„Við ætlum að berjast með hverjum blóðdropa“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 28. september 2023 19:25 Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV Vísir/Hulda Margrét „Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik, mér fannst við hrikalega góðir hér í kvöld. Hugfarið og karakterin var upp á tíu og það sást langar leiðir að okkur langaði í þrjú stig,“ sagði Hermann Hreiðarson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap á móti KA á Greifavellinum í dag. „Við gerðum allt í okkar valdi til að ná í þessi þrjú stig á móti sterku liði KA manna. Við vorum sjálfum okkur verstir hér í kvöld. Við afhendum þeim mörkin á silfurfati en fáum okkar dauðafæri sem við nýtum ekki. Ég met þetta sem svo að við vorum heilt yfir sterkara liðið.“ KA skoraði sitt fyrsta mark úr eina færi leiksins á þeim tímapunkti en það kom á 18. mínútu leiksins. „Það var ekkert að gerast í leiknum á því augnabliki, hvorki hjá okkur né þeim en svona gerast bara hlutir. Við vorum ekkert að dvelja við það, við keyrðum okkur í gang strax og skoruðum fljótlega. Þegar þeir skora þetta þriðja mark að þá fannst mér við detta of langt niður. Það var þungt að taka þessu marki númer tvö því aftur var þetta klaufagangur hjá okkur.“ Síðustu tuttugu mínútur leiksins voru ÍBV með yfirhöndina en náðu ekki að nýta sér þau færi og sénsa sem þeir fengu. „Síðustu 20 mínútur fór hins vegar allt í gang hjá okkur og það var mikill hugur í okkur en það var bara ekki nóg. Mér fannst við klaufar hér í lokin, við vorum stundum ekki að klára hlaupin okkar en ég beið samt eftir að við myndum skora. Mér fannst vera það mikil orka í liðinu. Ég held að allir skynji það að við ætlum að berjast með hverjum einasta blóðdropa sem við höfum til að ná í nógu mörg stig til að halda okkur uppi.“ Hermann var þrátt fyrir tapið ánægður með leik sinna manna í dag. „Það er fullt hrós á hópinn, það skiluðu allir sínu og rúmlega það hvort sem þeir byrjuðu eða komu inn af bekknum. Það er gott að sjá hvað er mikil samstaða hjá okkur, við vitum alveg að það styttist í lok mót. Það eru tveir leikir eftir og þar eru sex stig sem við ætlum að ná í.“ Í lok leiks kom léleg sending niður á Steinþór Már Auðunsson í marki KA, Sverrir Páll Hjalsted hljóp á eftir boltanum en þeir tveir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða sem ÍBV fékk þá ekki. „Ég sá þetta ekki nógu vel þannig ég get ekki dæmt um það en við höfum svo sem ekki verið að fá víti yfir höfuð þegar við höfum átt það skilið þannig það er engin breyting þar á.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, Alex Freyr Hilmarsson og Sverrir Páll Hjalsted fóru allir af velli meiddir. „Ég veit ekki hvernig staðan er á Sverri en það er möguleiki að Alex og Eiður spili næsta leik. Það er mjög stutt í næsta leik. Sverrir fer í myndatöku, þetta var rosalegt högg. Þetta er mjög fúlt og endurspeglar sumarið svolítið því það hafa verið mikið um meiðsli hjá okkur. Það kom hins vegar maður í mann stað í dag og við vitum að það eru sex stig í pottinum og við ætlum að ná í þau.“ ÍBV KA Besta deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Sjá meira
„Við gerðum allt í okkar valdi til að ná í þessi þrjú stig á móti sterku liði KA manna. Við vorum sjálfum okkur verstir hér í kvöld. Við afhendum þeim mörkin á silfurfati en fáum okkar dauðafæri sem við nýtum ekki. Ég met þetta sem svo að við vorum heilt yfir sterkara liðið.“ KA skoraði sitt fyrsta mark úr eina færi leiksins á þeim tímapunkti en það kom á 18. mínútu leiksins. „Það var ekkert að gerast í leiknum á því augnabliki, hvorki hjá okkur né þeim en svona gerast bara hlutir. Við vorum ekkert að dvelja við það, við keyrðum okkur í gang strax og skoruðum fljótlega. Þegar þeir skora þetta þriðja mark að þá fannst mér við detta of langt niður. Það var þungt að taka þessu marki númer tvö því aftur var þetta klaufagangur hjá okkur.“ Síðustu tuttugu mínútur leiksins voru ÍBV með yfirhöndina en náðu ekki að nýta sér þau færi og sénsa sem þeir fengu. „Síðustu 20 mínútur fór hins vegar allt í gang hjá okkur og það var mikill hugur í okkur en það var bara ekki nóg. Mér fannst við klaufar hér í lokin, við vorum stundum ekki að klára hlaupin okkar en ég beið samt eftir að við myndum skora. Mér fannst vera það mikil orka í liðinu. Ég held að allir skynji það að við ætlum að berjast með hverjum einasta blóðdropa sem við höfum til að ná í nógu mörg stig til að halda okkur uppi.“ Hermann var þrátt fyrir tapið ánægður með leik sinna manna í dag. „Það er fullt hrós á hópinn, það skiluðu allir sínu og rúmlega það hvort sem þeir byrjuðu eða komu inn af bekknum. Það er gott að sjá hvað er mikil samstaða hjá okkur, við vitum alveg að það styttist í lok mót. Það eru tveir leikir eftir og þar eru sex stig sem við ætlum að ná í.“ Í lok leiks kom léleg sending niður á Steinþór Már Auðunsson í marki KA, Sverrir Páll Hjalsted hljóp á eftir boltanum en þeir tveir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða sem ÍBV fékk þá ekki. „Ég sá þetta ekki nógu vel þannig ég get ekki dæmt um það en við höfum svo sem ekki verið að fá víti yfir höfuð þegar við höfum átt það skilið þannig það er engin breyting þar á.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, Alex Freyr Hilmarsson og Sverrir Páll Hjalsted fóru allir af velli meiddir. „Ég veit ekki hvernig staðan er á Sverri en það er möguleiki að Alex og Eiður spili næsta leik. Það er mjög stutt í næsta leik. Sverrir fer í myndatöku, þetta var rosalegt högg. Þetta er mjög fúlt og endurspeglar sumarið svolítið því það hafa verið mikið um meiðsli hjá okkur. Það kom hins vegar maður í mann stað í dag og við vitum að það eru sex stig í pottinum og við ætlum að ná í þau.“
ÍBV KA Besta deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Sjá meira