„Það er gaman að vinna Breiðablik“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 28. september 2023 21:54 Hólmar Örn Eyjólfsson segir það extra sætt að vinna Breiðablik. Vísir/Diego Valsmenn tryggðu sér í kvöld annað sæti Bestu deildarinnar með sigri á Breiðablik. Lokatölur 4-2 á Hlíðarenda í fjörugum leik. Valsmenn leiddu í hálfleik 2-1 eftir að Blikar hefðu jafnað leikinn á 40. mínútu. Blikar jöfnuðu svo á 63. mínútu en Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir heimamenn á síðustu tíu mínútum leiksins og kláraði leikinn með þrennu eftir að hafa skorað eitt í fyrri hálfleik. „Mér fannst þetta voðalega kaflaskipt. Við vorum yfir að hluta til og þeir að hluta til. Allir að pressa út um allan völl, bæði lið, og þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegur leikur til að horfa á,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, beint eftir leik. Honum fannst sínir menn spila vel í kvöld og vera hugrakkir ásamt því að hafa Patrick Pedersen í stuði.„Það er alltaf gott að vera með Patrick frammi að setjan inn, hann er alltaf vel staðsettur og klárar færin sín vel. En mér fannst við samt vera þéttir, mér fannst við spila vel, hugrakkir líka á boltanum sem skiptir höfuð máli í svona leikjum. Þeir pressa virkilega grimmilega og ef þú ert aðeins kúl á þessu þá er hægt að finna lausnir á pressunni og þá getur komið þér oft í góðar stöður.“ Eins og áður segir hafa Valsmenn tryggt sér annað sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Hólmar Örn sér þó hvatningu í því að klára tímabilið á góðum nótum. „Við höfum í rauninni ekkert að spila fyrir nema bara stoltinu og slípa okkur saman fyrir næsta ár. Við þurfum að motivera okkur í þá leiki og skila góðri frammistöðu þar.“ Hólmar Örn er uppalinn HK-ingur og finnst því extra sætt að vinna Breiðablik. „Já, það er það sko,“ sagði Hólmar og hló. „Maður ólst upp alla yngri flokkana í HK og maður átti svolítið undir högg að sækja þar en jú jú það er gaman að vinna Breiðablik.“ Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Hann kláraði leikinn og hrósaði fyrirliðinn honum í hástert. „Veistu það, ég hef farið í gegnum krossbandameiðsli sjálfur og mér fannst hann algjörlega frábær í dag. Mér fannst hann öruggur í öllum sínum aðgerðum hvort sem það var varnarlega eða sóknarlega og hann var bara virkilega flottur í dag og getur verið mjög stoltur af fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum til baka,“ sagði Hólmar Örn að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
Valsmenn leiddu í hálfleik 2-1 eftir að Blikar hefðu jafnað leikinn á 40. mínútu. Blikar jöfnuðu svo á 63. mínútu en Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir heimamenn á síðustu tíu mínútum leiksins og kláraði leikinn með þrennu eftir að hafa skorað eitt í fyrri hálfleik. „Mér fannst þetta voðalega kaflaskipt. Við vorum yfir að hluta til og þeir að hluta til. Allir að pressa út um allan völl, bæði lið, og þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegur leikur til að horfa á,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, beint eftir leik. Honum fannst sínir menn spila vel í kvöld og vera hugrakkir ásamt því að hafa Patrick Pedersen í stuði.„Það er alltaf gott að vera með Patrick frammi að setjan inn, hann er alltaf vel staðsettur og klárar færin sín vel. En mér fannst við samt vera þéttir, mér fannst við spila vel, hugrakkir líka á boltanum sem skiptir höfuð máli í svona leikjum. Þeir pressa virkilega grimmilega og ef þú ert aðeins kúl á þessu þá er hægt að finna lausnir á pressunni og þá getur komið þér oft í góðar stöður.“ Eins og áður segir hafa Valsmenn tryggt sér annað sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Hólmar Örn sér þó hvatningu í því að klára tímabilið á góðum nótum. „Við höfum í rauninni ekkert að spila fyrir nema bara stoltinu og slípa okkur saman fyrir næsta ár. Við þurfum að motivera okkur í þá leiki og skila góðri frammistöðu þar.“ Hólmar Örn er uppalinn HK-ingur og finnst því extra sætt að vinna Breiðablik. „Já, það er það sko,“ sagði Hólmar og hló. „Maður ólst upp alla yngri flokkana í HK og maður átti svolítið undir högg að sækja þar en jú jú það er gaman að vinna Breiðablik.“ Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Hann kláraði leikinn og hrósaði fyrirliðinn honum í hástert. „Veistu það, ég hef farið í gegnum krossbandameiðsli sjálfur og mér fannst hann algjörlega frábær í dag. Mér fannst hann öruggur í öllum sínum aðgerðum hvort sem það var varnarlega eða sóknarlega og hann var bara virkilega flottur í dag og getur verið mjög stoltur af fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum til baka,“ sagði Hólmar Örn að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08