Innlent

Mikill viðbúnaður í Kópavogi

Viktor Örn Ásgeirsson og Jón Þór Stefánsson skrifa
Myndin var tekin á vettvangi og eins og sést var töluverður viðbúnaður á svæðinu.
Myndin var tekin á vettvangi og eins og sést var töluverður viðbúnaður á svæðinu. Vísir/JónÞór

Töluverður viðbúnaður var í iðnaðarhverfi í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld. Um fimm lögreglubílar voru á svæðinu og talsvert af lögreglumótorhjólum.

Samkvæmt lögreglumanni á svæðinu var um „einkamál,“ að ræða. Einhver ágreiningur hafi verið milli manna á svæðinu. Viðbúnaðurinn stafi af því að margir lögreglubílar hafi verið í nágrenninu og því hafi umfangið virst meira en ella. Að öðru leyti gæti lögreglan ekki tjáð sig um málið.

Þónokkrir einstaklingar voru komnir út á götu að fylgjast með aðgerðum lögreglunnar. Aðspurt sagðist fólkið ekki átta sig á því hvað hefði átt sér stað.

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×