Lýðheilsulög? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar 22. september 2023 08:31 Í Noregi eru lýðheilsulög, fallegasti lagabálkur sem ég hef lesið. Þau tóku gildi fyrir tæpum 11 árum eftir nokkura ára undirbúning og í fyrradag var ég á ráðstefnu þar sem fólk sem vinnur við að framkvæma lögin, á öllum stjórnsýslustigum, ræddi hvað mætti betur fara í lögunum þar sem núverandi ríkisstjórn vill upfæra og bæta lögin. Markmið laganna er að draga úr félagslegum ójöfnuði í heilsu, sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags-og efnahegslega stöðu, búa við verri heilsu. Lögin skylda öll stjórnýslustig til að vinna þverfaglega saman að því að draga úr þessum ójöfnuði með því að bæta félagslegar undirstöður heilsu , þ.e.a.s. mál eins og húsnæði, fjárhag, félagsmál, málefni barna o.s.fv. Að þessu eiga þau að vinna með almennum aðgerðum sem ná til allra í blandi við sértækari aðgerðir fyrir viðkvæma hópa. Ég vek athygli á því að lögin felast ekki í því að setja alla ábyrgðina á heilbrigðiskerfið eða fræðslu þar sem það er vitað mál að þekking breytir ekki hegðun. Heilsa verður heldur ekki til í heilbrigðiskerfinu heldur í samfélaginu sem að við lifum og störfum í. Heilbrigðiskerfið getur þó vissulega verið með margvisslega þjónustu í forvarnarskyni líkt og meðgöngu- og ungbarnaeftirlit eða gripið snemma inn í áður en heilsa einhvers versnar meira. Þá eru lögin tengd við byggingar- og skipulagslög, því skipulagsmál eru lýðheilsumál. Allt frá því hvaða kröfur við gerum til húsabygginga, hvort að það komi nokkuð mygla innan örfárra ára frá byggingu, hvort að vegalengdir séu þannig að hægt sé að ganga eða hjóla á milli staða, hvort að göngu og hjólastígar séu byggðir og séu öryggir eða hvort loftmengun sé mikil. Í rannsóknum sem hafa verið gerðar á innleiðingu laganna kemur fram mikil ánægja með lögin og þær breytingar sem þær hafa haft í för með sér. Þau hafa fært fókus fólks frá því að heilsa sé einungis einkamál og á ábyrgð einstaklingsins eins. Þau hafa aukið þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum og fylkjum og aukið skilning fólks á því hvað það er margt sem spilar inn í heilsu fólks. Flest norsk sveitarfélög eru til að mynda með lýðheilsufulltrúa til þess að vinna að þessum málum í samvinnu við önnur svið sveitarfélagsins. En það hafa líka verið allskonar áskoranir, eins og erfiðleikar í að virkja þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum hjá starfsfólki sem er ekki með skilgreinda starfslýsingu í lýðheilsumálum, hlutverk ríkisstofnanna hafa ekki verið nógu skýr og fjármögnun á allskonar þjónustu og verkefnum hefur líka verið áskorun. Þá sýna þær líka að staðsetning lýðheilsufulltrúans í stjórnsýslunni skiptir máli. Þessar áskoranir voru m.a. ræddar á ráðstefnunni. Ég á mér þá ósk að stjórnmál okkar Íslendinga fari að snúa sér í átt að Norðmönnum sem eru hvað fremstir í þessum málum á heimsvísu. Að við aukum áherslu á það að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst, því tölur, þá sérstaklega um geðheilsu okkar og lyfjanotkun, sýna að við þurfum á því að halda. Í könnun sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið þar sem Íslendingar voru spurðir um hvað þeim þætti mikilvægast í sínu lífi og fyrir hönd samfélagsins, var efsta svarið í báðum tilfellum heilsa. Það ætti því að ríkja nokkur sátt um það að skapa samfélag þar sem heilsa allra þrífst. Jöfnuður er nefnilega lýðheilsumál. Norsk heilsupólitík er á margan hátt til fyrirmyndar og hún er það fyrst og fremst vegna þess að hún er byggð á vísindum. Eitthvað sem ég sakna í umræðu stjórnmálamanna í áfengismálum. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Í Noregi eru lýðheilsulög, fallegasti lagabálkur sem ég hef lesið. Þau tóku gildi fyrir tæpum 11 árum eftir nokkura ára undirbúning og í fyrradag var ég á ráðstefnu þar sem fólk sem vinnur við að framkvæma lögin, á öllum stjórnsýslustigum, ræddi hvað mætti betur fara í lögunum þar sem núverandi ríkisstjórn vill upfæra og bæta lögin. Markmið laganna er að draga úr félagslegum ójöfnuði í heilsu, sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags-og efnahegslega stöðu, búa við verri heilsu. Lögin skylda öll stjórnýslustig til að vinna þverfaglega saman að því að draga úr þessum ójöfnuði með því að bæta félagslegar undirstöður heilsu , þ.e.a.s. mál eins og húsnæði, fjárhag, félagsmál, málefni barna o.s.fv. Að þessu eiga þau að vinna með almennum aðgerðum sem ná til allra í blandi við sértækari aðgerðir fyrir viðkvæma hópa. Ég vek athygli á því að lögin felast ekki í því að setja alla ábyrgðina á heilbrigðiskerfið eða fræðslu þar sem það er vitað mál að þekking breytir ekki hegðun. Heilsa verður heldur ekki til í heilbrigðiskerfinu heldur í samfélaginu sem að við lifum og störfum í. Heilbrigðiskerfið getur þó vissulega verið með margvisslega þjónustu í forvarnarskyni líkt og meðgöngu- og ungbarnaeftirlit eða gripið snemma inn í áður en heilsa einhvers versnar meira. Þá eru lögin tengd við byggingar- og skipulagslög, því skipulagsmál eru lýðheilsumál. Allt frá því hvaða kröfur við gerum til húsabygginga, hvort að það komi nokkuð mygla innan örfárra ára frá byggingu, hvort að vegalengdir séu þannig að hægt sé að ganga eða hjóla á milli staða, hvort að göngu og hjólastígar séu byggðir og séu öryggir eða hvort loftmengun sé mikil. Í rannsóknum sem hafa verið gerðar á innleiðingu laganna kemur fram mikil ánægja með lögin og þær breytingar sem þær hafa haft í för með sér. Þau hafa fært fókus fólks frá því að heilsa sé einungis einkamál og á ábyrgð einstaklingsins eins. Þau hafa aukið þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum og fylkjum og aukið skilning fólks á því hvað það er margt sem spilar inn í heilsu fólks. Flest norsk sveitarfélög eru til að mynda með lýðheilsufulltrúa til þess að vinna að þessum málum í samvinnu við önnur svið sveitarfélagsins. En það hafa líka verið allskonar áskoranir, eins og erfiðleikar í að virkja þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum hjá starfsfólki sem er ekki með skilgreinda starfslýsingu í lýðheilsumálum, hlutverk ríkisstofnanna hafa ekki verið nógu skýr og fjármögnun á allskonar þjónustu og verkefnum hefur líka verið áskorun. Þá sýna þær líka að staðsetning lýðheilsufulltrúans í stjórnsýslunni skiptir máli. Þessar áskoranir voru m.a. ræddar á ráðstefnunni. Ég á mér þá ósk að stjórnmál okkar Íslendinga fari að snúa sér í átt að Norðmönnum sem eru hvað fremstir í þessum málum á heimsvísu. Að við aukum áherslu á það að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst, því tölur, þá sérstaklega um geðheilsu okkar og lyfjanotkun, sýna að við þurfum á því að halda. Í könnun sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið þar sem Íslendingar voru spurðir um hvað þeim þætti mikilvægast í sínu lífi og fyrir hönd samfélagsins, var efsta svarið í báðum tilfellum heilsa. Það ætti því að ríkja nokkur sátt um það að skapa samfélag þar sem heilsa allra þrífst. Jöfnuður er nefnilega lýðheilsumál. Norsk heilsupólitík er á margan hátt til fyrirmyndar og hún er það fyrst og fremst vegna þess að hún er byggð á vísindum. Eitthvað sem ég sakna í umræðu stjórnmálamanna í áfengismálum. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar