Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Margrét Björk Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 26. september 2023 19:02 Rakel og Marta sem starfa í móttöku hótelsins Reykjavík Lights skráðu gesti út með því að skrá upplýsingar niður á blað. Vísir/Margrét Björk Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. Rafmagn kom aftur á rétt eftir klukkan 19 eftir að því hafði slegið út í um eina og hálfa klukkustund. Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækja. Starfsfólk pizzastaðarins Olifia þurfti að vísa gestum frá vegna rafmagnsleysis og náðu ekki að halda starfseminni gangandi. Þá þurftu starfsmenn að hringja í gesti sem eiga bókað borð og afbóka. Á pizzastaðnum Olifa var búið að kveikja á kertaljósum.Vísir/Margrét Björk Trausti Kristjánsson, framkvæmdastjóri staðarins, sagðist hafa mestar áhyggjur af hráefnum í kæli. Hann átti vonaðist að sjálfsögðu til að rafmagnsleysi yrði ekki langvarandi því annars sæu þau fram á mikið tjón. Kveikt var á kertum inni á staðnum og þeir gestir sem voru búnir að fá mat áður en rafmagnsleysið skall á létu fara vel um sig. Á veitingastaðnum Krúsku var kassakerfið úti vegna rafmagnsleysis. Þar var viðskiptavinum boðið upp á að millifæra en þeir voru vegna rafmagnsleysisins. Að sögn Steinars Þórs, eiganda staðarins, mætti einn viðskiptavinur lukkulegur með seðla og gat því keypt kjúkling. Steinar Þór, eigandi Krúsku lét rafmagnsleysið ekki mikið á sig fá.Vísir/Margrét Björk Himinlifandi með fría drykki Allt mótttökukerfið á Reykjavík Lights hótelinu á Suðurlandsbraut lá niðri vegna rafmagnsleysis. Starfsfólk skráði gesti sem mættu og yfirgáfu hótelið á blað þess í stað. Rakel og Marta í móttökunni sögðu að gestir hótelsins hafi verið himinlifandi þar sem þeim hafi verið boðið fríir drykkir á barnum vegna ástandsins. Gestir komust inn á herbergi sín enda eru aðgangskort tengd rafhlöðum. Gestir á hótelinu Reykjavik Lights fengu fría drykki á barnum.Vísir/Margrét Björk Ekki var hægt að nota lyftur hótelsins, eðli málsins samkvæmt. Hópur sem var á leiðinni átti gistingu á 6. hæð og sögðust þær Rakel og Marta hafa mestar áhyggjur af því að koma töskum þeirra alla leiðina upp á 6. hæð fari rafmagnið kæmist ekki fljótlega aftur á. Fréttatími Stöðvar 2 fór ekki í loftið á réttum tíma og rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Það var bjart yfir sjónvarpsmanninum Sindra Sindrasyni þrátt fyrir rafmagnsleysi. Vísir/Margrét Björk Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Rafmagn kom aftur á rétt eftir klukkan 19 eftir að því hafði slegið út í um eina og hálfa klukkustund. Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækja. Starfsfólk pizzastaðarins Olifia þurfti að vísa gestum frá vegna rafmagnsleysis og náðu ekki að halda starfseminni gangandi. Þá þurftu starfsmenn að hringja í gesti sem eiga bókað borð og afbóka. Á pizzastaðnum Olifa var búið að kveikja á kertaljósum.Vísir/Margrét Björk Trausti Kristjánsson, framkvæmdastjóri staðarins, sagðist hafa mestar áhyggjur af hráefnum í kæli. Hann átti vonaðist að sjálfsögðu til að rafmagnsleysi yrði ekki langvarandi því annars sæu þau fram á mikið tjón. Kveikt var á kertum inni á staðnum og þeir gestir sem voru búnir að fá mat áður en rafmagnsleysið skall á létu fara vel um sig. Á veitingastaðnum Krúsku var kassakerfið úti vegna rafmagnsleysis. Þar var viðskiptavinum boðið upp á að millifæra en þeir voru vegna rafmagnsleysisins. Að sögn Steinars Þórs, eiganda staðarins, mætti einn viðskiptavinur lukkulegur með seðla og gat því keypt kjúkling. Steinar Þór, eigandi Krúsku lét rafmagnsleysið ekki mikið á sig fá.Vísir/Margrét Björk Himinlifandi með fría drykki Allt mótttökukerfið á Reykjavík Lights hótelinu á Suðurlandsbraut lá niðri vegna rafmagnsleysis. Starfsfólk skráði gesti sem mættu og yfirgáfu hótelið á blað þess í stað. Rakel og Marta í móttökunni sögðu að gestir hótelsins hafi verið himinlifandi þar sem þeim hafi verið boðið fríir drykkir á barnum vegna ástandsins. Gestir komust inn á herbergi sín enda eru aðgangskort tengd rafhlöðum. Gestir á hótelinu Reykjavik Lights fengu fría drykki á barnum.Vísir/Margrét Björk Ekki var hægt að nota lyftur hótelsins, eðli málsins samkvæmt. Hópur sem var á leiðinni átti gistingu á 6. hæð og sögðust þær Rakel og Marta hafa mestar áhyggjur af því að koma töskum þeirra alla leiðina upp á 6. hæð fari rafmagnið kæmist ekki fljótlega aftur á. Fréttatími Stöðvar 2 fór ekki í loftið á réttum tíma og rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Það var bjart yfir sjónvarpsmanninum Sindra Sindrasyni þrátt fyrir rafmagnsleysi. Vísir/Margrét Björk
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira