Breytum orðum í aðgerðir - hraðari árangur til 2030 Auður Hrefna Guðmundsdóttir og Vala Karen Viðarsdóttir skrifa 22. september 2023 14:30 Þann 25. september n.k. eru átta ár liðin frá því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. The Sustainable Development Goals) voru samþykkt af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðunum verður best lýst sem leiðarvísi að betri heimi með það að markmiði að binda enda á sárafátækt, tryggja verndun jarðar og stuðla að velsæld fyrir öll. Markmiðin, sem eru 17 talsins með 169 undirmarkmið, gilda til ársins 2030 og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs. Nú þegar við erum hálfnuð á leið til 2030, hefur athyglisverðum árangri verið náð með sumum markmiðanna á meðan árangur af öðrum hefur staðið í stað eða jafnvel dregist saman. Því er ljóst að aukinn slagkraft þarf til að hraða aðgerðum í þágu alls mannkyns. Hraðari árangur Í þessari viku hafa fjölmargir viðburðir á vegum Sameinuðu þjóðanna verið haldnir í New York þar sem leiðtogar heimsins hafa komið saman og rætt um aðgerðir til að hraða árangri að heimsmarkmiðunum. Í nýjustu stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (GSDR 2023) kemur fram að einungis 15% heimsmarkmiðanna eru á réttri leið. Enn fremur hefur enginn árangur náðst af 37% markmiðanna og jafnvel dregið úr árangri þeirra. Þrátt fyrir að mörg afgerandi skref hafi verið tekin hérlendis og staða Íslands gagnvart markmiðunum sé ásættanleg, (www.heimsmarkmid.is) þá dugar það skammt þegar allur heimurinn er undir. Við þurfum að gera betur og grípa hraðar til markvissra aðgerða. Brýn nauðsyn er á samstilltu átaki og samræmdum aðgerðum, og þar eru stjórnvöld, fyrirtæki og einkageirinn í lykilhlutverki. Leiðtogar, bæði meðal stjórnvalda og fyrirtækja, þurfa að taka ábyrgð á og vinna gagngert með heimsmarkmiðin sem leiðarljós í starfsemi sinni. Fyrirtæki eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á samfélagslegar framfarir og hraða árangri í umhverfismálum. Við þurfum á þeim að halda til að efla nýsköpun, auka verðmætasköpun og skapa mannúðlegt starfsumhverfi sem styður við aukna velsæld og velmegun. Breytum orðum í aðgerðir Á nýafstöðnum leiðtogafundi heimsmarkmiðanna samþykktu þjóðarleiðtogar pólitíska yfirlýsingu þar sem aðgerðir eru efstar á blaði. Í yfirlýsingunni er fjallað um framkvæmd og fjármögnun sjálfbærrar þróunar og viðurkennt að heljarstökk þurfi í fjárfestingum eigi að ná heimsmarkmiðunum. Lagðar eru til nokkrar lykilaðgerðir, þar á meðal umbætur á fjármálakerfi heimsins og aukið framboð á lausafé fyrir lönd í skuldavanda. Hugsa má um heimsmarkmiðin sem byggingareiningar velgengni í hverju samfélagi fyrir sig. Það mun aðeins verða kostnaðarsamara og erfiðara því lengur sem alþjóðasamfélagið dregur lappirnar. Góðu fréttirnar eru þó að það er enn möguleiki á að knýja fram raunverulegar breytingar. Til þess að raunverulegar breytingar eigi sér stað þarf samstarf margra ólíkra hagsmunaaðila sem styðja við sameinaðar aðgerðir, til að mynda opinberar stofnanir en einnig vísinda-, mennta-, skóla- og borgarasamfélagið. Það má færa rök fyrir því að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun séu yfirgripsmesta, metnaðarfyllsta og aðgerðamiðaðasta áætlun um framfarir á heimsvísu sem mannkynið hefur nokkru sinni komið sér saman um. Það þýðir ekki að þau séu ekki laus við galla og gagnrýni en þau benda svo sannarlega á leið fram á við til að takast á við sameiginlegar sjálfbærniáskoranir alls mannkyns til framtíðar, fyrir betri heim fyrir öll. Fánadagur heimsmarkmiðanna 25. september Ísland tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna í fyrsta sinn þann 25. september n.k. Um er að ræða viðburð á vegum United Nations Global Compact, sem hefur frá árinu 2019, staðið fyrir framtakinu og hafa vinsældir þess farið ört vaxandi. Í ár mun þúsundum fána vera flaggað í samstilltu átaki um allan heim. Það er mikið gleðiefni að fjöldi íslenskra fyrirtækja, skóla, félagasamtaka og sveitarfélaga taka nú þátt í viðburðinum og draga fána markmiðanna að húni til að sýna stuðning sinn í verki. Takk fyrir stuðninginn! Hægt verður að fylgjast með herferðinni á samfélagsmiðlum undir #togetherfortheSDGs og #samanfyrirheimsmarkmiðin. Framtakið er leitt af UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi frá forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Höfundar eru svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi og framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 25. september n.k. eru átta ár liðin frá því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. The Sustainable Development Goals) voru samþykkt af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðunum verður best lýst sem leiðarvísi að betri heimi með það að markmiði að binda enda á sárafátækt, tryggja verndun jarðar og stuðla að velsæld fyrir öll. Markmiðin, sem eru 17 talsins með 169 undirmarkmið, gilda til ársins 2030 og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs. Nú þegar við erum hálfnuð á leið til 2030, hefur athyglisverðum árangri verið náð með sumum markmiðanna á meðan árangur af öðrum hefur staðið í stað eða jafnvel dregist saman. Því er ljóst að aukinn slagkraft þarf til að hraða aðgerðum í þágu alls mannkyns. Hraðari árangur Í þessari viku hafa fjölmargir viðburðir á vegum Sameinuðu þjóðanna verið haldnir í New York þar sem leiðtogar heimsins hafa komið saman og rætt um aðgerðir til að hraða árangri að heimsmarkmiðunum. Í nýjustu stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (GSDR 2023) kemur fram að einungis 15% heimsmarkmiðanna eru á réttri leið. Enn fremur hefur enginn árangur náðst af 37% markmiðanna og jafnvel dregið úr árangri þeirra. Þrátt fyrir að mörg afgerandi skref hafi verið tekin hérlendis og staða Íslands gagnvart markmiðunum sé ásættanleg, (www.heimsmarkmid.is) þá dugar það skammt þegar allur heimurinn er undir. Við þurfum að gera betur og grípa hraðar til markvissra aðgerða. Brýn nauðsyn er á samstilltu átaki og samræmdum aðgerðum, og þar eru stjórnvöld, fyrirtæki og einkageirinn í lykilhlutverki. Leiðtogar, bæði meðal stjórnvalda og fyrirtækja, þurfa að taka ábyrgð á og vinna gagngert með heimsmarkmiðin sem leiðarljós í starfsemi sinni. Fyrirtæki eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á samfélagslegar framfarir og hraða árangri í umhverfismálum. Við þurfum á þeim að halda til að efla nýsköpun, auka verðmætasköpun og skapa mannúðlegt starfsumhverfi sem styður við aukna velsæld og velmegun. Breytum orðum í aðgerðir Á nýafstöðnum leiðtogafundi heimsmarkmiðanna samþykktu þjóðarleiðtogar pólitíska yfirlýsingu þar sem aðgerðir eru efstar á blaði. Í yfirlýsingunni er fjallað um framkvæmd og fjármögnun sjálfbærrar þróunar og viðurkennt að heljarstökk þurfi í fjárfestingum eigi að ná heimsmarkmiðunum. Lagðar eru til nokkrar lykilaðgerðir, þar á meðal umbætur á fjármálakerfi heimsins og aukið framboð á lausafé fyrir lönd í skuldavanda. Hugsa má um heimsmarkmiðin sem byggingareiningar velgengni í hverju samfélagi fyrir sig. Það mun aðeins verða kostnaðarsamara og erfiðara því lengur sem alþjóðasamfélagið dregur lappirnar. Góðu fréttirnar eru þó að það er enn möguleiki á að knýja fram raunverulegar breytingar. Til þess að raunverulegar breytingar eigi sér stað þarf samstarf margra ólíkra hagsmunaaðila sem styðja við sameinaðar aðgerðir, til að mynda opinberar stofnanir en einnig vísinda-, mennta-, skóla- og borgarasamfélagið. Það má færa rök fyrir því að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun séu yfirgripsmesta, metnaðarfyllsta og aðgerðamiðaðasta áætlun um framfarir á heimsvísu sem mannkynið hefur nokkru sinni komið sér saman um. Það þýðir ekki að þau séu ekki laus við galla og gagnrýni en þau benda svo sannarlega á leið fram á við til að takast á við sameiginlegar sjálfbærniáskoranir alls mannkyns til framtíðar, fyrir betri heim fyrir öll. Fánadagur heimsmarkmiðanna 25. september Ísland tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna í fyrsta sinn þann 25. september n.k. Um er að ræða viðburð á vegum United Nations Global Compact, sem hefur frá árinu 2019, staðið fyrir framtakinu og hafa vinsældir þess farið ört vaxandi. Í ár mun þúsundum fána vera flaggað í samstilltu átaki um allan heim. Það er mikið gleðiefni að fjöldi íslenskra fyrirtækja, skóla, félagasamtaka og sveitarfélaga taka nú þátt í viðburðinum og draga fána markmiðanna að húni til að sýna stuðning sinn í verki. Takk fyrir stuðninginn! Hægt verður að fylgjast með herferðinni á samfélagsmiðlum undir #togetherfortheSDGs og #samanfyrirheimsmarkmiðin. Framtakið er leitt af UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi frá forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Höfundar eru svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi og framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun