Olga Prudnykova nýr Íslandsmeistari kvenna í skák Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2023 21:37 Lenku Ptácníková, Olga Prudnykova og Guðlaug Þorsteinsdóttir. Aðsend Olga Prudnykova varð í dag Íslandsmeistari kvenna í skák en æsispennandi Íslandsmóti kvenna lauk í húsnæði Skákskóla Íslands í dag. Fyrir umferðina hafði Olga Prudnykova, sem er úkraínskur flóttamaður búsett hérlendis, hálf vinnings forskot á tvær skákkonur - Lenku Ptácníková, sem er fjórtánfaldur Íslandsmeistari, og Guðlaugu Þorsteinsdóttur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari. Guðlaug er jafnframt sú fyrsta í sögunni sem hampaði titlinum en hún vann fyrsta mótið sem haldið var 1975, þá aðeins fimmtán ára gömul. Olga Prudnykova.Skáksambandið Í tilkynningu frá Skáksambandinu segir að Olga hafi mætt Lenku í lokaumferðinni og ljóst að sigur myndi tryggja henni titilinn. Jafntefli myndi ávallt duga í aukakeppni – ef Guðlaug ynni Guðrúnu Fanneyju Briem, yngsta keppanda mótsins. „Svo fór að Olga vann sigur á Lenku í æsilegri skák þar sem Lenka reyndi að tefla til vinnings og féll að lokum á tíma í jafnteflisstöðu. Svo fór að Guðlaug tapaði fyrir Guðrúnu í ekki síður spennandi skák. Þegar uppi stóð var því sigur Olgu frekar öruggur. Hún hlaut 4½ vinning af 5 mögulegum. Guðlaug og Lenka urðu jafnar í 2.-3. sæti með 3 vinninga. Þar með lauk samfelldri 11 ára sigurgöngu Lenku á mótinu. Olga er eins og áður sagði úkraínskur flóttamaður. Hún býr á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni. Þrátt fyrir að vera ekki íslenskur ríkisborgari er hún Íslandsmeistari í skák þar sem hún hefur rétt til að tefla fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum. Hennar frumraun sem íslenskur landsliðsmaður verður á EM landsliða sem fram fer í Svartfjallalandi í nóvember nk. og ljóst að koma hennar styrkir mjög liðið.“ Skák Innflytjendamál Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Fyrir umferðina hafði Olga Prudnykova, sem er úkraínskur flóttamaður búsett hérlendis, hálf vinnings forskot á tvær skákkonur - Lenku Ptácníková, sem er fjórtánfaldur Íslandsmeistari, og Guðlaugu Þorsteinsdóttur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari. Guðlaug er jafnframt sú fyrsta í sögunni sem hampaði titlinum en hún vann fyrsta mótið sem haldið var 1975, þá aðeins fimmtán ára gömul. Olga Prudnykova.Skáksambandið Í tilkynningu frá Skáksambandinu segir að Olga hafi mætt Lenku í lokaumferðinni og ljóst að sigur myndi tryggja henni titilinn. Jafntefli myndi ávallt duga í aukakeppni – ef Guðlaug ynni Guðrúnu Fanneyju Briem, yngsta keppanda mótsins. „Svo fór að Olga vann sigur á Lenku í æsilegri skák þar sem Lenka reyndi að tefla til vinnings og féll að lokum á tíma í jafnteflisstöðu. Svo fór að Guðlaug tapaði fyrir Guðrúnu í ekki síður spennandi skák. Þegar uppi stóð var því sigur Olgu frekar öruggur. Hún hlaut 4½ vinning af 5 mögulegum. Guðlaug og Lenka urðu jafnar í 2.-3. sæti með 3 vinninga. Þar með lauk samfelldri 11 ára sigurgöngu Lenku á mótinu. Olga er eins og áður sagði úkraínskur flóttamaður. Hún býr á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni. Þrátt fyrir að vera ekki íslenskur ríkisborgari er hún Íslandsmeistari í skák þar sem hún hefur rétt til að tefla fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum. Hennar frumraun sem íslenskur landsliðsmaður verður á EM landsliða sem fram fer í Svartfjallalandi í nóvember nk. og ljóst að koma hennar styrkir mjög liðið.“
Skák Innflytjendamál Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira