Innlent

Á­greiningur at­vinnu­rekanda og fyrr­verandi starfs­manna

Árni Sæberg skrifar
Myndin var tekin á vettvangi og eins og sést var töluverður viðbúnaður á svæðinu.
Myndin var tekin á vettvangi og eins og sést var töluverður viðbúnaður á svæðinu. Vísir/Jón Þór

Mikill viðbúnaður lögreglu var í Auðbrekku í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um slagsmál tíu manna. Í ljós kom að um var að ræða ágreining milli atvinnurekanda og hóps fyrrverandi starfsmanna

Þetta segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi á lögreglustöð 3, í samtali við Vísi. Hann segir að upphaflega hafi verið tilkynnt um tíu manna slagsmál en að fjöldi manna á svæðinu sé á reiki. 

Mennirnir hafi verið samankomnir í Auðbrekku til þess að krefja fyrrverandi vinnuveitanda þeirra um meint vangreidd laun og muni sem þeir telja eigur sínar.

Heimir segir að enga áverka hafi verið að sjá á neinum hlutaðeigandi og enginn hafi verið fluttur á spítala. Einn hafi hins vegar verið fluttur á lögreglustöð en sleppt skömmu seinna.

Sendu fjölda lögregluþjóna til öryggis

Mikla athygli vakti í gærkvöldi hversu mikinn viðbúnað lögregla viðhafði vegna atviksins. Fimm lögreglubílar og nokkur fjöldi lögreglubifhjóla voru á vettvangi. Myndskeið þaðan má sjá hér að neðan:

Heimir segir að það hafi verið gert í öryggisskyni.

„Ef það er tilkynnt um tíu menn og læti þá sendum við ekki tvo í það bíó.“


Tengdar fréttir

Mikill viðbúnaður í Kópavogi

Töluverður viðbúnaður var í iðnaðarhverfi í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld. Um fimm lögreglubílar voru á svæðinu og talsvert af lögreglumótorhjólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×