm hundruð eru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og byggja þarf ígildi níu hjúkrunarheimila bara í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun í elstu hópum. Forstjóri Sóltún segir að þjóðin sé að renna út á tíma í málum aldraðra. Íslenska þjóðin eldist á ógnarhraða og á næstu fimmtán árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgað um 85 prósent. Sá hópur færi úr því að vera um ellefu þúsund manns í dag yfir í að vera um tuttugu þúsund árið 2038. Bara í Reykjavík vantar um 700 hjúkrunarrými, þetta er ígildi um átta til níu heilla hjúkrunarheimila. Á næstu fimmtán árum er talið að fólki á aldrinum 80 til 89 ára gæti fjölgað um 85 prósent. Eitt af stærstu viðfangsefnum næstu ára er hvernig eigi að mæta þeirri fjölgun.Stöð 2 Fimm hundruð á biðlista „Það eru fimm hundruð manns á landinu á biðlista eftir hjúkrunarrými í dag. Ég held að það séu um 250, síðast þegar ég gáði, á biðlista eftir hjúkrunarrými bara á höfuðborgarsvæðinu. Við erum kannski aðeins runnin út á tíma með þetta,“ sagði Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns. „Eitt nýtt hjúkrunarheimili kostar svona fimm-sex milljarða. Sú uppbygging þarf að vera hraðari,“ sagði hún einnig. Næstu hjúkrunarrými sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu eru einmitt á Sóltúni, sextíu talsins og verða tilbúin eftir eitt til tvö ár. Slík uppbygging á þó vissulega til að dragast á langinn. Vorið 2021 undirrituðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri samkomulag um að reisa hjúkrunarheimili fyrir allt að 144 íbúa á lóð við Mosaveg í Reykjavík á móti Borgarholtsskóla. Í samkomulaginu var talað um að undirbúningur framkvæmda myndi hefjast seinna það sama ár og að hjúkrunarheimilið yrði tilbúið til notkunar. En nú er langt liðið á 2023 og enn hefur ekkert gerst á lóðinni. Íslendingar þurfi að spýta í lófana Martin Green, framkvæmdastjóri Care England, stærstu atvinnugreinasamtaka í einkarekinni umönnun aldraðra á Bretlandi, segir Íslendinga verða að spýta í lófana í málaflokknum. „Ég held að það verði líka vandamál, hvort þið hafið efni á að þjóna öllum þegar við lítum á aukna þörf. Ísland er ekkert öðruvísi en hin G20-ríkin. Það er aukin þörf hjá okkur öllum og við finnum að það eru minni fjármunir hjá stjórnvöldum,“ sagði Green við fréttastofu. Martin Green segir Íslendinga í sama vanda og önnur G20-ríki.Stöð 2 Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Íslenska þjóðin eldist á ógnarhraða og á næstu fimmtán árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgað um 85 prósent. Sá hópur færi úr því að vera um ellefu þúsund manns í dag yfir í að vera um tuttugu þúsund árið 2038. Bara í Reykjavík vantar um 700 hjúkrunarrými, þetta er ígildi um átta til níu heilla hjúkrunarheimila. Á næstu fimmtán árum er talið að fólki á aldrinum 80 til 89 ára gæti fjölgað um 85 prósent. Eitt af stærstu viðfangsefnum næstu ára er hvernig eigi að mæta þeirri fjölgun.Stöð 2 Fimm hundruð á biðlista „Það eru fimm hundruð manns á landinu á biðlista eftir hjúkrunarrými í dag. Ég held að það séu um 250, síðast þegar ég gáði, á biðlista eftir hjúkrunarrými bara á höfuðborgarsvæðinu. Við erum kannski aðeins runnin út á tíma með þetta,“ sagði Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns. „Eitt nýtt hjúkrunarheimili kostar svona fimm-sex milljarða. Sú uppbygging þarf að vera hraðari,“ sagði hún einnig. Næstu hjúkrunarrými sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu eru einmitt á Sóltúni, sextíu talsins og verða tilbúin eftir eitt til tvö ár. Slík uppbygging á þó vissulega til að dragast á langinn. Vorið 2021 undirrituðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri samkomulag um að reisa hjúkrunarheimili fyrir allt að 144 íbúa á lóð við Mosaveg í Reykjavík á móti Borgarholtsskóla. Í samkomulaginu var talað um að undirbúningur framkvæmda myndi hefjast seinna það sama ár og að hjúkrunarheimilið yrði tilbúið til notkunar. En nú er langt liðið á 2023 og enn hefur ekkert gerst á lóðinni. Íslendingar þurfi að spýta í lófana Martin Green, framkvæmdastjóri Care England, stærstu atvinnugreinasamtaka í einkarekinni umönnun aldraðra á Bretlandi, segir Íslendinga verða að spýta í lófana í málaflokknum. „Ég held að það verði líka vandamál, hvort þið hafið efni á að þjóna öllum þegar við lítum á aukna þörf. Ísland er ekkert öðruvísi en hin G20-ríkin. Það er aukin þörf hjá okkur öllum og við finnum að það eru minni fjármunir hjá stjórnvöldum,“ sagði Green við fréttastofu. Martin Green segir Íslendinga í sama vanda og önnur G20-ríki.Stöð 2
Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira