„Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2023 21:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Jakobsson. Vísir Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þrátt fyrir að ríki og sveitarfélögin hafi á síðasta ári undirritað svokallaðan rammasamning um uppbyggingu á 35 þúsund íbúðum á næstu tíu árum hafa sveitarfélögin enn þá miklar áhyggjur af húsnæðismálum. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um fjármál þeirra í dag. „Stærsta mál okkar er húsnæðisuppbyggingin um allt land. Við treystum því að ríkið komi þar myndarlega inn, svo við náum að byggja upp húsnæði fyrir allt fólkið sem hér býr. En það þarf líka að tryggja að lífskjörin í landinu verði þannig að fólk geti leigt eða keypt þessar íbúðir og velji að búa á hér á landi. Það er stórt samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og þar köllum við til stjórnvalda um hvað þau ætli að gera,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða skaut föstu skotum að fjármálaráðherra á fundinum í dag þar sem hún benti á að sveitarfélögin þurfi mun meira fjármagn þaðan í húsnæðismálin og ýmsa aðra málaflokka eins og málefni fatlaðra, í grunnskóla og samgöngur. Sveitarfélögin þurfi að vera ábyrgari í fjármálum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því hins vegar í ræðu sinni á fundum að sveitarfélögin yrðu að sýna ábyrgari fjármálastjórn. Hann segir ríkisstjórnina nú þegar hafa uppfyllt skilyrði rammasamkomulagsins um húsnæðisuppbyggingu. „Ég held að ríkið sé nú þegar vel að standa undir því sem við höfum gefið út að við myndum vilja gera í þessu félagslega húsnæði. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er að það hægi á framkvæmdum vegna íbúða á almennum markaði vegna vaxtahækkana og mögulega vegna þess að lóðir eru ekki tilbúnar,“ segir Bjarni. „Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika segir svo þetta um stöðuna á húsnæðismarkaðnum í dag: „Það virðist vera nægt framboð í dag. Ef við berum saman uppbyggingu húsnæðis við mannfjöldaþróun á Íslandi er ekki verið að byggja nóg til að mæta eftirspurn á næstu árum. Það hefur náttúrulega verið mikill kraftur í atvinnulífinu og ferðaþjónustan hefur verið drifin áfram af erlendu vinnuafli að hluta og einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa,“ segir Gunnar. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Þrátt fyrir að ríki og sveitarfélögin hafi á síðasta ári undirritað svokallaðan rammasamning um uppbyggingu á 35 þúsund íbúðum á næstu tíu árum hafa sveitarfélögin enn þá miklar áhyggjur af húsnæðismálum. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um fjármál þeirra í dag. „Stærsta mál okkar er húsnæðisuppbyggingin um allt land. Við treystum því að ríkið komi þar myndarlega inn, svo við náum að byggja upp húsnæði fyrir allt fólkið sem hér býr. En það þarf líka að tryggja að lífskjörin í landinu verði þannig að fólk geti leigt eða keypt þessar íbúðir og velji að búa á hér á landi. Það er stórt samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og þar köllum við til stjórnvalda um hvað þau ætli að gera,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða skaut föstu skotum að fjármálaráðherra á fundinum í dag þar sem hún benti á að sveitarfélögin þurfi mun meira fjármagn þaðan í húsnæðismálin og ýmsa aðra málaflokka eins og málefni fatlaðra, í grunnskóla og samgöngur. Sveitarfélögin þurfi að vera ábyrgari í fjármálum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því hins vegar í ræðu sinni á fundum að sveitarfélögin yrðu að sýna ábyrgari fjármálastjórn. Hann segir ríkisstjórnina nú þegar hafa uppfyllt skilyrði rammasamkomulagsins um húsnæðisuppbyggingu. „Ég held að ríkið sé nú þegar vel að standa undir því sem við höfum gefið út að við myndum vilja gera í þessu félagslega húsnæði. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er að það hægi á framkvæmdum vegna íbúða á almennum markaði vegna vaxtahækkana og mögulega vegna þess að lóðir eru ekki tilbúnar,“ segir Bjarni. „Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika segir svo þetta um stöðuna á húsnæðismarkaðnum í dag: „Það virðist vera nægt framboð í dag. Ef við berum saman uppbyggingu húsnæðis við mannfjöldaþróun á Íslandi er ekki verið að byggja nóg til að mæta eftirspurn á næstu árum. Það hefur náttúrulega verið mikill kraftur í atvinnulífinu og ferðaþjónustan hefur verið drifin áfram af erlendu vinnuafli að hluta og einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa,“ segir Gunnar.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira