Að stemma af bókhald Tinna Traustadóttir skrifar 18. september 2023 08:30 Upprunaábyrgð raforku er staðfesting á því að raforkan hafi verið unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er allt og sumt og óþarfi að flækja umræðuna. Þetta felst í heitinu, þarna er á ferðinni vottorð sem ábyrgist uppruna raforkunnar og ekkert annað. Íslenskir framleiðendur raforku, þar á meðal Landsvirkjun, taka þátt í hinu evrópska kerfi upprunaábyrgða. Þrjátíu ríki eiga aðild að kerfinu sem byggir á því að allir sem nota raforku, hvar svo sem þeir eru staddir innan Evrópu, geti stutt við vinnslu endurnýjanlegrar orku með því að kaupa upprunaábyrgðir. Enginn er skyldaður til þess, hver og einn ræður hvort hann kaupir, hversu mikið og hvenær. Tökum dæmi: Fyrirtæki á Spáni á þess ekki kost að kaupa raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Hún er einfaldlega ekki í boði á starfssvæði fyrirtækisins. Forsvarsmenn þess vilja hins vegar styðja baráttuna gegn loftslagsvánni og ákveða því að kaupa upprunaábyrgð frá raforkuframleiðanda sem stundar græna orkuvinnslu. Til dæmis framleiðanda í Noregi. Eða frá Landsvirkjun á Íslandi. Þannig nær fyrirtækið að styðja við græna orkuvinnslu og sá stuðningur hvetur aðra orkuframleiðendur til að vinna sína orku með grænum hætti, enda sjá þeir fram á að fá hærra verð fyrir framleiðslu sína, verði hún græn. Innstungur skipta engu Auðvitað þýðir þetta ekki að rafmagn sem unnið er með grænum hætti í Noregi eða á Íslandi skili sér allt í einu í innstungurnar hjá spánska fyrirtækinu. Ekki frekar en heimili í Reykjavík sem ákveður að skipta við Orkubú Vestfjarða getur gengið að því vísu að straumurinn liggi beinlínis þaðan. Kerfið er ekki til þess gert. Þetta er bókhaldskerfi, sem hyglir þeim fyrirtækjum sem framleiða græna orku. Þau fá hærra verð fyrir framleiðslu sína. Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, fær milljörðum króna meira í kassann á ári hverju. Þeir milljarðar auðvelda næstu skref í grænni orkuvinnslu og bættur hagur Landsvirkjunar skilar sér til þjóðarinnar í arðgreiðslum. Arðgreiðsla Landsvirkjunar í ríkissjóð fyrir síðasta ár nam 20 milljörðum króna. Af því að þetta kerfi snýst um bókhald en ekki um afhendingu raforku þá þarf að tryggja að bókhaldið sé réttilega fært. Önnur orkuvinnsla færist í kredit-dálkinn, til dæmis kolaorkan sem fyrirtækið á Spáni notaði í raun, af því að það átti ekki kost á öðru. Eða kjarnorkan sem systurfyrirtæki þess í Þýskalandi varð að nota. Þetta er bókhald. Við vitum öll að hér á landi notum við hvorki kol né kjarnorku. En bókhaldið verður að stemma. Flóknara er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Upprunaábyrgð raforku er staðfesting á því að raforkan hafi verið unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er allt og sumt og óþarfi að flækja umræðuna. Þetta felst í heitinu, þarna er á ferðinni vottorð sem ábyrgist uppruna raforkunnar og ekkert annað. Íslenskir framleiðendur raforku, þar á meðal Landsvirkjun, taka þátt í hinu evrópska kerfi upprunaábyrgða. Þrjátíu ríki eiga aðild að kerfinu sem byggir á því að allir sem nota raforku, hvar svo sem þeir eru staddir innan Evrópu, geti stutt við vinnslu endurnýjanlegrar orku með því að kaupa upprunaábyrgðir. Enginn er skyldaður til þess, hver og einn ræður hvort hann kaupir, hversu mikið og hvenær. Tökum dæmi: Fyrirtæki á Spáni á þess ekki kost að kaupa raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Hún er einfaldlega ekki í boði á starfssvæði fyrirtækisins. Forsvarsmenn þess vilja hins vegar styðja baráttuna gegn loftslagsvánni og ákveða því að kaupa upprunaábyrgð frá raforkuframleiðanda sem stundar græna orkuvinnslu. Til dæmis framleiðanda í Noregi. Eða frá Landsvirkjun á Íslandi. Þannig nær fyrirtækið að styðja við græna orkuvinnslu og sá stuðningur hvetur aðra orkuframleiðendur til að vinna sína orku með grænum hætti, enda sjá þeir fram á að fá hærra verð fyrir framleiðslu sína, verði hún græn. Innstungur skipta engu Auðvitað þýðir þetta ekki að rafmagn sem unnið er með grænum hætti í Noregi eða á Íslandi skili sér allt í einu í innstungurnar hjá spánska fyrirtækinu. Ekki frekar en heimili í Reykjavík sem ákveður að skipta við Orkubú Vestfjarða getur gengið að því vísu að straumurinn liggi beinlínis þaðan. Kerfið er ekki til þess gert. Þetta er bókhaldskerfi, sem hyglir þeim fyrirtækjum sem framleiða græna orku. Þau fá hærra verð fyrir framleiðslu sína. Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, fær milljörðum króna meira í kassann á ári hverju. Þeir milljarðar auðvelda næstu skref í grænni orkuvinnslu og bættur hagur Landsvirkjunar skilar sér til þjóðarinnar í arðgreiðslum. Arðgreiðsla Landsvirkjunar í ríkissjóð fyrir síðasta ár nam 20 milljörðum króna. Af því að þetta kerfi snýst um bókhald en ekki um afhendingu raforku þá þarf að tryggja að bókhaldið sé réttilega fært. Önnur orkuvinnsla færist í kredit-dálkinn, til dæmis kolaorkan sem fyrirtækið á Spáni notaði í raun, af því að það átti ekki kost á öðru. Eða kjarnorkan sem systurfyrirtæki þess í Þýskalandi varð að nota. Þetta er bókhald. Við vitum öll að hér á landi notum við hvorki kol né kjarnorku. En bókhaldið verður að stemma. Flóknara er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun