Meint kynferðisbrot Brand til rannsóknar hjá lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2023 20:13 Rannsóknarlögreglan Scotland Yard hefur meint kynferðisbrot Russell Brand til rannsóknar. AP/James Manning Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard hefur nú til rannsóknar nokkrar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur grínistanum Russel Brand. Til rannsóknar eru bæði ásakanir um ofbeldi sem á að hafa átt sér stað á breskri grundu og annars staðar. Fram kemur í umfjöllun fréttastofu Sky að lögreglan hafi greint frá því að allar ásakanirnar, sem eru til rannsóknar, séu um brot sem áttu sér ekki stað nýlega. Í kjölfar umfjöllunar The Sunday Times og Channel 4 um meint brot Brands hafi lögreglunni borist fjöldi ásakana um brot sem eigi að hafa átt sér stað í Lundúnum. „Við höfum einnig fengið ásakanir á borð okkar um kynferðisbrot sem framin voru utan landsteinanna og munum taka þær til rannsóknar,“ er haft eftir Scotland Yard í umfjöllun Sky. Lögreglan greindi frá því síðastliðinn mánudag að henni hafi borist ásökun gegn Brand um kynferðisbrot, sem á að hafa átt sér stað árið 2003. Í kjölfarið hvatti lögreglan fleiri mögulega þolendur grínistans til að stíga fram. Brand birti á föstudagskvöld þriggja mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti enn og aftur yfir sakleysi sínu og sagði síðastliðna viku verið „stórfurðulega og erfiða“. Hann talaði undir rós en bað aðdáendur sína um að „taka upplýsingum með fyrirvara“. Þá kvartaði hann einnig yfir fjölmiðlum, sagði þá spillta og minntist á svokallað „djúpríki“, sem er vinsælt hugtak meðal samsæriskenningasmiða. Óásættanleg vinnustaðahegðun Fjórar konur stigu fram 16. september síðastliðinn og sökuðu Brand um að hafa brotið á sér kynferðislega. Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum á Bretlandi og hafa breska ríkissjónvarpið, Chanel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafið rannsókn á Brand. Brand starfaði hjá öllum þremur vinnustöðum og hafa komið fram lýsingar af óásættanlegri vinnustaðahegðun hans. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Ásakanirnar ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í fjölmiðlum birti Brand myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti nokkra furðu þar sem enginn vissi hverju Brand væri að neita fyrr en nokkru síðar, þegar umfjöllun fjölmiðla um meint brot hans birtist. Bretland Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Russell Brand Tengdar fréttir Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. 18. september 2023 16:14 Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22. september 2023 22:17 YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19. september 2023 07:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun fréttastofu Sky að lögreglan hafi greint frá því að allar ásakanirnar, sem eru til rannsóknar, séu um brot sem áttu sér ekki stað nýlega. Í kjölfar umfjöllunar The Sunday Times og Channel 4 um meint brot Brands hafi lögreglunni borist fjöldi ásakana um brot sem eigi að hafa átt sér stað í Lundúnum. „Við höfum einnig fengið ásakanir á borð okkar um kynferðisbrot sem framin voru utan landsteinanna og munum taka þær til rannsóknar,“ er haft eftir Scotland Yard í umfjöllun Sky. Lögreglan greindi frá því síðastliðinn mánudag að henni hafi borist ásökun gegn Brand um kynferðisbrot, sem á að hafa átt sér stað árið 2003. Í kjölfarið hvatti lögreglan fleiri mögulega þolendur grínistans til að stíga fram. Brand birti á föstudagskvöld þriggja mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti enn og aftur yfir sakleysi sínu og sagði síðastliðna viku verið „stórfurðulega og erfiða“. Hann talaði undir rós en bað aðdáendur sína um að „taka upplýsingum með fyrirvara“. Þá kvartaði hann einnig yfir fjölmiðlum, sagði þá spillta og minntist á svokallað „djúpríki“, sem er vinsælt hugtak meðal samsæriskenningasmiða. Óásættanleg vinnustaðahegðun Fjórar konur stigu fram 16. september síðastliðinn og sökuðu Brand um að hafa brotið á sér kynferðislega. Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum á Bretlandi og hafa breska ríkissjónvarpið, Chanel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafið rannsókn á Brand. Brand starfaði hjá öllum þremur vinnustöðum og hafa komið fram lýsingar af óásættanlegri vinnustaðahegðun hans. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Ásakanirnar ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í fjölmiðlum birti Brand myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti nokkra furðu þar sem enginn vissi hverju Brand væri að neita fyrr en nokkru síðar, þegar umfjöllun fjölmiðla um meint brot hans birtist.
Bretland Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Russell Brand Tengdar fréttir Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. 18. september 2023 16:14 Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22. september 2023 22:17 YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19. september 2023 07:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. 18. september 2023 16:14
Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22. september 2023 22:17
YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19. september 2023 07:36