Rafmagnað samband skemmtiferðaskipa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 19. september 2023 14:00 Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu. Með landtengingunni opnast einnig möguleiki á kolefnislosunarlausum heimsóknum skemmtiferðaskipa í Faxaflóa þegar um svokölluð hybrid skip er að ræða. Landtengingin í dag við skemmtiferðaskip Hurtigruten er skref í átt að því að landtengja öll skip við hafnir Faxaflóahafna. Einungis þau stærstu eftir Nú þegar eru fiskiskip landtengd við bryggju og í lok árs 2022 var tekin í notkun landtenging við stærstu gámaskip Eimskipa. Í dag tengjum við minnstu gerð skemmtiferðaskipa. Eftir að hafa byggt upp kerfi rafmagns landtenginga fyrir minni skip og báta er komið að því að Faxaflóahafnir ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur og tengi allra stærstu skipin. Þetta verður krefjandi og kostnaðarsamt verkefni sem gert er ráð fyrir að ljúka á næstu þremur árum. Stærstu skemmtiferðaskipin munu þurfa rafmagn á við heilt þorp, og það er ekki einfalt mál að geta stungið þorpi í samband þegar á þarf að halda. Einnig þarf að hafa í huga að ekki hafa öll skip tæknina til að stinga í samband strax en þeim mun vonandi fjölga þegar tengingarnar verða komnar. Hvað hefur áunnist? Með landtengingum skipa hafa Faxaflóahafnir hafa unnið að að bættum loft- og hljóðgæðum í borginni enda eru öflugar landtengingar skipa í höfnum Reykjavíkur afar mikilvægur liður í loftslagsmarkmiðum Reykjavíkurborgar. Fyrir umhverfið er ávinningurinn er þríþættur. Í fyrsta lagi draga tengingar eins og þessi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í öðru lagi draga þær úr útblæstri loftmengandi efna líkt og við höfum séð í bláum reyk norðan heiða og sunnan í sumar. Í þriðja lagi bæta þær hljóðvist, þegar olíuvélar eru ekki í gangi. Öll sem eitt Samtakamátt þarf til að verkefni af þessari stærðargráðu verði að veruleika. Fjöldi fyrirtækja og starfsfólk Faxaflóahafna hafa unnið að þessu markmiði sleitulaust undanfarin ár. Byggja þarf upp aðveitustöðvar í samvinnu við Veitur og miðla þarf orku til stærri landtenginga við Skarfabakka. Á meðan að skip Hurtigruten eru rúmlega fimmhundruð gestir, dveljast nokkur þúsund manns í stærri skemmtiferðaskipum, bæði farþegar og starfsfólk, sem njóta þar einnig fjölbreyttar þjónustu sem krefst orku. Að tengja stærri skemmtiferðaskipin við rafmagn er því á við að bæta meðal sjávarþorpi við kerfið, með nauðsynlegum háspennistöðvum og tengibúnaði. Það er ekki einfalt verkefni. Meira líf við Gömlu Höfnina Reykjavík hefur vaxið utan um Gömlu Höfnina á liðnum áratugum og því er þessi landtenging sérlega mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg. Hér er um að ræða tímamóta verkerkefni á sviði loftslagsmála á Íslandi og þó víðar væri leitað þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og lofmengandi efna frá skemmtilferðaskipum. Ég vil óska Reykvíkingum til hamingju með áfangan og um leið nota tækifærið og þakka starfsmönnum og stjórn Faxaflóahafna fyrir að gera þetta að veruleika. Höfundur er stjórnarformaður Faxaflóahafna og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Hafnarmál Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu. Með landtengingunni opnast einnig möguleiki á kolefnislosunarlausum heimsóknum skemmtiferðaskipa í Faxaflóa þegar um svokölluð hybrid skip er að ræða. Landtengingin í dag við skemmtiferðaskip Hurtigruten er skref í átt að því að landtengja öll skip við hafnir Faxaflóahafna. Einungis þau stærstu eftir Nú þegar eru fiskiskip landtengd við bryggju og í lok árs 2022 var tekin í notkun landtenging við stærstu gámaskip Eimskipa. Í dag tengjum við minnstu gerð skemmtiferðaskipa. Eftir að hafa byggt upp kerfi rafmagns landtenginga fyrir minni skip og báta er komið að því að Faxaflóahafnir ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur og tengi allra stærstu skipin. Þetta verður krefjandi og kostnaðarsamt verkefni sem gert er ráð fyrir að ljúka á næstu þremur árum. Stærstu skemmtiferðaskipin munu þurfa rafmagn á við heilt þorp, og það er ekki einfalt mál að geta stungið þorpi í samband þegar á þarf að halda. Einnig þarf að hafa í huga að ekki hafa öll skip tæknina til að stinga í samband strax en þeim mun vonandi fjölga þegar tengingarnar verða komnar. Hvað hefur áunnist? Með landtengingum skipa hafa Faxaflóahafnir hafa unnið að að bættum loft- og hljóðgæðum í borginni enda eru öflugar landtengingar skipa í höfnum Reykjavíkur afar mikilvægur liður í loftslagsmarkmiðum Reykjavíkurborgar. Fyrir umhverfið er ávinningurinn er þríþættur. Í fyrsta lagi draga tengingar eins og þessi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í öðru lagi draga þær úr útblæstri loftmengandi efna líkt og við höfum séð í bláum reyk norðan heiða og sunnan í sumar. Í þriðja lagi bæta þær hljóðvist, þegar olíuvélar eru ekki í gangi. Öll sem eitt Samtakamátt þarf til að verkefni af þessari stærðargráðu verði að veruleika. Fjöldi fyrirtækja og starfsfólk Faxaflóahafna hafa unnið að þessu markmiði sleitulaust undanfarin ár. Byggja þarf upp aðveitustöðvar í samvinnu við Veitur og miðla þarf orku til stærri landtenginga við Skarfabakka. Á meðan að skip Hurtigruten eru rúmlega fimmhundruð gestir, dveljast nokkur þúsund manns í stærri skemmtiferðaskipum, bæði farþegar og starfsfólk, sem njóta þar einnig fjölbreyttar þjónustu sem krefst orku. Að tengja stærri skemmtiferðaskipin við rafmagn er því á við að bæta meðal sjávarþorpi við kerfið, með nauðsynlegum háspennistöðvum og tengibúnaði. Það er ekki einfalt verkefni. Meira líf við Gömlu Höfnina Reykjavík hefur vaxið utan um Gömlu Höfnina á liðnum áratugum og því er þessi landtenging sérlega mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg. Hér er um að ræða tímamóta verkerkefni á sviði loftslagsmála á Íslandi og þó víðar væri leitað þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og lofmengandi efna frá skemmtilferðaskipum. Ég vil óska Reykvíkingum til hamingju með áfangan og um leið nota tækifærið og þakka starfsmönnum og stjórn Faxaflóahafna fyrir að gera þetta að veruleika. Höfundur er stjórnarformaður Faxaflóahafna og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun