Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 25. september 2023 17:30 ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari. Ómeðhöndlað ADHD styttir lífslengd fólks um 8-13 ár vegna aukinnar hættu á slysum, neyslu, afbrotum, sjálfsvígum og ofþyngd svo fátt eitt sé nefnt og óreglan meiri á hreyfingu, mataræði og lyfjatöku. Mikill meirihluti þeirra sem leitar sér sér aðstoðar við ADHD á fullorðinsárum glímir við að minnsta kosti eina fylgiröskun, svo sem þunglyndi eða kvíðaröskun. Sumir hafa árum saman verið meðhöndlaðir við hinum og þessum fylgikvillum en meðferðin borið takmarkaðan árangur þar sem ADHD var vangreint. Greining sálfræðinga við ADHD er umfangsmikil þar sem afla þarf upplýsinga um hegðun í æsku, meta hvort vandinn hái fólki á ýmsum sviðum lífsins og útiloka að einkennin séu komin til vegna annarra þátta en ADHD. ADHD-greining hjá sálfræðingi hefst með skimun og lagt upp í fulla greiningu ef einkennin skimunar fara yfir viss mörk í æsku og á fullorðinsárum. Ákveðnum hluta fólks er vísað frá þegar svo er ekki. Ólíkt flestum geðröskunum þurfa einhver einkenni ADHD að vera komin fram fyrir 12 ára aldur og því ólíklegt að um ADHD sé að ræða ef einkennin eru tilkomin á fullorðinsárum. Þökk sé yfir 400.000 rannsóknum er ADHD vel þekkt og úrræðin góð. Lyfjameðferð er öflugasta úrræðið og gjörbreytir horfum fólks með umtalsverð einkenni. Það jaðrar við mannréttindabroti að takmarka aðgengi þessa hóps að meðferð við vanda, sem hefur jafn afdrifarík áhrif á lífsgæði og lífslengd fólks, og ADHD. Má helst líkja því við það að meina nærsýnum um gleraugu (og láta þá ferjast um gleraugnalausir í umferðinni), eða bíða árum saman eftir tíma hjá sjóntækjafræðingi. Það þætti heldur ekki góður praxís að draga það í efa að nærsýnir þyrftu gleraugu þar sem einn og einn væri að spóka sig um með gleraugu upp á sportið (og gæti jafnvel skorið sig á glerjunum). Eða að meina fólki með alvarlegar sýkingar um sýklalyf af því að einhverjir taka þau inn af litlu tilefni. Búið er að taka fyrir að sjálfstætt starfandi sálfræðingar geti sent skjólstæðinga sína til meðhöndlunar hjá ADHD-teymi heilsugæslu að lokinni greiningu, þótt margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar séu jafnfærir um slíkar greiningar og meðlimir teymisins. Biðin eftir meðferð við teymið, þar sem einn geðlæknir er að störfum, er 2-3 ár þegar greining liggur fyrir og helmingi lengri þegar svo er ekki. Nú þegar bíða 2500 manns meðferðar hjá teyminu og gefur auga leið að fámennt teymi með einum geðlækni annar ekki þessum fjölda. Enn síður ef þeir ætla einir að standa að ADHD-greiningum. Afar erfitt er fyrir fólk að komast að hjá sjálfstætt starfandi geðlæknum og er biðin þar álíka löng. Sjálfsagt mál er að gera kröfur um fagmennsku við greiningar á ADHD en skert aðgengi þessa hóps að meðferð er alvarlegt mál. Margra ára bið eftir meðferð þætti óviðunandi ef um líkamlegan sjúkdóm væri að ræða sem drægi ákveðinn hluta til dauða. Ég skora á stjórnvöld að greiða aðgengi þeirra, sem sannarlega glíma við ADHD, að meðferð við vandanum okkar allra vegna. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Heilsa Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari. Ómeðhöndlað ADHD styttir lífslengd fólks um 8-13 ár vegna aukinnar hættu á slysum, neyslu, afbrotum, sjálfsvígum og ofþyngd svo fátt eitt sé nefnt og óreglan meiri á hreyfingu, mataræði og lyfjatöku. Mikill meirihluti þeirra sem leitar sér sér aðstoðar við ADHD á fullorðinsárum glímir við að minnsta kosti eina fylgiröskun, svo sem þunglyndi eða kvíðaröskun. Sumir hafa árum saman verið meðhöndlaðir við hinum og þessum fylgikvillum en meðferðin borið takmarkaðan árangur þar sem ADHD var vangreint. Greining sálfræðinga við ADHD er umfangsmikil þar sem afla þarf upplýsinga um hegðun í æsku, meta hvort vandinn hái fólki á ýmsum sviðum lífsins og útiloka að einkennin séu komin til vegna annarra þátta en ADHD. ADHD-greining hjá sálfræðingi hefst með skimun og lagt upp í fulla greiningu ef einkennin skimunar fara yfir viss mörk í æsku og á fullorðinsárum. Ákveðnum hluta fólks er vísað frá þegar svo er ekki. Ólíkt flestum geðröskunum þurfa einhver einkenni ADHD að vera komin fram fyrir 12 ára aldur og því ólíklegt að um ADHD sé að ræða ef einkennin eru tilkomin á fullorðinsárum. Þökk sé yfir 400.000 rannsóknum er ADHD vel þekkt og úrræðin góð. Lyfjameðferð er öflugasta úrræðið og gjörbreytir horfum fólks með umtalsverð einkenni. Það jaðrar við mannréttindabroti að takmarka aðgengi þessa hóps að meðferð við vanda, sem hefur jafn afdrifarík áhrif á lífsgæði og lífslengd fólks, og ADHD. Má helst líkja því við það að meina nærsýnum um gleraugu (og láta þá ferjast um gleraugnalausir í umferðinni), eða bíða árum saman eftir tíma hjá sjóntækjafræðingi. Það þætti heldur ekki góður praxís að draga það í efa að nærsýnir þyrftu gleraugu þar sem einn og einn væri að spóka sig um með gleraugu upp á sportið (og gæti jafnvel skorið sig á glerjunum). Eða að meina fólki með alvarlegar sýkingar um sýklalyf af því að einhverjir taka þau inn af litlu tilefni. Búið er að taka fyrir að sjálfstætt starfandi sálfræðingar geti sent skjólstæðinga sína til meðhöndlunar hjá ADHD-teymi heilsugæslu að lokinni greiningu, þótt margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar séu jafnfærir um slíkar greiningar og meðlimir teymisins. Biðin eftir meðferð við teymið, þar sem einn geðlæknir er að störfum, er 2-3 ár þegar greining liggur fyrir og helmingi lengri þegar svo er ekki. Nú þegar bíða 2500 manns meðferðar hjá teyminu og gefur auga leið að fámennt teymi með einum geðlækni annar ekki þessum fjölda. Enn síður ef þeir ætla einir að standa að ADHD-greiningum. Afar erfitt er fyrir fólk að komast að hjá sjálfstætt starfandi geðlæknum og er biðin þar álíka löng. Sjálfsagt mál er að gera kröfur um fagmennsku við greiningar á ADHD en skert aðgengi þessa hóps að meðferð er alvarlegt mál. Margra ára bið eftir meðferð þætti óviðunandi ef um líkamlegan sjúkdóm væri að ræða sem drægi ákveðinn hluta til dauða. Ég skora á stjórnvöld að greiða aðgengi þeirra, sem sannarlega glíma við ADHD, að meðferð við vandanum okkar allra vegna. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar