Kyrrstaða þrátt fyrir tækifæri til breytinga Hildur Harðardóttir skrifar 28. september 2023 08:00 Í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum kemur skýrt fram hvers vegna þörf er á samráðs- og samstöðuvettvangi líkt og félagið hefur verið frá stofnun þess fyrir sjö árum. Skýrslan um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017. Niðurstöður sýna því miður að lítil breyting hefur orðið á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að ákvörðunar- og áhrifavaldi innan 12 stærstu fyrirtækja atvinnugreinarinnar á síðastliðnum tveimur árum. Þvert á móti hefur ákvörðunarvald og ábyrgð kvenna innan þessara fyrirtækja farið úr 36% prósentustigum niður í 32%. Hverjar eru góðu fréttirnar? Sem fyrr finnum við fyrir sterkum vilja orku- og veitufyrirtækja í að efla jafnrétti og fjölbreytileika í geiranum. Þessi fyrirtæki hafa veitt Konum í orkumálum stuðning við þau verkefni sem félagið leggur áherslu á, meðal annars þessa skýrslu, og er það ómetanlegt. Við sjáum vísbendingar um að það örli á breytingum sem vonandi koma fram í nánustu framtíð í helstu áhrifastöðum innan fyrirtækjanna. Á aldursbilinu 30-44 ára eru nefnilega tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar. Þetta sjáum við í ár eftir að hafa kafað dýpra í gögn til þess að átta okkur betur á samsetningu kynja, aldurs og reynslu í stjórnunarstöðum og þeim tækifærum sem hafa skapast til þess að ráða inn fleiri konur. Fimm karlkyns forstjórar en ein kona Tækifærin til að fjölga kvenstjórnendum hafa verið til staðar undanfarið. Að minnsta kosti sex ráðningar á forstjórum hafa átt sér stað á síðustu sex árum, þar af hafa verið ráðnir fimm karlar og einungis ein kona. Einn karlanna tók við af kvenkyns forstjóra. Kynjahlutfall heildarfjölda starfsfólks í þessum 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum sem skýrslan byggir á hefur staðið í stað í 27/73 prósentum síðan árið 2020. Er þessi karllæga atvinnugrein frábrugðin öðrum atvinnugreinum þegar kemur að ráðningu æðsta stjórnanda? Eins og frægt er hafa einungis sjö konur verið forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni samanborið við hundruð karla sem endurspeglar líka kynjahlutföll forstjóra í stærstu fyrirtækjum landsins. Þarna er glerþak til staðar og skýringarnar eflaust margar en staðalímyndir, ómeðvitaðir fordómar og þriðja vaktin hafa vafalaust áhrif. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri yfir 60 ára Jafnrétti og fjölbreytileiki á sér margar hliðar og eitt af því sem við sjáum í okkar gögnum er minni aldursdreifing kvenna í æðstu stöðum. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri er yfir 60 ára, samanborið við 17 karlkyns framkvæmdastjóra. Mögulega skýrist það af kynjasamsetningu geirans í áranna rás. Gögnin sýna líka að meiri líkur eru á því að karl sé ráðinn í stað karls en kona. Ætli þessar niðurstöður hafi líka endurspeglast í síðustu könnun félagsins um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum? Þar kom fram að konur upplifa þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. Það er ljóst af niðurstöðum skýrslunnar í ár að tækifæri voru til að ráða fleiri konur í framkvæmdastjórn og nýta betur hæfileika þeirra og reynslu. Áfram gakk! Jafnrétti og fjölbreytileiki er hagsmunamál allra í orku- og veitugeiranum. Sem betur fer heyrum við af jákvæðum fréttum frá fyrirtækjum í geiranum sem ekki rötuðu inn í skýrsluna að þessu sinni. Okkar von er að þessar niðurstöður verði hvatning til þeirra sem ákvörðunarvaldið hafa í ráðningum að horfa til fjölbreytileika og hafa þor til að veðja á að leiðtogahæfileikar og reynsla kvenna skili sama ávinningi til fyrirtækjanna eins og karla. Það er löngu orðið þekkt að aukið jafnrétti og fjölbreytileiki skilar sér í sterkari rekstrarstöðu og góðum ákvörðunum í þágu sjálfbærrar þróunar. Nú er tækifærið að sýna það í verki að orku- og veitugeirinn geti verið öðrum atvinnugreinum fyrirmynd á Íslandi og víðar. Skýrsluna má finna á www.kio.is Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum kemur skýrt fram hvers vegna þörf er á samráðs- og samstöðuvettvangi líkt og félagið hefur verið frá stofnun þess fyrir sjö árum. Skýrslan um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017. Niðurstöður sýna því miður að lítil breyting hefur orðið á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að ákvörðunar- og áhrifavaldi innan 12 stærstu fyrirtækja atvinnugreinarinnar á síðastliðnum tveimur árum. Þvert á móti hefur ákvörðunarvald og ábyrgð kvenna innan þessara fyrirtækja farið úr 36% prósentustigum niður í 32%. Hverjar eru góðu fréttirnar? Sem fyrr finnum við fyrir sterkum vilja orku- og veitufyrirtækja í að efla jafnrétti og fjölbreytileika í geiranum. Þessi fyrirtæki hafa veitt Konum í orkumálum stuðning við þau verkefni sem félagið leggur áherslu á, meðal annars þessa skýrslu, og er það ómetanlegt. Við sjáum vísbendingar um að það örli á breytingum sem vonandi koma fram í nánustu framtíð í helstu áhrifastöðum innan fyrirtækjanna. Á aldursbilinu 30-44 ára eru nefnilega tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar. Þetta sjáum við í ár eftir að hafa kafað dýpra í gögn til þess að átta okkur betur á samsetningu kynja, aldurs og reynslu í stjórnunarstöðum og þeim tækifærum sem hafa skapast til þess að ráða inn fleiri konur. Fimm karlkyns forstjórar en ein kona Tækifærin til að fjölga kvenstjórnendum hafa verið til staðar undanfarið. Að minnsta kosti sex ráðningar á forstjórum hafa átt sér stað á síðustu sex árum, þar af hafa verið ráðnir fimm karlar og einungis ein kona. Einn karlanna tók við af kvenkyns forstjóra. Kynjahlutfall heildarfjölda starfsfólks í þessum 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum sem skýrslan byggir á hefur staðið í stað í 27/73 prósentum síðan árið 2020. Er þessi karllæga atvinnugrein frábrugðin öðrum atvinnugreinum þegar kemur að ráðningu æðsta stjórnanda? Eins og frægt er hafa einungis sjö konur verið forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni samanborið við hundruð karla sem endurspeglar líka kynjahlutföll forstjóra í stærstu fyrirtækjum landsins. Þarna er glerþak til staðar og skýringarnar eflaust margar en staðalímyndir, ómeðvitaðir fordómar og þriðja vaktin hafa vafalaust áhrif. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri yfir 60 ára Jafnrétti og fjölbreytileiki á sér margar hliðar og eitt af því sem við sjáum í okkar gögnum er minni aldursdreifing kvenna í æðstu stöðum. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri er yfir 60 ára, samanborið við 17 karlkyns framkvæmdastjóra. Mögulega skýrist það af kynjasamsetningu geirans í áranna rás. Gögnin sýna líka að meiri líkur eru á því að karl sé ráðinn í stað karls en kona. Ætli þessar niðurstöður hafi líka endurspeglast í síðustu könnun félagsins um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum? Þar kom fram að konur upplifa þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. Það er ljóst af niðurstöðum skýrslunnar í ár að tækifæri voru til að ráða fleiri konur í framkvæmdastjórn og nýta betur hæfileika þeirra og reynslu. Áfram gakk! Jafnrétti og fjölbreytileiki er hagsmunamál allra í orku- og veitugeiranum. Sem betur fer heyrum við af jákvæðum fréttum frá fyrirtækjum í geiranum sem ekki rötuðu inn í skýrsluna að þessu sinni. Okkar von er að þessar niðurstöður verði hvatning til þeirra sem ákvörðunarvaldið hafa í ráðningum að horfa til fjölbreytileika og hafa þor til að veðja á að leiðtogahæfileikar og reynsla kvenna skili sama ávinningi til fyrirtækjanna eins og karla. Það er löngu orðið þekkt að aukið jafnrétti og fjölbreytileiki skilar sér í sterkari rekstrarstöðu og góðum ákvörðunum í þágu sjálfbærrar þróunar. Nú er tækifærið að sýna það í verki að orku- og veitugeirinn geti verið öðrum atvinnugreinum fyrirmynd á Íslandi og víðar. Skýrsluna má finna á www.kio.is Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun