Sjáðu jöfnunarmark nýliðans í Árbænum og öll hin úr Bestu deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2023 10:01 Þóroddur Víkingsson skorar jöfnunarmark Fylkis gegn ÍBV. vísir/anton Þóroddur Víkingsson tryggði Fylki stig gegn ÍBV í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla með sínu fyrsta marki í efstu deild. Átta mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu í Árbænum þar sem Fylkir og ÍBV skildu jöfn, 2-2. Elís Rafn Björnsson kom Árbæingum yfir með góðu vinstri fótar skoti á 8. mínútu. Á 63. mínútu jafnaði Tómas Bent Magnússon metin þegar hann skallaði hornspyrnu Felix Arnar Friðrikssonar í netið. Tólf mínútum síðar lagði Tómas svo upp mark fyrir Sverri Pál Hjaltested. Á 85. mínútu kom Þóroddur inn á í sínum þriðja leik í efstu deild og tveimur mínútum síðar skoraði hann jöfnunarmark Fylkis. Lokatölur 2-2. Þetta var þriðja 2-2 jafntefli Eyjamanna í röð en með stiginu komust þeir upp úr fallsæti. Klippa: Fylkir 2-2 ÍBV Annan leikinn í röð vann FH 0-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli. FH-ingar komust með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir Blikum. Gera þurfti langt hlé á leiknum vegna meiðsla Kjartans Kára Halldórssonar, leikmanns FH, sem meiddist eftir rúman hálftíma eftir samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Á sjöttu mínútu uppbótartímans skoraði Davíð Snær Jóhannsson með skoti af stuttu færi eftir slæm mistök Viktors Arnar Margeirssonar. Á 74. mínútu jók Vuk Oskar Dimitrijevic svo muninn í 0-2 eftir undirbúnings Ástbjörns Þórðarsonar. Klippa: Breiðablik 0-2 FH Loks vann Valur 2-0 heimasigur á Stjörnunni. Ef Garðbæingar hefðu unnið leikinn hefðu Víkingar orðið Íslandsmeistarar. Á markamínútunni, þeirri fertugstuogþriðju, kom Birkir Heimisson Val yfir með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Akureyringurinn skoraði þarna í öðrum leiknum í röð. Hlynur Freyr Karlsson gulltryggði svo sigur Valsmanna þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Tryggva Hrafns Haraldssonar og skoraði framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki Stjörnumanna. Klippa: Valur 2-0 Stjarnan Valur er áfram í 2. sæti deildarinnar og verður væntanlega þar þegar yfir lýkur en Stjarnan er í 5. sætinu. Öll átta mörkin úr Bestu deild karla í gær má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Fylkir ÍBV Breiðablik FH Valur Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Leik lokið: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Sjá meira
Átta mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu í Árbænum þar sem Fylkir og ÍBV skildu jöfn, 2-2. Elís Rafn Björnsson kom Árbæingum yfir með góðu vinstri fótar skoti á 8. mínútu. Á 63. mínútu jafnaði Tómas Bent Magnússon metin þegar hann skallaði hornspyrnu Felix Arnar Friðrikssonar í netið. Tólf mínútum síðar lagði Tómas svo upp mark fyrir Sverri Pál Hjaltested. Á 85. mínútu kom Þóroddur inn á í sínum þriðja leik í efstu deild og tveimur mínútum síðar skoraði hann jöfnunarmark Fylkis. Lokatölur 2-2. Þetta var þriðja 2-2 jafntefli Eyjamanna í röð en með stiginu komust þeir upp úr fallsæti. Klippa: Fylkir 2-2 ÍBV Annan leikinn í röð vann FH 0-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli. FH-ingar komust með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir Blikum. Gera þurfti langt hlé á leiknum vegna meiðsla Kjartans Kára Halldórssonar, leikmanns FH, sem meiddist eftir rúman hálftíma eftir samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Á sjöttu mínútu uppbótartímans skoraði Davíð Snær Jóhannsson með skoti af stuttu færi eftir slæm mistök Viktors Arnar Margeirssonar. Á 74. mínútu jók Vuk Oskar Dimitrijevic svo muninn í 0-2 eftir undirbúnings Ástbjörns Þórðarsonar. Klippa: Breiðablik 0-2 FH Loks vann Valur 2-0 heimasigur á Stjörnunni. Ef Garðbæingar hefðu unnið leikinn hefðu Víkingar orðið Íslandsmeistarar. Á markamínútunni, þeirri fertugstuogþriðju, kom Birkir Heimisson Val yfir með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Akureyringurinn skoraði þarna í öðrum leiknum í röð. Hlynur Freyr Karlsson gulltryggði svo sigur Valsmanna þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Tryggva Hrafns Haraldssonar og skoraði framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki Stjörnumanna. Klippa: Valur 2-0 Stjarnan Valur er áfram í 2. sæti deildarinnar og verður væntanlega þar þegar yfir lýkur en Stjarnan er í 5. sætinu. Öll átta mörkin úr Bestu deild karla í gær má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Fylkir ÍBV Breiðablik FH Valur Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Leik lokið: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Sjá meira