Ólafur fetar ótroðnar slóðir í Kúveit: „Tilboð sem ekki margir myndu segja nei við“ Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2023 09:30 Ekki er ýkja langt síðan að Ólafur gekk til liðs við Gróttu Vísir/Skjáskot Ólafur Brim Stefánsson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til þess að spila fyrir félagslið frá Kúveit. Hann hefur samið við Al-Yarmouk þar í landi og segir að ekki gætu margir leikmenn hafnað því óvænta tilboði sem hann fékk frá félaginu. „Í gegnum árin hef ég verið með nokkra umboðsmenn sama hafa verið að reyna koma mér út í atvinnumennsku. Ég hef fengið fullt af tilboðum til mín. Ekkert sem mér hefur litist á. En núna kom bara mjög óvænt tilboð sem ég held að ekki margir myndu segja nei við,“ segir Ólafur Brim. „Þetta er bara frábært tækifæri fyrir mig. Bæði sem handboltamann og líka sem manneskju. Að fá að þróast og eflast, kynnast svona gjörólíkri menningu. Öðruvísi siðum.“ Það hefur lengi verið draumur Ólafs að halda út í atvinnumennsku. Nú rætist sá draumur. „Það er alveg frábært að þessi draumur sé að verða að veruleika.“ Tilboð Al-Yarmouk heillaði Ólaf upp úr skónum. En hvað er það við tilboðið sem er svo heillandi? „Það halda mjög margir að handboltinn þarna í Kúveit sé ekkert rosalega góður en þetta er bara fínasti handbolti. Hann er villtur og mjög hraður. Fjárhagslega hliðin á þessu er líka mjög góð, eins og fólk heldur líka. Þetta eru bara tvær mjög góðar ástæður fyrir mig til þess að stökkva á þetta tækifæri.“ Ólafur er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með liðum Fram og Gróttu hér á landi. Hann samdi á nýjan leik við Gróttu í sumar og dvelur því ekki lengi hjá félaginu. Hann segir þjálfara liðsins, Róbert Gunnarsson, sýna þessari ævintýraþrá sinni skilning. „Ég og Robbi erum náttúrulega fínir félagar. Hann sagði við mig að hann væri svekktur þjálfunarlega séð en samgleðst mér. Við skildum því sáttir, sem vinir.“ En við hverju ertu að búast þarna úti í Kúveit? „Þegar að stórt er spurt. Það er allavegana mjög heitt þarna úti. Ég bara veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Bara einhverju góðu ævintýri.“ Kúveit Olís-deild karla Handbolti Grótta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Í gegnum árin hef ég verið með nokkra umboðsmenn sama hafa verið að reyna koma mér út í atvinnumennsku. Ég hef fengið fullt af tilboðum til mín. Ekkert sem mér hefur litist á. En núna kom bara mjög óvænt tilboð sem ég held að ekki margir myndu segja nei við,“ segir Ólafur Brim. „Þetta er bara frábært tækifæri fyrir mig. Bæði sem handboltamann og líka sem manneskju. Að fá að þróast og eflast, kynnast svona gjörólíkri menningu. Öðruvísi siðum.“ Það hefur lengi verið draumur Ólafs að halda út í atvinnumennsku. Nú rætist sá draumur. „Það er alveg frábært að þessi draumur sé að verða að veruleika.“ Tilboð Al-Yarmouk heillaði Ólaf upp úr skónum. En hvað er það við tilboðið sem er svo heillandi? „Það halda mjög margir að handboltinn þarna í Kúveit sé ekkert rosalega góður en þetta er bara fínasti handbolti. Hann er villtur og mjög hraður. Fjárhagslega hliðin á þessu er líka mjög góð, eins og fólk heldur líka. Þetta eru bara tvær mjög góðar ástæður fyrir mig til þess að stökkva á þetta tækifæri.“ Ólafur er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með liðum Fram og Gróttu hér á landi. Hann samdi á nýjan leik við Gróttu í sumar og dvelur því ekki lengi hjá félaginu. Hann segir þjálfara liðsins, Róbert Gunnarsson, sýna þessari ævintýraþrá sinni skilning. „Ég og Robbi erum náttúrulega fínir félagar. Hann sagði við mig að hann væri svekktur þjálfunarlega séð en samgleðst mér. Við skildum því sáttir, sem vinir.“ En við hverju ertu að búast þarna úti í Kúveit? „Þegar að stórt er spurt. Það er allavegana mjög heitt þarna úti. Ég bara veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Bara einhverju góðu ævintýri.“
Kúveit Olís-deild karla Handbolti Grótta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira