Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2023 12:21 Þeir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, Ásgeir Jónsson Seðlabankanstjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika bera saman bækur sínar á fundi fjármálastöðugleikarnefndar. Vísir/Einar Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Þrátt fyrir það eru vanskil heimilanna enn lítil í sögulegu samhengi en það gæti breyst hugi lántakendur og- veitendur ekki að því að breyta fasteignalánum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að á næstu tólf mánuðum muni stór hópur lántakenda þurfa að breyta fasteignalánum sínum því fastir vextir á óverðtryggðum fasteignalánum séu að losna. „Ég vil hvetja lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar varðandi lánsskilmála. Tímalengd lána, greiðslubyrði þeirra, mögulega blanda lánum, fara eitthvað í verðtryggt,“ segir Ásgeir. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. „Við erum að sjá núna að það að svo margir hafa verið með nafnvexti m.ö.o. óverðtryggða vexti, hefur leitt til þess að heimilin hafa ekki borði kostnaðinn af verðbólgunni eins og ef þau hefði verið með verðtryggð lán. Sérstaklega þeir sem hafa verið með fasta nafnvexti en líka þeir sem hafa verið með breytilega. Það hefur þau áhrif að eiginfjárhlutföll heimilanna með fasteignir hækka verulega og það gerist hjá öllum tekjutíundum. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera með nafnvaxtalán þegar verðbólgan er svona há því þá verður greiðslubyrðin svo há. Það er erfitt fyrir fólk að nota nánast allar tekjurnar sínar til að standa straum að lánunum. Við settum ákveðin viðmið varðandi greiðslubyrði að hún ætti að vera 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Nefndinni finnst erfitt að ef greiðslubyrðin er að fara að hækka um meira en það að leita allra leiða til að halda hlutfallinu niðri og dreifa álaginu,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að mestu máli skipti nú að ná verðbólgunni niður. „Þegar verðbólgan er svona há er ill mögulegt að vera með nafnvexti. Við þurfum að ná henni niður svo við getum lækkað aftur vexti. Það er í raun sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona háa verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir Ásgeir. Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Þrátt fyrir það eru vanskil heimilanna enn lítil í sögulegu samhengi en það gæti breyst hugi lántakendur og- veitendur ekki að því að breyta fasteignalánum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að á næstu tólf mánuðum muni stór hópur lántakenda þurfa að breyta fasteignalánum sínum því fastir vextir á óverðtryggðum fasteignalánum séu að losna. „Ég vil hvetja lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar varðandi lánsskilmála. Tímalengd lána, greiðslubyrði þeirra, mögulega blanda lánum, fara eitthvað í verðtryggt,“ segir Ásgeir. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. „Við erum að sjá núna að það að svo margir hafa verið með nafnvexti m.ö.o. óverðtryggða vexti, hefur leitt til þess að heimilin hafa ekki borði kostnaðinn af verðbólgunni eins og ef þau hefði verið með verðtryggð lán. Sérstaklega þeir sem hafa verið með fasta nafnvexti en líka þeir sem hafa verið með breytilega. Það hefur þau áhrif að eiginfjárhlutföll heimilanna með fasteignir hækka verulega og það gerist hjá öllum tekjutíundum. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera með nafnvaxtalán þegar verðbólgan er svona há því þá verður greiðslubyrðin svo há. Það er erfitt fyrir fólk að nota nánast allar tekjurnar sínar til að standa straum að lánunum. Við settum ákveðin viðmið varðandi greiðslubyrði að hún ætti að vera 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Nefndinni finnst erfitt að ef greiðslubyrðin er að fara að hækka um meira en það að leita allra leiða til að halda hlutfallinu niðri og dreifa álaginu,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að mestu máli skipti nú að ná verðbólgunni niður. „Þegar verðbólgan er svona há er ill mögulegt að vera með nafnvexti. Við þurfum að ná henni niður svo við getum lækkað aftur vexti. Það er í raun sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona háa verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir Ásgeir.
Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent