Íslendingar að renna út á tíma í málum aldraðra Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 16. september 2023 23:01 Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir Íslendinga vera að renna út á tíma í málefnum aldraðra. Stöð 2 Fimm hundruð eru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og byggja þarf ígildi níu hjúkrunarheimila bara í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun í elstu hópum. Forstjóri Sóltún segir að þjóðin sé að renna út á tíma í málum aldraðra. Íslenska þjóðin eldist á ógnarhraða og á næstu fimmtán árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgað um 85 prósent. Sá hópur færi úr því að vera um ellefu þúsund manns í dag yfir í að vera um tuttugu þúsund árið 2038. Bara í Reykjavík vantar um 700 hjúkrunarrými, þetta er ígildi um átta til níu heilla hjúkrunarheimila. Á næstu fimmtán árum er talið að fólki á aldrinum 80 til 89 ára gæti fjölgað um 85 prósent. Eitt af stærstu viðfangsefnum næstu ára er hvernig eigi að mæta þeirri fjölgun.Stöð 2 Fimm hundruð á biðlista „Það eru fimm hundruð manns á landinu á biðlista eftir hjúkrunarrými í dag. Ég held að það séu um 250, síðast þegar ég gáði, á biðlista eftir hjúkrunarrými bara á höfuðborgarsvæðinu. Við erum kannski aðeins runnin út á tíma með þetta,“ sagði Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns. „Eitt nýtt hjúkrunarheimili kostar svona fimm-sex milljarða. Sú uppbygging þarf að vera hraðari,“ sagði hún einnig. Næstu hjúkrunarrými sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu eru einmitt á Sóltúni, sextíu talsins og verða tilbúin eftir eitt til tvö ár. Slík uppbygging á þó vissulega til að dragast á langinn. Vorið 2021 undirrituðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri samkomulag um að reisa hjúkrunarheimili fyrir allt að 144 íbúa á lóð við Mosaveg í Reykjavík á móti Borgarholtsskóla. Í samkomulaginu var talað um að undirbúningur framkvæmda myndi hefjast seinna það sama ár og að hjúkrunarheimilið yrði tilbúið til notkunar. En nú er langt liðið á 2023 og enn hefur ekkert gerst á lóðinni. Íslendingar þurfi að spýta í lófana Martin Green, framkvæmdastjóri Care England, stærstu atvinnugreinasamtaka í einkarekinni umönnun aldraðra á Bretlandi, segir Íslendinga verða að spýta í lófana í málaflokknum. „Ég held að það verði líka vandamál, hvort þið hafið efni á að þjóna öllum þegar við lítum á aukna þörf. Ísland er ekkert öðruvísi en hin G20-ríkin. Það er aukin þörf hjá okkur öllum og við finnum að það eru minni fjármunir hjá stjórnvöldum,“ sagði Green við fréttastofu. Martin Green segir Íslendinga í sama vanda og önnur G20-ríki.Stöð 2 Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Vara við eldingum á Suðausturlandi Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Íslenska þjóðin eldist á ógnarhraða og á næstu fimmtán árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgað um 85 prósent. Sá hópur færi úr því að vera um ellefu þúsund manns í dag yfir í að vera um tuttugu þúsund árið 2038. Bara í Reykjavík vantar um 700 hjúkrunarrými, þetta er ígildi um átta til níu heilla hjúkrunarheimila. Á næstu fimmtán árum er talið að fólki á aldrinum 80 til 89 ára gæti fjölgað um 85 prósent. Eitt af stærstu viðfangsefnum næstu ára er hvernig eigi að mæta þeirri fjölgun.Stöð 2 Fimm hundruð á biðlista „Það eru fimm hundruð manns á landinu á biðlista eftir hjúkrunarrými í dag. Ég held að það séu um 250, síðast þegar ég gáði, á biðlista eftir hjúkrunarrými bara á höfuðborgarsvæðinu. Við erum kannski aðeins runnin út á tíma með þetta,“ sagði Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns. „Eitt nýtt hjúkrunarheimili kostar svona fimm-sex milljarða. Sú uppbygging þarf að vera hraðari,“ sagði hún einnig. Næstu hjúkrunarrými sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu eru einmitt á Sóltúni, sextíu talsins og verða tilbúin eftir eitt til tvö ár. Slík uppbygging á þó vissulega til að dragast á langinn. Vorið 2021 undirrituðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri samkomulag um að reisa hjúkrunarheimili fyrir allt að 144 íbúa á lóð við Mosaveg í Reykjavík á móti Borgarholtsskóla. Í samkomulaginu var talað um að undirbúningur framkvæmda myndi hefjast seinna það sama ár og að hjúkrunarheimilið yrði tilbúið til notkunar. En nú er langt liðið á 2023 og enn hefur ekkert gerst á lóðinni. Íslendingar þurfi að spýta í lófana Martin Green, framkvæmdastjóri Care England, stærstu atvinnugreinasamtaka í einkarekinni umönnun aldraðra á Bretlandi, segir Íslendinga verða að spýta í lófana í málaflokknum. „Ég held að það verði líka vandamál, hvort þið hafið efni á að þjóna öllum þegar við lítum á aukna þörf. Ísland er ekkert öðruvísi en hin G20-ríkin. Það er aukin þörf hjá okkur öllum og við finnum að það eru minni fjármunir hjá stjórnvöldum,“ sagði Green við fréttastofu. Martin Green segir Íslendinga í sama vanda og önnur G20-ríki.Stöð 2
Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Vara við eldingum á Suðausturlandi Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira