Óli tölva segir enga hættu stafa af iPhone 12 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. september 2023 00:04 Ólafur Kristjánsson hefur hlotið viðurnefnið Óli tölva. Bylgjan Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva eins og hann er gjarnan kallaður, segir enga ættu stafa af farsímanum iPhone 12, en frönsk stjórnvöld felldu snjallsímann nýlega á geislunarprófi. Tæknifyrirtækið Apple hét því í vikunni að hugbúnaður í snjallsímum iPhone 12 í landinu yrði uppfærður eftir að síminn stóðst ekki geislunarpróf. Þá sagðist fyrirtækið ósátt við niðurstöðuna en síminn hafði þegar verið í sölu í landinu í þrjú ár. Í rannsóknum á snjallsímanum hefur ekki tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr tækinu á heilsu fólks. Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva, mætti í Reykjavík síðdegis og svaraði spurningum um málið. „Stutta svarið er nei, það er engin hætta af þessu,“ segir Óli, aðspurður hreint út hvort snjallsíminn af tegundinni 12 væri hættulegur. „Þetta er bara einhver geislun sem er í gangi sem er samkvæmt einhverjum stöðlum yfir mörkum. Það eru svokallaðir SAR-staðlar, þeir eiga að vera fjórir.“ Óli segir frönsk yfirvöld hafa komist að því að SAR-stuðullinn á iPhone 12 hafi verið 5,6, sem þó sé langt undir hættumörkum. „Og þeir sjá að af því að þetta nær ekki þessum skrifuðu stöðlum þarna þá er náttúrlega komin smá stimplamenning og menn vilja bara banna þetta eða alla vega setja út á þetta,“ segir Óli. Hann segir Apple nú ætla að senda út hugbúnaðaruppfærslu í alla iPhone 12 síma í landinu sem eigi að rétta stuðulinn af og mögulega til þess að róa niður sögusagnir um skaðsemi geislunarinnar. „Það getur kannski líka verið einhver samsæriskenning í því að það sé verið hrista svolítið upp í Frökkum að fara að uppfæra upp í iPhone fimmtán úr tólf,“ segir hann. Óli ræddi að auki tækninýjungar Apple og Evrópusambandsins, agóritma og réttmæti upplýsinga á netinu í Reykjavík síðdegis. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Reykjavík síðdegis Apple Tækni Frakkland Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknifyrirtækið Apple hét því í vikunni að hugbúnaður í snjallsímum iPhone 12 í landinu yrði uppfærður eftir að síminn stóðst ekki geislunarpróf. Þá sagðist fyrirtækið ósátt við niðurstöðuna en síminn hafði þegar verið í sölu í landinu í þrjú ár. Í rannsóknum á snjallsímanum hefur ekki tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr tækinu á heilsu fólks. Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva, mætti í Reykjavík síðdegis og svaraði spurningum um málið. „Stutta svarið er nei, það er engin hætta af þessu,“ segir Óli, aðspurður hreint út hvort snjallsíminn af tegundinni 12 væri hættulegur. „Þetta er bara einhver geislun sem er í gangi sem er samkvæmt einhverjum stöðlum yfir mörkum. Það eru svokallaðir SAR-staðlar, þeir eiga að vera fjórir.“ Óli segir frönsk yfirvöld hafa komist að því að SAR-stuðullinn á iPhone 12 hafi verið 5,6, sem þó sé langt undir hættumörkum. „Og þeir sjá að af því að þetta nær ekki þessum skrifuðu stöðlum þarna þá er náttúrlega komin smá stimplamenning og menn vilja bara banna þetta eða alla vega setja út á þetta,“ segir Óli. Hann segir Apple nú ætla að senda út hugbúnaðaruppfærslu í alla iPhone 12 síma í landinu sem eigi að rétta stuðulinn af og mögulega til þess að róa niður sögusagnir um skaðsemi geislunarinnar. „Það getur kannski líka verið einhver samsæriskenning í því að það sé verið hrista svolítið upp í Frökkum að fara að uppfæra upp í iPhone fimmtán úr tólf,“ segir hann. Óli ræddi að auki tækninýjungar Apple og Evrópusambandsins, agóritma og réttmæti upplýsinga á netinu í Reykjavík síðdegis. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Apple Tækni Frakkland Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira